Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2023, Blaðsíða 25
25
þessu námi og fara heim. „En indverski læknirinn, vinur
minn, stakk þá upp á því að sonurinn kæmi út og hann
bauðst til að taka hann í meðferð.“
Það varð úr og sonurinn var hjá henni fram að jólum en þá
fóru þau bæði heim. „Strákurinn bara læknaðist. Indverski
læknirinn tók hann algerlega í gegn og þá fór ég að verða
svolítið áhugasöm um þessi vísindi,“ segir Heiða Björk og
bætir við að hún hafi líka aðeins verið búin að komast í
kynni við ayurveda og þessa lífskrafta, vata, pitta og kapha, í
gegnum yogakennara- og næringarþerapíunámið . „Ég var því
smám saman að kynnast þessum fræðum úr ýmsum áttum.
Öll vötn virtust renna til ayurveda,“ segir hún og hlær.
Lungnasjúkdómurinn í grunninn vata-sjúkdómur
Þegar Heiða Björk fór heim frá Toronto var bankahrunið hafið
á Íslandi sem setti flest úr skorðum. Þetta reyndist henni
mikill álagstími. Hún var orðin einstæð móðir, búin að taka
að sér allt of mikla vinnu og var undir gríðarlegri pressu. „Ég
er allt of áköf eins og vata týpurnar,“ segir hún og vitnar til
fræðanna. „Þarna var ég að elda allt frá grunni fyrir soninn,
hugsjónamanneskja í umhverfismálum, að gefa vinnuna
mína í einhverjum umhverfissamtökum, alltaf í yfirvinnu sem
framhaldsskólakennari, osfrv. Ég held að allt þetta stress og
læti hafi ýtt mínum sjúkdómi af stað,“ segir hún og vísar til
lungnasjúkdóms síns. „Samkvæmt ayurveda fræðunum þá
er hann í grunninn vata sjúkdómur sem er einn af þessum
þremur lífskröftum. Vata orkan veldur herpingi og stífleika í
líkamanum og það er eðli þessa lungnaslagæðasjúkdóms þar
sem lungnaslagæðin stífnar og herpist.“
Ekkert kom í ljós
Upp úr árinu 2006 segist Heiða Björk hafa verið byrjuð að
finna til mæði án þess að gera eitthvað í málunum. „Ég
hugsaði bara að þar sem ég væri að verða fertugu þyrfti ég
að fara að skokka meira og ákvað líka að kaupa mér svona
snjallúr sem mælir púls og fleira og líka innitrampólín.
Þetta var alveg skelfilegt fyrir minn sjúkdóm,“ segir hún og
hlær. „Ég gat varla gert neitt verra.“ Svo leið tíminn og árið
2010 segist hún hafa fundið að þetta væri alls ekki eðlilegt.
„Vinkona mín hafði fengið hjartaáfall um þetta leyti og
ég ákvað því að fara í Hjartamiðstöðina og láta athuga
mig. Þar var ég skoðuð og rannsökuð en ekkert kom í ljós.
Bara einhver smáskrítinn taktur sem er mjög algengt og
þarf ekki að vera neitt.“ Hún segist líka hafa farið á milli
lungnalækna og enginn fundið út úr þessu.
Átti að fara í uppskurð
Eitthvað hafði að vísu sést í lungunum, þannig að hún var
sendi í berkjurannsókn þar sem sýni yrði tekið. „Við það
féll lungað saman en þar sem ég var með háþrýstinginn í
lungunum þá þoldi það ekki svona meðferð. Samt áttuðu
þau sig ekki á neinu og ég var lögð inn með dren úr lunga,
þannig að það gekk á ýmsu.“ Í maí árið 2010 stóð til að
senda Heiðu Björk í aðgerð til að taka lungnasýni og
daginn áður fór hún í rannsóknir og viðtöl við lækna. Hún
segir að á þessum tíma hafi verið búið að líða nokkrum
sinnum yfir sig og blætt reglulega úr nefinu á sér og
að kálfarnir hafi verið orðnir mjög sverir af bjúgi, ásamt
fleiri sérkennilegum einkennum. Þessu sagði hún frá í
viðtölunum en það virtist engu breyta þar sem henni var
einfaldlega sagt að mæta klukkan sjö morguninn eftir í
uppskurðinn.
Læknaneminn bjargaði lífi hennar
„Svo þegar ég er að ganga út af spítalanum þá er hringt og
það er læknanemi, yndisleg stelpa sem ég man því miður
ekki hvað heitir af því að hjartalæknirinn sagði að hún hefði
bjargað lífi mínu!“ Læknaneminn spurði hvort Heiða Björk
væri í húsinu og sagði henni að drífa sig til baka. Hún hafði
farið yfir öll gögn sem hinir virðast ekki hafa skoðað og sá
að hjartalínuritið var stórkostlega óeðlilegt. „Hún hafði því
samband við hjartadeildina og ég var bara „sjanghæuð“
og lögð þar inn og fór aldrei í uppskurð. Hjartað á mér var
orðið allt of stórt. Búið að erfiða svo mikið við að pumpa
blóði til lungnanna í gegnum allt of stífa lungnaslagæðina.
Hjartalæknirinn, sem ég hafði farið til í Hjartamiðstöðinni,
sagði að sér þætti leiðinlegt að hafa ekki séð þetta þar sem
það hafi ekki sést í rannsóknunum. Annar hjartalæknir kom
að máli við mig og var gífurlega stoltur af læknanemanum
sínum og sagð að ég hefði ekki þolað að fara í svæfingu og
uppskurð.“
Skýringin fannst loks
Á hjartadeildinni kom þessi háþrýstingur í ljós við
ómskoðun og þá fannst loksins skýringin á mæðinni og
því sem hafði sést í lungunum. „Þetta var árið 2012 en þá
var ég búin að vera eitthvað skrítin í mörg ár og versnaði
stöðugt. Ég var sett á lyf sem virkuðu ekki nógu vel og
menn voru að þreifa sig áfram. Eftir um hálft ár fundu þeir
réttu blönduna fyrir mig þannig að það gekk í rauninni
mjög vel alveg til ársins 2019. Þá kom upp mikið álag í lífi
mínu á mörgum vígstöðvum, tilfinningalegt álag, kvíði,
óvissa og tilheyrandi svefnleysi. Akkúrat þetta tvennt, kvíði
og óvissa, ef við tölum ayurveda tungumál, espar þennan
lífskraft sem heitir vata og veldur samdrætti, herpingi og
þurrki í líkamanum og þá versnaði sjúkdómurinn minn.“
Bakslag
Háþrýstingurinn í lungunum rauk svo upp en hann hafði
verið í þokkalegu lagi eftir að Heiða Björk hóf lyfjameðferð.
„Þá var brugðist við með því að gefa mér þriðja lyfið. Ég var
búin að vera að taka inn tvö og þetta þriðja lyf var miklu
öflugra en hin. Það þurfti að ráðast á þennan háþrýsting
Í fjallgöngu