Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 3
FERÐIR
BLAÐ FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR
MAÍ 1988 — 47. ÁRGANGUR
ANGANTÝR HJÖRVAR HJÁLMARSSON:
Saga Laugafells
Þótt nú sé aðeins tveggja stunda ferð á góðum bíl frá Akureyri
að Laugafelli, var það áður seinfarnara. Laugafell var hulið
móðu fjarlægðarinnar. Menn vissu að það var óralangt inni á
öræfum og þar streymdi víða heitt vatn úr jörð, þar voru góðir
landkostir einkum meðfram volgu lækjunum. Um þennan
ágæta stað höfðu myndast þjóðsögur, sem m.a. sýndu hversu
kjarngott land þar var.
í Gráskinnu Gísla Konráðssonar er eftirfarandi saga:
Svanhildur sem ána saug
,,Það var eitt sumar að grasafólk fór fram á heiðar, eins og
siður var til, og var með því unglingsstúlka, er Svanhildur hét,
12 eða 13 ára gömul. Svo vildi til, að hún týndist í göngu og
fannst ekki aftur. Villtist hún þangað er Laugafell heitir fram
og austur af Nýjabæjarafrétt, og sést fell þetta af framanverðri
Hofsafrétt í Goðdölum. Svanhildur fann þar dilká eina, er var
svo gæf, að hún gat handleikið hana, og tók hún það ráð, til
þess að stilla hungur sitt, að hún saug ána með dilkinum og
fylgdi henni eftir um sumarið. Jafnframt át hún bláber og