Læknaneminn - 01.04.2004, Page 81

Læknaneminn - 01.04.2004, Page 81
Eru kverkeitlar uppeldisstöðvar fyrir húðsæknar T-eitilfrumur sem orsaka psoriasis? Helga Margrét Skúladóttir Leiðbeinendur: Jóhann Elí Guðjónssonl, Hekla Sigmundsdóttirl, Hannes Petersen2, Helgi Valdimarssonl. Rannsóknarstofa í ónæmisfræði LHS1, Háls-, nef- oq eyrnadeild LHS2. Inngangur: Psoriasis er T-frumu miðlaður húðsjúkdómur og nýlegar rannsóknir benda til þess að CD8+ T-frumur gegni þar stóru hlutverki. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni húðsækinna T-eitilfruma í kverkeitlum (tonsils) og blóði psoriasissjúklinga og bera saman við samanburðarhóp sem ekki hafði psoriasis. Efniviður og aðferóir: Tekin voru vefjasýni úr kverkeitlum og blóðsýni úr 9 psoriasis-sjúklingum sem voru með skellupsoriasis (chronic plaque psoriasis) og höfðu sögu um dropapsoriasis köst (guttate psoriasis) og/eða versnun eftir hálsbólgur. Eitilfrumur voru einangraðar og undirflokkur T-fruma greindur í frumuflæðisjá (FACS) eftir litun með flúrskinsmerktum einstofna mótefnum gegn ákveðnum húðsæknisameindum, þ.á.m. cutaneous lymphocyte antigen (CLA). Samanburðarhópur var fenginn úr fyrri rannsókn á kverkeitlum sjúklinga sem gengist höfðu undir kverkeitlanám vegna endurtekinna sýkinga. Tölfræðilegur samanburður var gerður með „Students t- test” og Pearsons fylgniprófi. Niðurstöóur: I Ijós kom sterk fylgni milli tíðni CLA+CD8+ T-fruma í blóði og kverkeitlum psoriasissjúklinga (p=0,0021, r=0,868). Hins vegar var ekki fylgni milli CLA+CD4+ T-fruma í blóði og kverkeitlum, ólíkt því sem sást hjá samanburðar- hópnum. Meira reyndist vera af CLA+CD8+ T frumum í blóði hjá psoriasissjúklíngum en samanburðarhópnum (p<0.0001). Hins vegar var tíðni CLA+CD8+ fruma í kverkeitlum psoriasissjúklinga ekki meiri en hjá samanburðarhópnum. Eínnig reyndust psoriasissjúklingar hafa hærri tíðni af CCR5 jákvæðum T-frumum, bæði í kverkeitlum og blóði (p<0.0001), en þessi svipgerð er talin einkenna Th1 frumur sem gegna lykilhlutverki í myndun psoriasis útbrota. Ályktun: Pessarniðurstöðursamræmast rannsóknartilgátunni, einkum hvað varðar CD8+ T-frumur. Lykioró: psoriasis, kverkeitlar, húðsæknisameindir.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.