Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 25

Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 25
F E R Ð I R 25 Eins og fyrr er sagt frá, er skáli þessi, Trölli, eins og hann reyndar heitir, í fjalllendinu milli Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjarðar. Eins og þeir geta séð, sem skoða svæði þetta á korti, er það all víðáttumikið. Víða eru talsvert há fjöll, og einna hæst og bröttust vestur og suður af skálanum. Skal nú nánasta umhverfi Trölla og helstu ferðaleiðum lýst nokkuð. Þeir, sem lagt hafa leið sína um Langadal muna, að há fjöll eru austan hans, en sums staðar eru þó skörð í milli einstakra fjallabálka. Má þar nefna Auðólfsstaðaskarð, Strjúgsskarð og Geitaskarð. Austan þessa fjallabálks er mikill dalur, Laxár- dalur fremri, og voru þar allmargir bæir allt fram á þessa öld. Flestir eru þeir nú í eyði, nema þeir allra nyrstu. Er þeim, sem fræðast vilja um byggð þessa og sögu hennar bent á að lesa bókina Fþlk og fjöll eftir Rósberg G. Snædal, sem var fæddur og uppalinn þarna á dalnum. Austan Laxárdals eru hæstu tindar í fjallgarðinum. Ná margir þeirra vel yfir eitt þúsund metra hæð. Ótal gildrög, dalverpi og skorningar ganga inn í fjallgarðinn, og heita þau að sjálfsögðu ýmsum nöfnum, sem of langt mál er að telja hér. Stærsta og dýpsta skarðið heitir Litla-Vatnsskarð. Ef farið er austur úr skarðinu er komið á allvænan dal, sem heitir Víðidalur, oft nefndur í annálum Víðidalur í Staðarfjöllum, en austasti hluti þessa svæðis var a.m.k. fyrr meir oft nefndur Staðarfjöll, kennd við Reynistað í Skagafirði. Mikið af þessu landi var í eigu staðarins, og höfðu klausturhaldarar þar flest ráð í hendi sér. Eru um það margar sagnir, sem ekki verða raktar hér. I Litla-Vatnsskarði austar- lega er dálítið vatn, Móbergsselstjörn, en um vatnið og veiði í því má lesa í þjóðsögum. Þótt Laxárdalur sé grasgefinn og búsældarlegur og mörg ummerki megi sjá þar um búsetu, sýnist nútímamanninum sem Víðidalur sé ekki vel til búsetu fallinn. Bæði er dalurinn afskekktur samkvæmt okkar skiln- ingi, og svo er gróðurfar hans allt með þeim hætti, að ekki er auðséð að þar muni hægt að afla vetrarfóðurs fyrir búpening. Þó mun hér hafa verið fjölbýlt fyrr á öldum. Ögmundur Helgason, cand. mag. hefur manna mest rannsakað sögu dalsins og byggðarinnar, og hefur hann komist að þeirri

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.