Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec. 2023, Side 26
26
því að annars hefði hjartað stækkað svo mikið að ég hefði
bara dáið úr hjartabilun.“ Þessu lyfi fylgdu mjög miklar
aukaverkanir og hún náði aldrei að taka fullan skammt.
„Vinkona mín sem er með sama sjúkdóm tekur þetta lyf
án nokkurra vandræða en við erum bara öll svo ólík. Minn
líkami þoldi ekki þetta og ég náði aldrei upp í hámark og
þurfti að stoppa þar sem þetta var þolanlegt.“
Það fyldgu alltaf þessir verkir sem fóru að taka frá henni
svefn. „Ég sá fram á að ég yrði ópíóðasjúklingur þar sem ég
þurfti stundum tvær parkódín forte til þess að geta sofnað.
Þótt ég sofnaði vaknaði ég upp við verkina í öllum liðum
og höfðinu og var með niðurgang. Það er síðan ávísun
á framtíðarsjúkdóma um leið og þú hættir að taka upp
næringarefni út af niðurgangi. Ég sá því að þetta gengi ekki,
ég þyrfti bara að hætta á þessum lyfjum en það mátti ég
ekki gera því að þá hefði háþrýstingurinn bara rokið upp
Fór í sérhæfða ayurveda meðferð
Heiða Björk tók þá til þess ráðs að fara í sérhæfða ayurveda
meðferð, svokallaða panchakarma meðferð. Pancha þýðir
fimm og karma þýðir aðgerðir. „Þetta eru aðgerðir til þess
að losa of mikið af vata, pitta og kapha út úr líkamanum,
þessar þrjár lífsorkutegundir. Þær miða að því að hreinsa
þetta út því að það þarf að losa út svona eiturefni og
úrgangsefni sem eru farin að trufla líkamsstarfsemina og
styrkja vefina í kjölfarið. Ég var í þessari meðferð í tvær
vikur á Spáni og allir verkir fóru og meltingin komst í lag
sem var hreint dásamlegt,“ segir hún og brosir.
Eins og að taka inn blásýru
„Ég var samt áfram á þessu lyfi og endrum og sinnum komu
verkirnir aftur ef ég hafði verið að drekka of mikið kaffi,
eða gera eitthvað vata-aukandi. Mér fannst náttúrulega
æskilegast að geta bara hætt að taka þetta inn en
læknirinn minn var búinn að segja að því fleiri lyf sem sett
væru þá væri aldrei hægt að fara til baka og sleppa þeim.
Háþrýstingurinn minn myndi bara aukast og versna með
árunum og síðasta hálmstráið væri þá lungnaskipti. Hún
sagði að við ættum samt tvö lyf uppi í erminni áður en að
því kæmi. Mér fannst þetta alveg skelfilegt og fannst eins og
ég væri bara að taka inn blásýru, eða eitthvað ámóta, út af
þessum hræðilegu aukaáhrifum. Þetta er svo óþægilegt!“
Aftur í panchakarma meðferð
Aftur var förinni haldið í panchakarma meðferð og í
þetta skipti til Indlands. „Það er ár síðan ég fór og þá var
ég í fimm vikur. Á þessum vikum var ég smám saman
tröppuð niður undir handleiðslu ayurveda-læknis og ég er
ekki ennþá byrjuð að taka þetta lyf aftur. Þegar ég kom
heim fór ég í reglulegt eftirlit tveim mánuðum seinna og
sagði lækninum mínum frá þessu og hún var náttúrulega
ekki sérlega sátt. Hún virðir þó alltaf allar mínar kenjar í
meðferðinni og ég er mjög ánægð með okkar samvinnu.
Ég var send í alls kyns mælingar en allt reyndist í fínu lagi.
Háþrýstingurinn var eins og þegar ég tók þetta sterka lyf
inn. Panchakarma meðferðin úti ásamt jurtalyfjunum sem
ég tek inn komu í staðinn.“
Verð að passa lífstílinn
Heiða Björk tekur það skýrt fram að hún sé auðvitað ekki
laus við sjúkóminn. „Ég er ennþá með þennan háþrýsting
í lungunum en ég gat hætt að taka þetta þriðja lyf og ég
er bara þakklát fyrir það. Verkirnir koma alltaf endrum
og sinnum. En svo finn ég að ef ég passa ekki lífstílinn og
mataræðið verð ég móðari. Lungnaháþrýstingnum fylgir
svona kviðbjúgur þannig að kviðurinn þenst út. Við því þarf
fólk að taka ákveðið lyf en eftir panchakarma meðferðina
hætti ég líka alveg að þurfa að taka þessar bjúgtöflur inn. Ég
geri það bara við sérstakar aðstæður t.d. í tengslum við flug.
Ef ég passa ekki lífstílinn, vaki frameftir, missi mig í kaffinu,
gleymi að taka jurtalyfin og drekka heimalagaða meltingar-
efnaskiptateið mitt og geri ekki öndunaræfingarnar mínar,
yogateygjurnar og opna orkuflæðið, þá byrjar bjúgurinn að
aukast og þá verð ég móðari.
Vestræn og austræn lífsvísindi – helsti munurinn
„Vestræn læknavísindi, alveg eins og austræn, eru ekkert
búin að komast að öllu og skilja alla líkamsstarfsemina hjá
mannskepnunni,“ segir Heiða Björk þegar hún er spurð um
muninn á þessum ólíku aðferðum. „Þetta er svo flókið og
alltaf verið að uppgötva eitthvað nýtt í líkamsstarfseminni
okkar. Að mínu mati taka vestræn læknavísindi ekki nógu
mikið tillit til umhverfisins, mataræðisins og lífstílsins og
hvað þeir þættir gegna mikilvægu hlutverki. Allir fá sömu
ráðleggingar og lyf við sama sjúkdómnum. Sama máli
gegnir með næringuna. Í ayurveda fræðunum er aftur á
móti mismunandi greining á áhrifum matvæla á líkamann
eftir því hver líkamsgerðin er. Þess vegna þola sumir mjólk
og aðrar fæðutegurnid betur en aðrir. Þetta snýst ekki bara
um að meltingin sé góð og allt það. Þegar fólk er að taka
inn einhver sterk lyf þá skiptir líka máli hvernig best er að
bregðast við til að lágmarka álagið sem það hefur á nýrun
og lifrina að hreinsa þau út. Vestræn læknavísindi leggja
engar línur um hvað hægt sé að gera til þess að styrkja
nýrun og lifrina svo að hægt sé að taka þessi lyf og styrkja
líkamann almennt til að höndla sjúkdómana betur. Við
vitum ósköp lítið um hvað líkaminn þolir þetta lengi. Við
erum bara einhver tilraunadýr.“
Dísel eða bensín?
Heiða Björk segir að ayurveda sé aftur á móti með 5000
ára reynsluvísindi að baki í því hvernig eigi að para saman
jurtir, æfingar, mataræði og lífstíl í lækningaskyni. „Meðan
Matreiðslutími