Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2023, Síða 10
10
Öndun er okkur eðlislæg: anda inn – og svo út.
Virðist ekki ýkja flókið. Það er samt hægt að huga
betur að því hvernig við berum okkur að þegar
við fáum súrefni inn í líkamann í gegnum lungun.
Hér eru nokkur góð ráð til þess að virkja lungun
sem best.
Notaðu nefið
Við öndum annars vegar inn um munninn og hins vegar nefið.
Mun betra er að anda inn um nefið þar sem nasirnar sía, hita
og rakametta loftið sem munnurinn getur ekki gert. Stundum
getur þó verið nauðsynlegt að nota munninn ef súrefnismagn
sem næst í gegnum nefið dugar ekki, t.d. við mikla hreyfingu,
eða þega stíflur hindra innöndun um nefgöngin.
Og magann
Menn eru „magaandarar" og rétt fyrir ofan magann er stór
og mikilvægur vöðvi kallaður þind. Rétt öndun byrjar í
nefinu og færist síðan niður í magann þegar þindin dregst
saman. Þá blæs maginn út og lungun fyllast af lofti. Þetta
er skilvirkasta leiðin til að anda, þar sem það þrýstir á
lungun og skapar neikvæðan þrýsting í brjósti sem leiðir til
þess að loft flæðir inn í lungun.
Æfðu rétta öndun, sérstaklega ef þú ert
lungnasjúklingur
Þeir sem hafa langvinnan lungnasjúkdóm, svo sem astma
eða langvinna lungnateppu, þurfa almennt meiri orku
til að anda. Öndun í gegnum nefið og með maganum
er því sérstaklega mikilvæg fyrir þessa einstaklinga.
Algengt er að fólk sem þarf að leggja harðar að sér við
öndun noti aðra vöðva, t.d. í hálsi, herðum og bringu.
Slíkt skilar litlum árangri og getur valdið vöðvabólgu með
óæskilegum aukaverkunum. Við útöndun er gott að anda
út um munninn og mynda mótþrýsting, með því að þrýsta
vörunum saman en það er mjög góð tækni fyrir sjúklinga
með langvinna lungnateppu.
Viðhaltu heilbrigðum lífstíl
Regluleg hreyfing er góð fyrir lungun og hollt, skynsamlegt
mataræði stuðlar að aukinni virkni fólks. Best er að
forðast stórar máltíðir og matvæli sem valda uppþembu,
til að koma í veg fyrir að kviðurinn takmarki hreyfingu
þindarinnar. Slökunaræfingar henta lungnasjúklingum
líka sérlega vel til að koma í veg fyrir oföndun. Gott er að
fylgjast með loftgæðum og forðast að vera útsett fyrir
óþægilegri, eða ertandi mengun sem getur haft áhrif á
öndun.
Oft er nauðsynlegt að nota lyf til að halda öndunarvegi í
nefi opnum. Slíkt skal þó gert í samráði við lækni þar sem
ofnotkun getur valdið öðrum og jafnvel verri afleiðingum.
Jafnframt er mælt með að fá árlega flensusprautu þegar
hún er í boði.
Ef þú tekur aðeins of vel á!
Ef tekið er aðeins of vel á og mæðin verður of mikil er gott
að halla sér fram á handrið eða stólbak á meðan verið
er að jafna sig. Þannig opnast vel fyrir lungun og hvorki
maginn né handleggirnir hindra hámarks loftskipti.
Forðastu sýkingar
Mikilvægt er að forðast sýkingar af hvers konar völdum.
Smitleiðir eru margar en hægt er að minnka áhættuna
með því að forðast margmenni og að snerta hluti sem
aðrir snerta, þvo hendur oft með sápu, hafa spritt
innan seilingar og vera skynsamur. Einnig er mikilvægt
að þiggja bólusetningar við flensu, lungnabólgu
(Pneumokokkabakteríu) og Covid 19.
Hafðu það einfalt
Líkamanum er það eðlislægt að anda og hann kann
það. Þess vegna er engin þörf á að ofhugsa öndunina.
Öndunarfærin vita nákvæmlega hvenær á að segja til um
að mál sé komið til að breyta öndunardýptinni í tengslum
við virkni og súrefnismettun. Í líkama okkar eru viðtakar
sem fylgjast stöðugt með súrefnis- og sýrustigum blóðsins
og senda sjálfkrafa merki til heilans um hversu oft og djúpt
við eigum að anda. Jafnvel þótt öndun komi af sjálfu sér,
eru lungnaheilbrigði og loftgæði svo mikilvæg að vert er að
hafa þau alltaf í huga!
SPAKMÆLI
„Árangur er ekki lokatakmark. Mistök
eru ekki lífshættuleg. Hugrekkið til að
halda áfram er það sem skiptir máli.“
– Winston Churchill
Öndun - nokkur góð ráð
Eftir Andrjes Guðmundsson
❦