Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 23
5. júlí 2023 | | 23
Heimir Hallgrímsson, tann-
læknir og knattspyrnuþjálfari
fer ekki troðnar slóðir þegar
kemur að löndum til að þjálfa
í. Eftir farsælan, svo vægt sé
til orða sem þjálfari í íslenska
karlalandsliðsins þjálfaði
hann Al-Arabi í Katar árin
2019 til 2021. Þá tekur við
hlé frá þjálfun þar til síðasta
vetur að hann tók við lands-
liði Jamaíka. Suðræn paradís
í Karabíska sem hefur helst
getið sér gott orð fyrir frábært
íþróttafólk og tónlistina hans
Bob Marley. Minna hefur
farið fyrir afrekum þeirra á
knattspyrnuvellinum en nú er
Heimir tekinn við taumunum
og stefnir hátt.
Er kannski ekki í ólíkri stöðu og
þegar hann og Lars Lagerbäck
tóku við íslenska landsliðinu
árið 2011. Stefnan var sett á að
komast á stórmót og það tókst
með eftirminnilegum hætti þegar
Ísland komst í átta liða úrslit á
EM í Frakklandi 2016 og HM í
Rússlandi tveimur árum seinna.
Og enn og aftur er stefnan sett
á stórmót. Eiginkonan, Íris Sæ-
mundsdóttir, fyrrum landsliðskona
og þjálfari í knattspyrnu starfar
með yngri landsliðum kvenna
á Jamaíka þannig að þau hafa í
mörg horn að líta.
Bæði eru þau Eyjafólk og tóku
út sinn þroska sem leikmenn og
þjálfarar hjá ÍBV og skarta bik-
armeistaratitli kvenna í fótbolta,
hún sem fyrirliði ÍBV og hann
þjálfari. Seinna náði Heimir mjög
góðum árangri með karlalið Eyja-
manna og nú er það Jamaíka.
Stuttur aðdragandi
„Aðdragandinn var ekki langur.
Þetta þurfti að gerast hratt því
þeir áttu leik við Argentínu í lok
september 2022 og ég skrifaði
undir tíu dögum fyrir leik. Það var
sérstök staða að hafa ekki meiri
tíma til að kynnast heilu landsliði.
Hvað þá ef þú ert að fara spila
við Argentínu. Það var kannski
ekki auðveldasti eða uppáhalds-
mótherjinn sem maður gat valið
sér. Já, fyrirvarinn var stuttur en
við ákváðum að slá til,“ segir
Heimir.
Hann vissi lítið um fótboltann á
Jamaíka en þau voru þó ekki al-
veg ókunnug landinu. „Við fórum
þangað í frí fyrir 25 árum síðan
og það fyndna er að við búum
á nákvæmlega sama stað og þá.
Þannig að við
þekktum eyjuna,
veðrið aðeins en
vissum ekkert
um fótboltann.
Þeir eiga mikið
af mjög góðum
leikmönnum
og í dag eru
sex sem spila í
Ensku úrvals-
deildinni. M.a.
Leon Baily hjá
AstonVilla,
Michael Anton-
io hjá West Ham
og Bobby Reid
hjá Fulham. Mjög góðir leikmenn
en það hefur ekki skilað sér upp
í landsliðið. Það er því verkefnið
að búa til gott lið og það er alveg
raunhæft markmið.“
Heimir segir að þeim hafi
verið mjög vel tekið. „Við getum
ekki kvartað en þetta er lítið
knattspyrnusamband sem hefur
ekki úr miklum fjármunum að
spila. Þannig að eðlilega gengur
ekki allt upp. En móttökurnar
voru góðar og allir mjög almenni-
legir við okkur. Knattspyrnusam-
bandið hefur mætt mótlæti en nú
finnur fólk fyrir meðbyr. Okkur
hefur gengið ágætlega og margt
spennandi framundan,“ segir
Heimir og eru það orð að sönnu.
Stefnan sett á HM 2026
„Í sumar eru leikir í Mið-
og Norður Ameríku sem
CONGACAF, Knattspyrnusam-
band Suður- Mið- og Norður
Ameríku og þjóða
í Karabískahaf-
inu stendur fyrir.
Þeir eru með sína
meistaradeild,
Gold Cup sem er
haldin annað hvert
ár. Heimsmeist-
arakeppnin 2026
verður í Mexíkó,
Bandaríkjunum og
Kanada og verður
Suður Ameríku-
keppnin haldin í
Bandaríkjunum á
næsta ári sem er
stærsta álfukeppn-
in utan Evrópu.
Hún verður stækkuð þannig að
hún verði í líkingu við HM og er
liður undirbúningi fyrir Banda-
ríkjamenn. Þar verða sex bestu
þjóðirnar í CONGACAF. Við
eigum möguleika á að fara á Gold
Heimir og Íris leita uppi ævintýrin og ólíka menningarheima:
Hollt og þroskandi að stíga reglulega
út fyrir þægindarammann
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrett ir. is
Íris og Heimir kunna vel við sig á Jamaíka og þeim hefur verið vel tekið.
” Við fórum þangað í frí fyrir 25
árum síðan og það fyndna er að
við búum á nákvæmlega sama
stað og þá. Þannig að við þekktum
eyjuna, veðrið aðeins en vissum
ekkert um fótboltann.