Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 5

Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 5
FERÐIR 5 meira um dvöl Þórunnar við Laugafell. Engar aðrar heimildir eru tiltækar um þann atburð. Þetta er sá tími í sögu landsins, sem minnstar heimildir eru til um. Það er hægt að ganga út frá því sem vísu, að þetta hafi gerst í seinni plágunni. I fyrri plágunni vissi fólk lítið um hvað beið þess og hafði þar að leiðandi ekki fyrirhyggju á að forða sér áður en plágan skall yfir. Þegar seinni plágan kom til landsins, um það bil 90 árum síðar, varð fólk skelfingu lostið og vildi gjarnan forða sér, væri þess nokkur kostur, en það var ekki til margra öruggra staða að flýja. Þórunn virðist hafa haft góðar spurnir af Laugafelli og undirbúið brottför sína frá Möðruvöllum í tíma. Sennilega hefur hún byrjað á því að senda menn suður að Laugafelli til að byggja yfir fólkið, áður en hún sjálf lagði af stað þangað suður með meira af fólki og eitthvað af búsmala, trúlega hefur það fyrst og fremst verið kindur og hestar, en þar gætu geitur einnig hafa verið með í för. Samkvæmt munnmælum hafði Þórunn nokkuð af fólki með sér. Hún hefur orðið að hafa smala til að gæta fjárins, vinnukonur til búverka og karlmenn til frekari bygginga og sendiferða. Hún sendi öðru hvoru einn mann í einu til byggða til að frétta af plágunni en hún bannaði þeim öllum að koma til baka, nema henni væri aflétt. Fyrsti maður sem hún sendi heim, kom ekki til baka. Trúlega hefur þann næsta ekki langað til byggða og verða plágunni að bráð, því hann kom samdægurs til baka og sagðist sjá pláguna. Hún lægi eins og móða yfir allri byggð- inni og næði upp í miðjar hlíðar. Fleiri sendimenn komu til baka með sömu fréttir. Hve marga menn Þórunn sendi á þann hátt, er ekki vitað. Það er heldur ekki vitað hvað þeir raunverulega sáu af dalbrúninni. Kannske var það aðeins dalalæða, eða skálduðu þeir þetta bara sjálfir? Það verður aldrei vitað en sjálfum mér finnst það sennilegasta skýringin. Hvort sem Þórunn hefur trúað sögu þeirra eða ekki, lét hún það gott heita. Hún virðist hafa unað sér vel á fjöllunum og ekki séð ástæðu til að hraða sér um of til byggða. Að lokum kom einn maður til baka með þá frétt að plágunni væri aflétt

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.