Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 10

Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 10
10 FERÐIR Leiðangur við Laugafell haustið 1976. (Ljósm.: Gunnar Jónsson). Ferðafélags Akureyrar, og skal því ekki farið nánar út í það hér. Þegar loksins átti að heita bílfært um Vatnahjalla, fór F.F.A. að huga að heppilegum stað fyrir sæluhús á Miðhá- lendinu. Þá má segja að hin eiginlega saga Laugafells hefjist. Húsinu var valinn staður á þykkri gróðurtorfu milli tveggja laugalækja. Aðalástæðan fyrir þessu staðarvali mun hafa verið möguleikinn á að hita húsið upp með heitu vatni úr öðrum laugalæknum. Það var í sjálfu sér ágætt, að öðru leyti var þetta mjög óheppilegur staður og verður vikið að því síðar. Sæluhúsið var reist sumarið 1948 og hlaut nafnið Laugafell. Það var að vísu ekki fyrsta hús Ferðafélagsins, því það hafði áður reist bragga yst í Arnarstaðatungum meðan verið var að ryðja brekkurnar þar fyrir ofan og uppi á Hafrárdalnum. Skálinn hét Tungufell. Hann kom sér oft vel meðan á vega- gerðinni stóð en grotnaði svo niður, enda var aldrei til hans vandað og ekki búist við að hann stæði lengi. Frásögn af smíði og flutningi sæluhússins má lesa í Ferðum.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.