Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 10
10 | | 5. júlí 2023 Samkvæmt niðurstöðu prófa sem lögð voru fyrir 498 nemendur úr 20 skólum víðs vegar um landið teljast 83% barna í öðru bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja læs samkvæmt nýju mælitæki en 52% barna úr þátttökuskólum víðsvegar um landið. Niðurstaðan er að 98% barnanna í fyrsta bekk geta nú lesið orð sem er mjög góður grunnur. Eitt af markmiðum verkefnisins er að 80% nemenda teljist læsir við lok annars bekkjar og það náðist. Til þess að meta það komu lestrar- fræðingar, kennarar og fleiri að gerð prófs sem nefnist LÆS sem felst í lestri á aldurssvarandi texta og því að geta svarað spurningum honum tengdum. LÆS kom vel út úr áreiðanleikamati en það var lagt fyrir rúmlega 498 nemendum víðsvegar um landið í þeim til- gangi að leggja mat á prófið sjálft. Við erum stolt af Kveikjum neistann þar sem markmiðið er að efla læsi, áhuga og grósku- hugarfar, hreyfifærni og vera með markvissa þjálfun og eftirfylgni. Er óhætt að segja að árangur af þessum tveimur árum sé virkilega góður og fram úr okkar björtustu vonum. Markmiðið var að 80 til 85% nemenda yrðu læs við lok annars bekkjar og það markmið náðist. Við erum vikilega stolt af nemendum, kennurum og foreldrum sem hafa tekið þátt í innleiðingunni síðustu tvö ár. Kennararnir sem koma að verk- efninu, umsjónakennarar í öðrum bekk, sem hafa verið í þessu verkefni í tvö ár og svo umsjóna- kennarar í fyrsta bekk, skipa stóran sess í þessari vegferð. Hafa leitt verkefnið áfram með mikilli fagmennsku. Mannauður býr til góðan skóla GRV býr að góðu starfsfólki en það er mannauðurinn sem býr til góðan skóla. Það eru leik- og grunnskólakennararnir sem leggja sig fram alla daga í að ná til nemenda, vekja áhuga þeirra, bæta þekkingu, efla sjálfstraust og og undirbúa þá fyrir næstu skref í lífinu. Við erum með skólaliða og húsverði sem eru alla daga á göngunum, alltaf tilbúnir til að hugga, sjá til þess að nemendur og starfsmenn gangi um í hreinum skóla og taka á móti þeim í mat- salnum á hverjum degi. Stuðningsfulltrúar sem sinna oft mest krefjandi verkefnum í skól- anum, fylgja einstaklingum sem eiga oft erfiðast í skólakerfinu en mæta þessum nemendum á hverj- um degi með bros á vör. Starfs- fólkið á frístund sem tekur við nemendum í lok skóladagsins og halda uppi skemmtilegri dagskrá eftir langan dag en alltaf er tekið á móti þeim með gleði og hlýju. Ekki má gleyma riturum, sem hafa verið kallaðar hjarta skólans, því þangað má alltaf leita og fá lausnir við öllum vandamálum. Foreldrar þekkja það vel hve mikil verðmæti felast í góðum starfsmanni sem tekur eftir barni þeirra, þykir vænt um það og leggur sig fram um að því líði vel. Það eru forréttindi fyrir okkur í GRV að fá að axla þessa ábyrgð því um leið fáum við mikil tæki- færi til að hafa veruleg áhrif á líf fjölda einstaklinga til góðs. Anna Rós Hallgrímsdóttir Skólastjóri. Anna Rós skólastjóri GRV Skóli nýjunga: Kveikjum neista fyrir framtíðina Stór hluti 10. bekkinga GRV tók þátt í íþróttaakademíu ÍBV.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.