Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 39

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 39
5. júlí 2023 | | 39 ___ Burðarþolshönnuður Mannvit óskar eftir að ráða öflugan burðarþolshönnuð sem getur tekið að sér alhliða burðarþolshönnun. Helstu verkefni og ábyrgð Hönnun bygginga, burðarþolshönnun á brúm, vatnsaflsvirkjunum, jarðvarmavirkjunum, tengivirkjum og háspennulínum. Menntunar- og hæfniskröfur – Háskólamenntun í byggingarverkfræði eða tæknifræði með áherslu á burðarþolshönnun – Fimm ára reynsla af hönnun burðarvirkja er æskileg – Reynsla af BIM hönnun, almennum reiknilíkönum, þrívíddarforritum og Tekla Structures er kostur – Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum – Frumkvæði og skipulagshæfileikar Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Jónsson, sviðsstjóri burðarvirkja, tj@mannvit.is. ___ Tæknifólk í Vestmannaeyjum Mannvit óskar eftir öflugu og metnaðarfullu fólki í fjölbreytt verkefni á starfsstöð Mannvits í Vestmannaeyjum. Viðkomandi munu vinna jöfnum höndum að hönnun og eftirliti á sviði hús- bygginga, gatna og annarra mannvirkja. Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi og störfin fela í sér tækifæri til þess að taka þátt í að byggja upp öfluga starfsstöð Mannvits á svæðinu. Helstu verkefni og ábyrgð Lögð er áhersla á að viðkomandi sinni hönnun, ráðgjöf og eftirliti í Vestmannaeyjum ásamt hönnunarvinnu í fjarvinnu fyrir aðrar starfsstöðvar eftir því sem menntun og bakgrunnur gefur tilefni til. Menntunar- og hæfnikröfur – Háskólamenntun á sviði byggingaverkfræði, byggingafræði, tæknifræði eða önnur sambærileg menntun – Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum – Frumkvæði og skipulagshæfileikar Nánari upplýsingar veitir Einar Ragnarsson, sviðsstjóri mannvirkja og umhverfis, er@mannvit.is, og Sigurður Guðjón Jónsson, byggingarverkfræðingur, sigurdurgj@mannvit.is. ___ Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2023. Sótt er um störfin á mannvit.is. Um Mannvit Mannvit er ráðgjafarfyrirtæki á sviði verkfræði, umhverfismála og tækniþjónustu sem nýlega sameinaðist alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu COWI. Við byggjum samkeppnisforskot okkar á öflugum mannauði og samruninn skapar aukin starfstækifæri sem gerir fyrirtækið að enn eftirsóttari vinnustað, en COWI er leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndunum á sviði verkfræði, hönnunar og arkitektúrs. Hjá okkur starfar sterk liðsheild og við leggjum mikinn metnað í að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem fólki líður vel og fjölbreytileikanum er fagnað. Mannvit leitar að öflugu fólki

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.