Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Page 27

Ferðir - 01.05.1988, Page 27
FERÐIR 27 Trölli í Tröllabotnum og umhverfi hans. Eftir Víðidal rennur samnefnd á. Nyrst lokast Víðidalur af fyrirferðarmiklu en fremur lágu felli er heitir Hryggjafjall (563 m y.s.). Sveigir dalurinn þar til austurs, og heitir Stakk- fell sunnan dalsmynnisins (703 m y.s). Heitir þar síðan Hryggjadalur, niður í Gönguskörð. Suður úr honum ganga ganga svo Ranghali og Miðdalur. Skammt þar frá sem Víðidalsá sveigir til austurs eru tóftir Gvendarstaða, norðan ár, sunnan undir Hryggjafjalli. Lítið eitt vestar er skarð nokkurt og kemur þar árspræna í Víðidalsá er Þverá heitir. Um skarð þetta er oft farið norður á dal þann er Skálarhnjúksdalur heitir. Tengist hann til norðurs Laxár- dal ytri, sem nær allt til sjávar þar sem heitir Sævarlandsvík, norðan Tindastóls. Eftir Laxárdal ytri rennur Laxá. Segja má aðalupptök hennar séu í svonefndum Tröllabotnum, sem eru eitt þeirra dalverpa sem skerast inn í fjallabálkinn austan Laxárdals fremri að austan. Á móti Tröllabotnum að vestan er álíka dalverpi sem heitir Vesturárdalur, og milli þeirra er Vesturárskarð, en um það eru dæmi að menn hafi komist að vetri til, en ekki er það hent lofthræddum. Af Tröllabotnum rennur Tröllá niður á Trölleyrar, í sunnanverðum Skálar-

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.