Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec. 2023, Side 9

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec. 2023, Side 9
9 Ráðgjöf og þjónusta lungnahjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri Göngudeild lungnasjúklinga er opin tvisvar í viku milli kl. 08 og16 en breytilegt er á hvaða dögum móttakan fer fram.  Hægt er að hringja í síma 463-0330 og óska eftir að hjúkrunarfræðingur hafi samband. Reynt verður að hafa samband eins fljótt og hægt er. Hjúkrunarfræðingur á lungnamóttökunni veitir sjúklingum og fjölskyldum þeirra stuðning og eftirfylgd eftir útskrift með móttöku á göngudeild og símtölum. Markmið móttökunnar er að stuðla að auknum lífsgæðum lungnasjúklinga, flýta fyrir bata eftir að heim er komið og koma í veg fyrir innlagnir á sjúkrahúsi, með því að grípa snemma inn í versnun. Einnig er það markmið móttökunnar að stuðla að því að sjúklingar geti tekist á við sjúkdóminn heima hjá sér á árangursríkan hátt. Stuðningur lungnamóttökunnarinn felst í því að auka skilning á sjúkdómi og meðferð með viðeigandi fræðslu og upplýsingum, veita aðstoð við reykleysi, fylgja þeirri meðferð sem hefur verið lagt upp með og auðvelda aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Hlutverk Lungnasamtakanna er meðal annars að leiða saman aðila sem hafa reynslu af lungnasjúkdómum og meðferð sem getur komið þeim að gagni. Lungnasamtökin halda í þeim tilgangi reglulega félagsfundi með fræðsluerindum í bland við ýmis gamanmál. Er það tilvalið tækifæri til að kynnast öðrum í sömu stöðu, fræðast, gleðjast saman og njóta um leið jafningjafræðslu. Reglan er að hittast fyrsta mánudag í hverjum mánuði þar sem boðið er upp á góða dagskrá sem auglýst er á vef samtakanna www.lungu.is og á Facebook síðunni. Dagsetningar fyrir félagsfundina árið 2024 eru sem hér segir: 8. janúar 5. febrúar 4. mars 8. apríl 6. maí er aðalfundur Við viljum hvetja ykkur til að mæta á þessa fundi og verið öll hjartanlega velkomin! Félagsfundir Lungnasamtakanna á árinu 2024 Myndir frá spilakvöldi

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.