Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 80

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 80
Tilgangur: I vaxandi mæli hefur spurningalistinn Heilsutengd lífsgæði (H-L) verið notaðurtil þess að meta árangur meðferðar á sjúklingum. Tilgangur þessarar rannsóknar var tvíþættur: annars vegar að meta heilsutengd lífsgæði sjúklinga 1-7 árum eftir gerviliðaaðgerð á hné; hins vegar að bera saman niðurstöðurnar við fyrri rannsókn, þar sem athuguð voru heilsutengd lífsgæði sjúklinga á biðlista fyrir bæklunaraðgerð og 3 mánuðum eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Allir núlifandi sjúklingar sem farið höfðu í gerviliðaaðgerð á hné á árunum 1996-2001, samtals 729. Úrtakið var fengið úr sjúkraskrárkerfi LSH, SHA og FSA. Kynningarblað um rannsóknina og H-L spurningalistinn var sendur til allra sjúklinganna svo og ítrekun 3 vikum seinna. Niðurstöður prófanna voru staðlaðarsamkvæmt viðmiðum eftir kyni og aldri svo að hægt væri að sjá beint hvernig þær viku frá því sem almennt gerist. I kjölfar fyrirspurna frá kynningu verkefnisins voru sjúkraskrár sjúklinga athugaðar með tilliti til þyngdar og hæðar, samkvilla og lyfjanotkunar, ásamt því hvort aðgerð hafði verið framkvæmd öðru eða báðu megin. Niðurstöður: Alls 507 sjúklingar (69,5%) á aldrinum 47-93 ára (meðalaldur 72,35, ± 7,76) svöruðu; þar af 340 (67,1%) konur og 167 karlar. Heilsutengd lífsgæði sjúklinga 1-7 árum eftir gerviliðaaðgerð á hné höfðu batnað til muna (p<0.05) og náð meðallífsgæðum, ekki var marktækur munur á lífsgæðum milli fjölda ára frá aðgerð. Af 12 þáttum prófsins sem ákvarða lífsgæði var aðeins einn þáttur sem ekki batnaði, heldur stóð í stað, en það var fjárhagur. Marktækur munur (p<0,05) var á lífsgæðum aldurshópanna 50-69 ára og 70 ára og eldri. Hlutfall sjúklinga ofan eðlilegs þyngdarstuðuls (BMK25) var 86% og voru 49,8% kvenna og 36,3% karla í offituflokki (BMI>30). Þegar borin voru saman lífsgæði á milli spítala var ekki marktækur munur, ekki heldur í samanburði á sjúklingum með einn eða tvo hnégerviliði. Þegar lífsgæði sjúklinga voru skoðuð útfrá fjölda samkvilla var marktækur munur (p<0,05) á milli sjúklinga án samkvilla og þeirra sem höfðu tvo eða fleiri. Ályktanir: Þversniðsrannsókn á H-L prófinu sýndi marktækt fram á að lífsgæði hnéslitgigtarsjúklinga eru bætt það mikið með aðgerð að þeir ná meðallífsgæðum á ný. Lágmark 2 ár þurfa að líða frá aðgerð til þess að meta réttilega hvort sjúklingur hafi náð eins góðum lífsgæðum og unnt er. Við nánari könnun sést að taka þarf tillit til áhrifa samkvilla í rannsóknum á heilsutengdum lífsgæðum sjúklinga, en það sýnir sig að sjúklingar með tvo eða fleiri samkvilla skera sig marktækt úr. Þá er einnig unnt að álykta að hærra hlutfall kvenna sem þarfnast gerviliðaaðgerða á hné tengist því að hlutfall kvenna í offituflokki er hærra en karla. Lykilorð: Heilsutengd lífsgæði, H-L prófið, slitgigt, hnégerviliðaaðgerðir, samkvillar, offita Nýæðamyndun hjá sjúklingum með aldursbundna hrörnun í augnbotnum Guðný Stella Guðnadóttir 1, Haraldur Sigurðsson 2 1 Læknadeild Háskóla íslands, 2 Augndeild Landspítala Háskólasjúkrahúss Inngangur: Aldursbundin hrörnun í augnbotnum er einn algengastí blinduvaldandi augnsjúkdómur á Vesturlöndum í dag. Endastig sjúkdómsins er annað hvort vot hrörnun með nýæðamyndun eða þurr hrörnun með rýrnun á litulagi án nýæðamyndunar. Umhverfisþættir og erfðir eru talin hafa áhrif á gang þessa sjúkdóms. Tilgangur þessarar rannsóknar er að rannsaka sjúklinga sem fengið hafa vota hrörnun í bæði augun. Við rannsökuðum skyldleika, sjúkdómsgreiningu, tímann frá því að einstaklingur fékk vota hrörnun í eitt auga uns hann fær hana í það síðara, hvernig byrjunarbreytingar litu út og hvernig þær breyttust við að vot hrörnun kæmi fram. Efnivióur og aðferðir: Efniviðurinn, 151 einstaklingur, kemur úr rannsókn á hrörnun í augnbotnum, sem er samvinnuverkefni íslenskra augnlækna og Erfðagreiningar. Augnbotnamyndir og gögn fengust úr þeirri rannsókn og sjúkraskrám. Augnbotnamyndir af votri hrörnun og myndir af byrjunarbreytingum voru metnar af tveimur aðilum skv alþjóðlegum staðli. Æðamyndir voru metnar og sjúkdómsgreining og greiningardagur fundin. Reiknaður var tíminn á milli sjúkdómsgreiningar í hvoru auga, tíminn frá því að mynd af byrjunarbreytingum var tekin uns vot hrörnun kom í viðkomandi auga og áhrif ýmissa þátta á tímana. Niðurstöður: Alls voru þetta 151 sjúklingur, 54 karlar og 97 konur. Meðalaldur var 82 ár. Alls reyndust 55 skyldir í 25 ættum. Meðaltími milli þess að annað augað fékk vota hrörnun og síðan hitt reyndist 2.9 ár. Einungis aldur við greiningu fyrra augans reyndist hafa marktæk áhrif (p<0,05) á tímann. Allir nema tveir höfðu áberandi drusen breytingar í miðgróf sjónar hjá þeim augum sem síðan enduðu sem vot hrörnun. Drusendreifing breyttist eftir að vot hrörnun kom fram. Ályktanir: Myndir af byrjunarbreytingum reyndust sláandi líkar hjá flestum sjúklingum m.t.t. til fjölda drusena og staðsetningar. Af þeim sjúklingum sem fá vota hrörnun í seinna augað fá 80% hana innan 4 ára. Það er því hægt að gefa þeim sjúklingum sem ekki hafa fengið hana innan þess tíma meiri von. 80 - Læknaneminn 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.