Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec 2023, Qupperneq 27

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec 2023, Qupperneq 27
27 Í fyrra var stofnaður prjóna- klúbbur Lungnasamtakanna og hittast félagar kl. 16:15 í SÍBS húsinu, Borgartúni 28b síðasta fimmtudag í mánuði. Að sögn Gunnhildar Hlöðversdóttur, varaformanns og stofnanda klúbbsins, eru inngönguskilyrði ekki ýkja ströng. Hún segir að þetta sé ekki handavinnuklúbbur í eiginlegri merkingu, þar sem fólk þurfi endilega að koma með prjóna, enda séu þeir gjarnan í töskunni hjá sumum allan tímann. Reglulega mæta um tíu manns til þess að njóta samverunnar. “Við tölum og hlæjum, drekkum kaffi, tölum meira og hlæjum,“ segir Gunnhildur og hvetur félagsmenn til að mæta á þessa stórskemmtilegu fundi.„ Hver veit nema ein- hverjar hlýjar og skjólgóðar flíkur verði til,“ segir hún að lokum. Prjónaklúbbur Lungnasamtakanna vestræn læknavísindi styðjast kannski við einhver lyf sem búið er að vera með og prófa í tíu ár, þá er lítið vitað um hvað þau eigi eftir að virka lengi og hvaða aukaáhrif þau eigi eftir að hafa. Það vantar í vestrænu læknavísindin að taka inn þessi grundvallaratriði í líkamsstarfseminni okkar. Okkur finnst alveg sjálfsagt að spá í muninn á því hvort við setjum dísel eða bensín á bílinn. En svo er eins og það skipti engu máli hvað þú ert að setja ofan í líkamann á þér sem er náttúrulega mun flóknara fyrirbæri heldur en bíll.“ Stórkostlega lógísk vísindi Í lokin segir Heiða Björk að sér líði stundum eins og ayurveda lífsvísindin séu barnið sitt. „Ég er svo stolt af þessum fræðum,“ segir hún og ljómar öll. Mér finnst svo merkilegt hvað þetta virkar vel og það er ég heldur betur búin að sannreyna. Þetta eru stórkostlega lógísk vísindi sem ganga út á að halda jafnvægi í vata-pitta og kapha lífsorkunum þremur og tryggja öflugan Agni sem er meltingar-efnaskiptaeldurinn. Ég er líka búin að vinna við ráðgjöf, fólk kemur til mín með alls konar heilsufarsvandamál og ég leiðbeini því með mataræði, jurtir og æfingar og fólki líður oftast miklu betur. Ýmislegt lagast eins og verkir, svefn og meltingarvandamál og annað sem fólk er búið að vera að glíma við árum saman. Bara það að taka meltinguna í gegn nægir oft, því að hún er eiginlega grunnurinn, ofninn sem kyndir allt. Svo lagast fólk, ég er alltaf að sjá þetta og það er svo ánægjulegt. Helstu hindrunina telur Heiða Björk hins vegar felast í því að fólk þarf að sinna þessu sjálft og annað hvort treystir sér ekki til þess, eða nennir hreinlega ekki að breyta þessum þáttum hjá sér. Það er náttúrulega miklu auðveldara að taka bara inn einhverja pillu. Vandinn er bara sá að þá er aðeins verið að vinna með einkennin en ekki rót vandans og eigum við að ræða eitthvað um aukaverkanirnar sem því fylgja?“ „Skrifstofan mín í Panchakarma meðferðinni. Skrifaði bókina þarna“.

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.