Ferðir - 01.05.1988, Qupperneq 35
Ársskýrsla stjórnar
Ferðafélags Akureyrar 1987
Starfið á s.l. ári var með líku móti og undanfarin ár, en allmiklar fram-
kvæmdir. Stjórnin hélt mánaðarlega fundi, að venju. Nefndir voru mislíf-
legar, mest bar á ferðanefnd sem skilaði góðu starfi, undir forustu Karls
Bragasonar. Mjög mikilsvert er, að ferðanefnd sé vel skipuð, því hún sér um
aðalmarkmið félagsins. Ferðakynning í vor tókst vel og var vel sótt, svo var
einnig um fjölskyldukvöldið i haust. \
Sviðamessan var að þessu sinni í bæ_num, og var að Galtalæk, og var
fjölmenn. Framkvæmdir á árinu voru við Strýtu, en eftir mikið strit, við
lagfæringar utan sem innan (klædd innan með panel, ný miðstöð olíu-
kynt, ný eldhúsinnrétting, skipt um járn á þaki og hlið, lakkað allt innan
og málað utan), var hún flutt inn í Lindir um hvítasunnuna og sett þar
niður, en helgina áður var tekinn grunnur þar innra. Við þetta unnu fjöldi
manna, en hitann og þungann af þessu öllu báru þeir Magnús Tryggvason
smiður, Kristján Júlíusson bifreiðarstjóri, og svo Páll Jónsson reddari: án
þeirra hefði þetta allt ekki tekist. 1 Laugafelli var sundlaugin endurbyggð,
en hún hafði skemmst veturinn áður, um þetta sá Angantýr Hjálmarsson,
ásamt góðum mönnum sem hann fékk með sér. Tvo skála keypti félagið af
starfsmannafélagi Vegagerðarinnar, og var annar settur niður við Dreka
fyrir gæslumann, en hinn bíður á lóð Vegagerðarinnar eftir verkefni.
Innan stjórnar hefur verið rætt um, hvort ráðin skuli gæslumaður næsta
sumar í Laugafell, í 2-2Vá mánuð og væri þá hægt að nota skálann fyrir
hann. Þrir verðir voru i Lindunum s.l. sumar, og skiptust þeir á að vera við
gæslu inn í Dreka, viku í senn, er í ráði að næsta sumar verði þeir jafnvel
fjórir, en Náttúruverndarráð ætlar að bæta Hvannalindum inn á þetta
gæslusvæði (Grafarlönd, Herðubreiðarlindir, öskju). Verðirnir í Lindun-
um fluttu í Strýtu s.l. vor og er mjög rúmgott um þá nú, enda ekkert kvartað
í þeim efnum. Á vori komanda þarf að gera lagfæringar á Þorsteinsskála, og
i tillögu sem Herbert Jónsson var beðinn að gera, er gert ráð fyrir að stækka
forstofuna inn í skálavarðaherbergið, loka uppgöngu úr borðstofu, og láta
ganga uppá loftið úr forstofu, lagfæra innréttingar í eldhúsi og skipta um
eldavél, en hana er búið að kaupa (oliukynt sólóvél).
Ferðafélag Islands var 60 ára 27. nóv. s.l. og mættu formaður og gjaldkeri
í fagnað þann dag, kaffisamsæti og kvöldvöku tileinkaða Sigurði heitnum
Þórarinssyni jarðfræðingi, og var kvöldvakan aldeilis frábær. Daginn eftir