Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - Dec 2023, Page 14

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - Dec 2023, Page 14
14 mikið vatn á borðinu að þeir myndu þá bara skvetta á mig,“ segir hún og skellihlær, enda aldrei langt í húmorinn. Því næst segist Kolbrún hafa farið að hlaðborðinu og undir hverju fati var eldur. „Þegar ég tók eftir því rétti ég formanni verkalýðsfélags Bolungarvíkur diskinn minn og lét hana bara sjá um þetta!“ Þótt frásögnin sé fyndin gefur hún vissulega vísbendingu um þessa sjálfsögðu hluti sem fólk þarf yfirleitt ekki að hugsa út í en súrefnisþegar verða að varast. Hún segist núna vera búin að taka alla kveikjara á heimilinu og setja þá á öruggan stað af því hún geti verið svolítið fljótfær. „Núna er ég líka bara með rafmagnskerti. Það er ýmislegt sem maður þarf að hugsa öðruvísi.“ Aðgát skal höfð Kolbrún nefnir hve viðbrögð fólks geti verið misjöfn þegar það mætir einstaklingum sem eru með súrefnistæki meðferðis.„Það er svo mikilvægt að muna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Það er líka brýnt að stuðla að því að súrefnisþegar finni sig frjálsa til að fara út úr húsi svo að þeir einangrist ekki.“ Hún segir að sér finnist t.d. ekkert erfitt þegar fólk spyr hana hvað hafi komið fyrir og af hverju hún sé með þetta. Eins ef þetta gæti líka orðið einhverjum víti til varnaðar að fara ekki að reykja, þó að það sé ekki eina ástæðan fyrir því að fólk verði súrefnisháð. „Mér finnst hins vegar að það vanti stundum smá tillitssemi hjá fólki sem spyr þig,“ segir hún í lokin. „Kannski er það bara hugsunarleysi þegar fólk kemur og segir: „Hva, ert þú bara komin með kút?“ Það fer svolítið í taugarnar á mér. Ég þoli það en held að mjög margir einangrist einmitt vegna þess að það tekur svona spurningar nærri sér. Það er allt annað ef fólk spyr: “Hvað kom fyrir þig? Ertu búin að vera lasin?“ Þá ræður þú ferðinni hvernig þú bregst við þeim spurningum. En svo má heldur ekki gleyma því góða sem þessu fylgir,“ bætir hún við og nefnir hve hjálpsamt og gott fólk geti verið, samanber nágranna hennar sem hún segir að séu þeir bestu í heimi. „Alls konar fólk er boðið og búið að aðstoða mig þegar það sér mig í aðstæðum sem ég ræð kannski ekki vel við. Það getur líka verið gott að búa í litlu samfélagi.“ Reykjavíkurmaraþon 2023 Lungnasamtökin vilja þakka þeim frábæru hlaupurum sem hlupu fyrir Lungnasamtökin í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Við þökkum einnig kærlega fyrir öll áheitin sem aldrei fyrr hafa verið glæsilegri. Stuðningurinn skiptir okkur sannarlega miklu og færum við öllum hlutaðeigandi okkar bestur þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.