Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 4
4 | | 5. júlí 2023
Sveitarfélög í landinu standa
frammi fyrir miklum áskorun-
um í rekstri með sama hætti og
heimilin. Engu að síður mikilvægt
að hafa í huga að það er margt
jákvætt að gerast, og það á svo
sannarlega við um Vestmanna-
eyjar. Undanfarin ár hefur verið
mikil uppbygging í Eyjum og
hefur okkur fjölgað jafnt og þétt
og þegar þetta er skrifað eru
Vestmannaeyingar orðir 4568 og
hafa ekki verið fleiri síðan um
aldamótin 2000. Þetta er afar
jákvætt.
Mannauður og samheldni
Það er nauðsynlegt fyrir samfé-
lög eins og okkar að eiga mikinn
mannauð á staðnum. Við búum á
eyju og þurfum, og viljum vera
sjálfum okkur nóg með flesta
hluti. Það sýnir sig nú, sem og
áður fyrr, að sannarlega eigum við
mikinn mannauð sem kemur fram
í öllum þeim verkefnunum sem
hér eru í gangi eða í farvatninu.
Kraftur og einstaklingsframtak
er áberandi og sveitarfélagið
reynir að fylgja eftir af bestu getu
og margt hefur gengið afar vel.
En við eigum líka annað sem
gerir okkur að Eyjamönnum.
Það er samstaðan, samheldnin og
samtakamátturinn sem er í mínum
huga einstakur. Gosið og allt það
sem Vestmanneyingar gengu í
gegnum í tengslum við það og
önnur þau áföll sem við höfum
þurft að takast á við sem samfé-
lag í fortíð og nútíð hefur mótað
okkur og gert okkar að því sem
við erum. Eyjastoltið er líka alltaf
til staðar og kom m.a. glögglega í
ljós nú í vor þegar handboltaliðin
okkar náðu glæsilegum árangri.
Það er okkur öllum mikilvægt að
tilheyra.
Atvinnutækifærum fjölgar
Uppbyggingin í ferðaþjónustu,
og metnaðarfull framtíðarsýn
þar, landeldi á laxi og starfsemi
tengd því, aukin uppbygging og
nýsköpun í fiskvinnslu og ný
verkefni þar lofa öll góðu og gefa
til kynna trú á framtíðina hér í
Vestmannaeyjum. Þessi mikla
uppbygging er merki um dugnað
og skýra sýn á framtíð Eyjanna.
Uppbygging seiðaeldisstöðvar og
fyrsti hluta laxeldis í Viðlagafjöru
er komin vel af stað. Framkvæmd-
in í Viðlagafjöru, fyrsti hlutinn, er
af þeirri stærðargráðu að um er að
ræða stærsta einstakra fram-
kvæmdarleyfi sem bærinn hefur
gefið út.
Uppbygging íbúðarhúsnæðis
þarf að fylgja
Í Vestmannaeyjum hefur verið
mikil uppbygging undanfarin ár.
Horft hefur verið til þess að nýta
lausar lóðir í þegar skipulögðum
hverfum og hefur eftirspurnin
verið mikil eftir lóðum. Upp-
bygging í austurbænum og á Ás-
hamarsreitnum eru góð dæmi um
þessa fjölgun lóða í skipulögðum
og byggðum hverfum. Þegar
uppbygging er í gangi í samfé-
laginu eins og nú er hér í Eyjum
er nauðsynlegt að í boði séu
fjölbreyttar lóðir svo að frekari
uppbyggingu verði ekki hamlað. Í
dag eru mjög fáar lausar lóðir og
við því er verið að bregðast.
Bæjarstjórn hefur valið að-
ila til þess að vinna að nýju
deiliskipulagi í Löngulág.
Var óskað eftir tillögum að
skipulaginu og voru fimm aðilar
sem unnu sýnar hugmyndir áfram.
Úr þeim hópi var valinn einn aðili
til að vinna skipulag fyrir svæðið.
Tillaga um val á hugmynd að
skipulagi kom til bæjarstjórnar frá
vinnuhópi og eftir kynningu sam-
þykkti bæjarstjórn á fundi sínum
22. júní sl. tillögu hópsins um að
Trípólí arkitektastofa myndi vinna
að þessu nýja hverfi.
Verkefnið er gríðarlega spennandi
enda um nýtt heildstætt hverfi
að ræða með blandaðri byggð.
Framundan er mikil og vanda-
söm vinna hjá sveitarfélaginu,
enda hefur aldrei fyrr verið
farið í svo veigamikið verkefni í
deiliskipulagsvinnu fyrir íbúða-
byggð með þessum hætti og því
mikilvægt að vanda til verks svo
að vel takist til.
Innviðir til framtíðar
Uppbygging innviða er nauðsyn-
leg svo að hægt sé að tryggja
þjónustu og áframhaldandi vöxt
samfélagsins. Vestmannaeyjabær
vinnur að því í gegnum félagið
Eygló að ljósleiðaravæða bæinn
sem er hluti af nauðsynlegum
innviðum í nútímasamfélagi og er
t.d. hluti af því að gera bæinn að-
laðandi búsetukost fyrir fólk sem
getur stundað fjarvinnu af ýmsu
tagi. Þrýst er á aðkomu ríkisins að
nýrri vatnsleiðslu sem er nauðsyn-
leg almannavarnaraðgerð. Lands-
net hefur hafið undirbúning að
lagningu tveggja nýrra rafstrengja
til Eyja til að tryggja flutning
raforku til fyrirtækja og heimila.
Samgöngurnar eru alltaf uppi á
borðinu í samskiptum við ríkið og
þarf að stíga stór skerf þar og er
fullnaðarrannsókn á fýsileika jarð-
ganga þar efst á blaði svo móta
megi heilsteypta framtíðarsýn í
þessum efnum. Heilbrigðisþjón-
ustan er okkur öllum mikilvæg og
skiptir máli að ríki jafni aðgengi
að þeirri þjónustu.
Menntun skiptir okkur öll máli
Vestmannaeyjabær er í fremstu
röð er varðar áherslur og aðgerðir
í menntamálum. Öflugt starfsfólk
og skapandi umhverfi skiptir þar
miklu máli. Þróunarsjóður leik-og
grunnskóla dafnar og er Tónlist-
arskólinn að koma inn í sjóðinn á
næsta ári. Snemmtæk íhlutun með
áherslu á málþroska barna í leik-
skólanum, í samstarfi við Mennta-
málastofnun, er frábært verkefni
sem verið var að ljúka innleiðingu
á hér í Eyjum. Kveikjum neistann
er langstærsta þróunar- og rann-
sóknarverkefni á Íslandi og er í
fullum gangi í GRV. Ég get ekki
verið annað en ánægð fyrir hönd
Vestmanneyjabæjar, Grunnskóla
Vestmannaeyja, foreldra, nemenda
og síðast en ekki síst kennarana
sem eru þátttakendur í verkefninu
með þessi fyrstu ár og árangurinn.
Hermundur og hans fólk ásamt
samstarfsaðilum eru að gera góða
hluti og samfélagið hrífst með.
Við hér í Eyjum erum stolt af
verkefninu og að hafa verið fyrst
sveitarfélaga til að taka þátt. Við
erum að ná árangri. Nú horfum
við fram á veginn og höldum
áfram að þróa og bæta okkar góðu
skóla okkur öllum til hagsbóta!
Kraftur og trú!
Vestmannaeyjar hafa upp á svo
margt að bjóða sem er að mörgu
leyti einstakt. Það vita þeir sem
hér búa og þeir sem hafa sótt okk-
ur heim. Mannauðurinn er mikill
og kraftur og trú á samfélagið sést
í uppbyggingu hjá fyrirtækjum og
einstaklingum. Verið er að lyfta
grettistaki í innviðauppbyggingu.
Þegar við bætist dugnaður, kraftur
og Eyjastoltið þá er ekki hægt að
segja annað en að framtíðin sé
björt hér í Eyjum.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri:
Dugnaður, kraftur og Eyjastoltið
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri, f.h. Sjálfbærs fiskeldis í
Eyjum ehf., nú LIFS við undirritun samkomulags í júní 2020 vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey.