Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 9

Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 9
FERÐIR 9 um gat orðið. Það gátu t.d. orðið snúningar við að elta uppi hross sem strok var í. Að minnsta kosti einu sinni veit ég til þess að hópur fólks villtist í þoku og var að hringsóla um auðnirnar þangða til það kom vestur að Jökulsá og áttaði sig þar, þegar komið var langt fram á nótt. Þáttur Ferðafélags Akureyrar í sögu Laugafells Eftir að Ferðafélag Akureyrar var stofnað (1936) fór það brátt að skipuleggja fjallgöngur og fjallaferðir. I lengri öræfaferðir urðu menn þá að grípa til þarfasta þjónsins, en þá voru hestar ekki í hvers manns eigu, svo margir sannir náttúruunnendur gátu ekki farið með í þær ferðir. Til að bæta úr þessu fór F.F.A. brátt að hugsa til þess að ryðja vegi upp á hálendið og einnig að laga ógreiðfæra kafla á hálendinu. Þorsteinn Þor- steinsson var ráðinn framkvæmdastjóri félagsins og hann varð þá frumkvöðullinn í þessum málum. Hann átti góða hesta og var ötull ferðamaður. Hann rannsakaði flesta dali innan til í Eyjafirði og komst að þeirri niðurstöðu, að vænlegast væri að reyna að gera gamla Vatnahjallaveginn bílfæran. Auðvitað var Þorsteinn aldrei einn í þessum ferðum sínum, því menn voru alltaf fúsir til að ferðast með honum um óbyggðir. Það var engan veginn árennilegt að ryðja veg upp á Vatnahjalla með handaflinu einu saman, en þó hefur það eflaust verið helsti kosturinn. Maður getur ekki annað en undrast það áræði sem þurfti til að hefja það verk. Brekkurnar sunnan við Hafrárgilið eru afar brattar, Hafrárdalurinn fremur linur undir bílhjólum og Tungnafjall og leiðin með- fram Urðarvötnum geysilega stórgrýtt. Mörgum leist illa á þessa framkvæmd, en Þorsteinn hlustaði ekki á neinar úrtölur og hóf verkið með sínum alkunna dugnaði og aðstoð nokkurra atorkusamra áhugamanna. Þessum þætti í starfsemi F.F.A. hefur verið lýst í Ferðum, riti

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.