Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Side 41

Ferðir - 01.05.1988, Side 41
F E RÐ I R 41 Ársskýrsla Drekanefndar 1987 Ferðafélag Akureyrar keypti 2 vegavinnuskúra af Vegagerð ríkisins, sem ætlaðir voru fyrir gæslumenn í skálunum Dreka og Laugafelli. Farið var með Drekaskúrinn austur, um leið og farið var til að gera undirstöður fyrir Strýtu í Lindunum, og hann skilinn þar eftir, því það var ekki fært upp í Dreka. Um hvítasunnuna var síðan farið með Strýtu austur í Fferðubreiðar- lindir, sem gekk vonum framar. í þeirri ferð var farið upp í Dreka til að gera klárt fyrir opnun á skálanum. Þeir sem fóru í Dreka voru: Gunnar Jónsson, bílstjóri, Björg Kristjánsdóttir, Frímann Guðmundsson, Sigurður Ólafs- son og Magnús V. Tryggvason. Var allt gert hreint og sett var utan um dýnur. Kannað var hvað vantaði í skálann. Stuttu seinna fékkst leyfi til að skipta um dýnur í skálanum og voru settar svampdýnur í stað ullardýna, var það mikill munur. Ekki vannst tími til að fara með vegavinnuskúrinn úr Lindunum í þessari ferð upp í Dreka. Aftur síðar var fenginn vörubíll með skúrinn og hann settur niður við Dreka. Þar höldum við að hann hafi reynst vel, annars væntum við að heyra um það, og fleira, frá gæslumönnum, sem voru þar í sumar. Gengu þeir frá skálanum fyrir veturinn, svo það var ekki farin lokunarferð, eins og stóð til. Björg Kristjánsdóttir, Kristján G. Óskarsson, Magnús V. Tryggvason. Ársskýrsla Lambanefndar 1987 Á vélsleðum voru farnar tvær eftirlitsferðir í fyrravetur í Lamba og var haft nokkuð dót meðferðis. Eftir páska fór H.S.S.A. á snjóbíl með kamarefni í flekum inneftir. Laugardaginn 4. júlí fóru Haukur fvarsson, Ólöf Tryggvadóttir, Kári Jóhannesson og Jakob Kárason inneftir í súld og svartaþoku. Var allur

x

Ferðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.