Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec. 2023, Side 29
29
Ársskýrsla Vísindasjóðs
2022
Tilkynning frá Félagi íslenskra lungnalækna
í tengslum við notkun á rafrettum:
Aðalfundur Félags íslenskra lungnalækna vill vekja athygli á alvarlegum lungnasjúkdómum
sem hafa greinst nýlega hjá notendum rafrettna.
Í ljósi þessara upplýsinga leggur félagið til að sala á rafrettum verði stöðvuð
þar til að nánari upplýsingar liggja fyrir um skaðsemi þeirra.
❦
Starf Vísindasjóðs Lungnasamtakanna árið 2022
Vísindasjóður Lungnasamtakanna var endurreistur á haustmánuðum 2022. Markmið sjóðsins og
skipulagsskrá sjóðsins voru endurskoðuð. Megintilgangur sjóðsins er samkvæmt skipulagsskrá
að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum lungnasjúkdóma, forvörnum, meðferð og
lífsgæðum sjúklinga. Lungnasamtökin eru aðalstyrktaraðilar enn sem komið er, en unnið er að því
að afla fleiri styrktaraðila.
Stjórnin fundaði tvisvar sinnum í október og nóvember. Á milli funda voru tölvupóstsamskipti.
Meginvinnan lá í að ákvarða úthlutunarreglur, eyðublað fyrir styrkumsóknir, vefsvæði og utanumhald
á umsóknum, ásamt því að útbúa auglýsingu og ákvarða hvernig og hvar styrkumsóknir verða
auglýstar. Einnig var útbúinn listi yfir tölvupóstföng aðila sem starfa í heilbrigðisþjónustu lungnaveiks
fólks og þeirra sem leiðbeina og stýra rannsóknum á sviðinu svo auglýsa megi sjóðinn sem víðast.
Stjórn sjóðsins er skipuð til þriggja ára í senn. Í stjórn sitja:
Helga Jónsdóttir, formaður
Ólafur Baldursson
Þorbjörg Sóley Ingadóttir
Jónína Sigurgeirsdóttir,
Ingibjörg Bjarnadóttir
Birna Aubertsdóttir
Andrjes Guðmundsson
Reykjavík 26. maí 2023
Helga Jónsdóttir