Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 20
20 | | 5. júlí 2023 Séra Karl Sigurbjörnsson hóf prestsþjónustu sína í tvístruðum söfnuði sem bjó við mikla óvissu. Segja má að Heimaeyjargosið hafi verið eldskírn fyrir séra Karl, síðar biskup Íslands, þegar hann ungur og óreyndur var settur í embætti prests í Vestmanna- eyjaprestakalli í febrúar 1973. Söfnuðurinn sem hann átti að þjóna hafði tvístrast á einni nóttu. Sóknarbörnin bjuggu við mikla óvissu og voru mörg að missa heimili sín. Karl hafði rétt nýlokið guðfræðinámi þegar eldgosið hófst 23. janúar 1973. „Séra Þorsteinn Lúther Jóns- son sóknarprestur hafði skrifað mér og spurt hvort ég vildi ekki koma sem prestur til Vestmanna- eyja. Ég held að það hafi verið vegna frændfólks míns í Eyj- um sem hann fékk augastað á mér,” segir Karl. Afi hans, Einar Sigurfinnsson (1884-1979) bjó þá í Vestmannaeyjum og eins föðurbróðir Karls, Sigurfinnur Einarsson (1912-2004), og hans fjölskylda. Karl kvaðst ekki hafa getað skorast undan kallinu um að þjóna Vestmannaeyingum þótt aðstæður væru óvenjulegar og óvissan mikil. Hann var vígður í Dómkirkjunni 4. febrúar 1973. Sóknarnefnd Landakirkju kom saman í Reykja- vík og spurði Karl hvort hann gæti haldið utan um fermingarbörnin úr Vestmannaeyjum og eins sinnt öldruðum. Páll Eyjólfsson var þá formaður nefndarinnar en auk hans voru í sóknarnefnd m.a. Friðfinnur Finnsson í Eyjabúð og Eiríkur Guðnason kennari. Kirkjustarfið hélt áfram „Starfið snerist um að halda utan um fólkið sem var tvístr- að og að halda guðsþjónustur. Sóknarnefndin var mjög vakandi fyrir því að halda kirkjustarfinu gangandi í þessum tvístringi,” segir Karl. Safnaðarstarfið fékk bækistöð í Hafnarbúðum sem var eins konar félagsmiðstöð Vestmannaeyinga á höfuðborgar- svæðinu. Þar höfðu prestarnir aðstöðu, einnig bæjarstjórnin og fleiri stofnanir. Karl var tengilið- ur vegna Hjálparstarfs kirkjunnar sem útvegaði m.a. leikskólanum í Vestmannaeyjum húsnæði í kjallara Neskirkju. Þá var Gunn- hildur Bjarnadóttir frá Breiðholti fengin til að halda utan um gamla fólkið. „Óháði söfnuðurinn bauð okkur kirkju sína til afnota. Þar voru haldnar reglulega guðsþjón- ustur. Auk þess messuðum við í Hveragerði og Keflavík einstaka sinnum. Ég fór þangað til að safna saman fermingarbörnunum sem voru dreifð víða. Fyrstu mánuðina var maður í því að fara á milli og heimsækja fólk sem bjó í allskyns bráðabirgðahúsnæði,” segir Karl. Prestarnir buðu einnig upp á viðtalstíma í kirkjunni. „Svo fékk ég þá hugmynd að bjóða upp á fermingarnámskeið á Flúðum fyrir börnin úr Vestmannaeyjum. Við vorum þar í vikutíma. Það tókst að safna saman stórum hluta árgangsins. Við séra Þorsteinn Lúther fengum góðan hóp til að aðstoða okkur við fermingar- fræðsluna, þar á meðal kennara frá Eyjum sem krakkarnir þekktu. Einnig fólk sem tengdist æsku- lýðsstarfi kirkjunnar.” Áhrifarík fermingarhátíð í Skálholti Sunnudaginn 27. maí þetta ár voru 104 börn frá Vestmannaeyjum fermd í tveimur athöfnum í Skál- holtsdómkirkju. „Það var ótrúlega áhrifarík hátíð. Svo var boðið upp á sameiginlega fermingarveislu á Flúðum en hver fjölskylda gat líka verið aðeins út af fyrir sig. Þar var gríðarlega glæsilegt hlað- borð í umsjá matreiðslumanna. Sumir fóru eitthvert annað til að fagna. Þetta var mjög eftirminni- legt og gekk rösklega fyrir sig, var. Allt var þetta vel skipulagt og hátíðlegt. Fólk lagðist á eitt um að skapa þessum börnum á viðkvæmum aldri hátíð og góða minningu mitt í hörmulegum að- stæðum,” segir Karl. Um sumarið var öldruðum Vestmannaeyingum einnig boðið til orlofsdvalar á Löngumýri í Skagafirði. Hafði hitt fæst sóknarbarnanna Ungi presturinn fékk ábendingu um að heimsækja þyrfti gamla konu sem bjó í kjallaraíbúð í Reykjavík. Þá hafði hann hitt fæst sóknarbarnanna. „Ég bankaði upp á og konan kom til dyra. Ég kynnti mig en hún kveikti ekki á perunni og var mjög tortryggin á svip. Ég er prestur- inn, sagði ég. Nú? svaraði hún og mældi mig út með augunum. Ég hélt að þú værir stærri,” segir Karl og hlær. „Ég kynntist ótrúlega mörgu fólki á skömmum tíma sem ég batt vinskap við.” Eyjapistill var fastur þáttur í Ríkisútvarpinu í umsjón bræðr- anna Arnþórs og Gísla Helgasona og sannkallaður samfélagmiðill Eyjamanna. „Þeir fengu okkur prestana til að koma í hvern ein- asta þátt og vera með bænarorð. Ég stakk upp á því að klukkna- hljómurinn úr Landakirkju yrði spilaður á undan. Svo fórum við með ritningarorð og bæn. Ég tel að þetta hafi verið mikils virði,” segir Karl. Báðu prestinn að blessa heimili sín Karl og eiginkona hans, Kristín Þórdís Guðjónsdóttir, fluttu til Vestmannaeyja síðsumars 1973 og settust að í prestsbústaðnum að Sóleyjargötu 2. „Það var allt kol- bikasvart yfir að líta og neglt fyrir glugga á öðru hverju húsi. Samt var búið að hreinsa ótrúlega mikið af götum og víðar. Rafmagn var enn takmarkað og kveikt á ljósastaurum á stangli. Haust- dagarnir 1973 voru mjög dimmir. Kvíðinn var oft nánast áþreifanlegur Sunnudaginn 27. maí 1973 voru 104 börn fermd í Skálholtsdómkirkju. Ljósmynd: Gunnar Andrésson. Séra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands. GUÐNI EINARSSON gudnieinars@gmail.com

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.