Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 16

Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 16
16 F E R Ð I R Sigurðarskáli vígður sumarið 1972. (Ljósm.: Jón Jóhannesson). húrra fyrir. Suddi og þoka. Leiðin uppeftir er því frekar til- breytingarlaus. Einn og einn sandhóll birtist öðru hvoru út úr þokunni en hópurinn skemmtir sér með sögusögnum og söng. Við erum með 15 manna hóp sem ætlar að stoppa uppfrá þangað til á miðvikudag og öll erum við jafn fegin þegar langri bílferð er lokið og Kverkfjöll taka á móti okkur um miðnættið. í skálanum var hópur frá Fl en okkur tókst samt að koma okkur fyrir og sofnuðum fljótlega. Þriðjudagur 13. 08. „Þið eru eruð ekki i neinu sumarleyfi stúlkur minar, ætlið þið að sofa í allan dag?“ Hálfsofandi og úfnar eltum við tryggar þann sómamann frá FÍ sem tók að sér að vekja okkur því nú er komið að fyrstu kennslustundinni í skálavarða- störfum. „Hvernig á nú að hreinsa sigtið í klósettkassanum?“ Sá fróðleikur var tiltölulega auðnuminn og ágætlega til þess fallinn að hrista af okkur svefndrungann. Þegar við svo gengum út af klósettinu áttuðum við okkur á því að ekki hafði veðrið skánað. Rigningarúði og þoka. Ekki höfðu allir verið

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.