Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 40
40 | | 5. júlí 2023
Ég var spurð að því um daginn
hvernig mér fyndust Vestmanna-
eyingar. Merkileg spurning og
skemmtileg. Og gefur kannski
strax til kynna að Vestmanna-
eyingar séu eitthvað öðruvísi en
annað fólk. Mín fyrstu viðbrögð
voru að segja að ég upplifði
Vestmannaeyjar einmitt bara eins
og litla útgáfu af Íslandi, ég þekki
nákvæmlega sömu týpurnar á
Heimaey og Norðurey.
En svo fór ég að hugsa þetta
betur. Því ég vissi eiginlega alveg
hvað viðkomandi meinti. Ég verð
bara stundum hörundsár þegar
fólk gefur þetta í skyn því mér
finnst það vera gert af vanþekk-
ingu og misskilningi. Að það sé
eitthvað neikvætt við Vestmanna-
eyinga. Þeir séu eitthvað skrítnari
en annars gengur og gerist hjá
landsmönnum. Svo er ekki.
Samt er ég alveg sammála því
að það sé eitthvað öðruvísi við
Eyjamenn. En hvað er það? Hvað
verður t.d. til þess að 4.500 manna
bæjarfélag á lið í efstu deildum
karla og kvenna í handbolta og
fótbolta? Handboltaliðin spiluðu
bæði til úrslita í vor, skiluðu
þremur titlum og það þarf sko
marga í fótboltalið. Margrét Lára
og Ásgeir Sigurvins, landsliðs-
þjálfararnir Heimir Hallgríms og
Addi P. og jú Íslandsmethafinn í
maraþoni, Hlynur Andrésson, er
líka Eyjamaður. Ein af stærstu
krakkamótum sumarsins eru
haldin ár hvert í Vestmannaeyj-
um og fólk streymir til Eyja í
Puffin-run og á golfvöllinn sem er
einhver sá flottasti í heimi.
Allt gert með bros á vör
Og þetta er bara hluti af íþróttalíf-
inu. Bestu veitingastaðir lands-
ins eru líka í Vestmannaeyjum,
spennandi verslanir og lista- og
menningarlífið er fjölskrúðugt.
Eyjamenn halda stærstu útihátíð
landsins og goslokahátíðin vex
hratt. Það er eitthvað í gangi
nánast hverja helgi yfir margra
mánaða tímabil hjá bæjarfélagi
sem er jafnstórt og Seltjarnarnes
og Skagafjörður. Og ég hef aldrei
hitt neinn sem fannst leiðinlegt að
fara til Vestmannaeyja og heillað-
ist ekki af stórbrotinni náttúrufeg-
urðinni.
Það er heldur ekkert mál að vera
með stórar sjónvarpsútsendingar
frá Eyjum því það eru allir til í að
hjálpa og redda öllu. Það reddast
alltaf allt í Vestmannaeyjum.
Hvort sem það er að græja mat
fyrir allt starfsliðið, skutlast á sjó
eða lána aðstöðu. Hvenær sem er
sólahringsins. Ekkert mál, alveg
sjálfsagt og allt gert með bros á
vör. Handboltamaðurinn Rúnar
Kárason sagði nýlega í viðtali að
hann hafi enn verið staddur á Sel-
fossi þegar fyrstu Eyjamennirnir
voru farnir að bjóða hann velkom-
inn og búslóðin var komin inn á
nýtt heimili áður en hann náði að
snúa sér við.
Ekki alveg venjulegir
Maður skyldi kannski ætla að
svona fólk byggi við einhvers
konar fullkomnun, toppaðstæður í
einhverjum skilningi, annars væri
það ekki svona úr garði gert eða
hvað? Eftir því sem ég hugsa þetta
betur verð ég einmitt sannfærðari
um að Eyjamenn séu svona eins
og þeir eru vegna ögrandi að-
stæðnanna sem þeir eru vanir að
búa við. Nándin og baráttan við
hafið, stopular og óáreiðanlegar
samgöngur og hráslagalegir og
dimmir vetur. Það er ekkert víst
að þú komist í þá læknisþjónustu
sem þú þarft, hvort blöðin komi á
morgun eða hægt verði að halda
tónleikana sem hafa verið í undir-
búningi. Mörg hundruð manns
afbóka sig á veitingastað eina
helgina í maí vegna sjófæris og
kokkurinn nýtir hráefnið í matar-
bakka sem eyjaskeggjar sameinast
um að kaupa.
Þessi hugsunarháttur og viðhorf
til lífsins kristallast í því sem þessi
grein átti að snúast um; gosinu.
Ég er nokkuð viss um að engum
öðrum en Vestmannaeyingum
hefði tekist að „redda“ því. Þeir
eru nefnilega ekki alveg venjuleg-
ir. Ég sé afa Magnús bæjarstjóra
fyrir mér segja: „Komið bara
aftur! Hér er allt að verða fínt!“.
Meira að segja lundinn kom og
hreinsaði holurnar sínar. Hálfri
öld síðar nefna handboltamennirn-
ir sem ekki voru orðnir fjarlæg
hugmynd gosið sem ástæðu
samstöðu og sérstöðu ÍBV.
Vestmannaeyingar eru harðari af
sér en annað fólk og það misskilst
kannski stundum en gefur þeim
og öllum hinum meira. Til
hamingju með uppbygginguna,
goslokaafmælið og að vera svona
eins og þið eruð. Takk fyrir mig.
Þið eruð einstök!
Edda Sif dagkrárgerðarkona og Eyjakona:
Það reddast allt í Vestmannaeyjum
Edda Sif og fjölskylda, Vilhjálmur Siggeirsson og sonurinn Magnús Berg Vilhjálmsson með Herjólfsdal í bakgrunni.