Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Side 16

Ferðir - 01.05.1988, Side 16
16 F E R Ð I R Sigurðarskáli vígður sumarið 1972. (Ljósm.: Jón Jóhannesson). húrra fyrir. Suddi og þoka. Leiðin uppeftir er því frekar til- breytingarlaus. Einn og einn sandhóll birtist öðru hvoru út úr þokunni en hópurinn skemmtir sér með sögusögnum og söng. Við erum með 15 manna hóp sem ætlar að stoppa uppfrá þangað til á miðvikudag og öll erum við jafn fegin þegar langri bílferð er lokið og Kverkfjöll taka á móti okkur um miðnættið. í skálanum var hópur frá Fl en okkur tókst samt að koma okkur fyrir og sofnuðum fljótlega. Þriðjudagur 13. 08. „Þið eru eruð ekki i neinu sumarleyfi stúlkur minar, ætlið þið að sofa í allan dag?“ Hálfsofandi og úfnar eltum við tryggar þann sómamann frá FÍ sem tók að sér að vekja okkur því nú er komið að fyrstu kennslustundinni í skálavarða- störfum. „Hvernig á nú að hreinsa sigtið í klósettkassanum?“ Sá fróðleikur var tiltölulega auðnuminn og ágætlega til þess fallinn að hrista af okkur svefndrungann. Þegar við svo gengum út af klósettinu áttuðum við okkur á því að ekki hafði veðrið skánað. Rigningarúði og þoka. Ekki höfðu allir verið

x

Ferðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.