Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 34

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 34
34 | | 5. júlí 2023 Gríðarlegt vikurfok í kjölfar eldgossins 1973 olli tjóni á hús- um, bílum og gróðri á Heimaey. Ástandið var svo slæmt sums staðar að fólk íhugaði að flytja burt. Ýmislegt var reynt til að hefta fokið en árangurinn lét á sér standa. Haustið 1975 sendi Gísli J. Óskarsson kennari Viðlagasjóði tillögur að uppgræðslu vikursvæð- anna. Þær voru samþykktar, upp- græðslan heppnaðist og í kjölfarið dró mikið úr vikurfokinu. Gísli var við nám í danska kennaraháskólanum í Kaup- mannahöfn veturinn 1972-1973 og lagði m.a. stund á líffræði og eðlisræna landfræði. Svo merkilega vildi til að daginn sem Heimaeyjargosið hófst átti hann að halda erindi um Vestmanna- eyjar í skólanum. Fyrstu fréttir af gosinu sem bárust þann dag voru ógnvænlegar. „Þær voru að Heimaey hefði sprungið í loft upp og allir farist, “ segir Gísli. „Þegar ég sá frétta- myndirnar í danska sjónvarpinu sá ég ljósin í bænum í gegnum gosmökkinn. Þá vissi ég að það voru nú ekki allir dánir og að eyj- an hefði ekki sprungið í tætlur.“ Gísli kom heim í júní 1973 og náði að sjá síðustu öskubólstrana stíga upp úr Eldfelli. „Það var sorti yfir öllu. Eini græni bletturinn sem ég sá var í kringum minnisvarðann um hrapaða og drukknaða við Landakirkju,“ segir Gísli. Aðal áherslan var á hreinsunarstarfið til að byrja með. Gísli fékk vinnu um sumarið við að aka vörubíl, þótt hann væri ekki með meirapróf. Það þurfti að nota allar vinnandi hendur og var unnið á vöktum. „Landgræðslan var fengin til að setja bindiefni yfir vikurinn, en illa gekk að ná gróðrinum af stað. Askan var gjörsamlega ólífræn, mjög grófkornótt og hélt hvorki áburði eða raka,“ segir Gísli. Eftir gosið risu ný hús ofarlega í bænum. Gríðarlegt vikurfok var þar í óveðrum. Eftir eina óveð- ursnóttina var um 30 sentimetra djúpt vikurlag á lóðinni við hús Friðriks Ásmundssonar við Smáragötu, til dæmis. „Menn töluðu um það í fúlustu alvöru að flytja aftur upp á land, eyjan væri óbyggileg vegna vikurfoksins,“ segir Gísli. Skýrslan sem hann sendi Viðlagasjóði heitir Uppgræðsla á Heimaey. Þar lagði Gísli til að sett yrði þunnt moldarlag ofan á vikurinn þar sem gróður gæti fest rætur. Það þyrfti ekki nema 5-10 sentimetra lag af lífrænu efni til að binda raka og áburð svo gróður ætti sér lífsvon. Viðlagasjóður samþykkti tillögurnar og var Gísli fenginn árið 1975 til að skipuleggja uppgræðsluna og gera áætlun um mannafla, kostnað, frætegundir og annað sem til þurfti. Fá þurfti öflugt fólk sem var tilbúið til að framkvæma verkið á fljótan og skilvirkan hátt. Moldarnámur fundust m.a. austan við Helgafell, umhverfis Dalabúið, norðan við flugvöllinn og sunnan gígaraðar- innar. Holurnar eftir moldarnámið voru fylltar með vikri, síðan var stráð mold þar yfir og sáð í svo engin missmíði sæist á landinu eftir moldartökuna. Í dag eru þetta falleg og gróin tún. „Ég gerði ráð fyrir því að það þyrfti um 150 þúsund rúmmetra af mold til að þekja þau svæði sem þurfti að græða upp,“ segir Gísli. Svæðin voru Haugarnir og svæðið milli Helgafellsbrautar og Eldfellsvegar. Þá var Eldfellið einnig grætt upp að hluta. Hraun- kantar voru þaktir með mold og græddir upp. Eins var grætt upp þar sem íþróttamannvirkin standa nú, golfvöllurinn og dalbotninn í Uppgræðslan gerði Heimaey byggilega Uppgræðsla á Heimaey, utan kaupstaðarins, stóð yfir sumrin 1976 til 1978 Aðal átakið var vorið og sumarið 1976 Þá voru 2,2 km2, tæp 18% af flatarmáli Heimaeyjar, klæddir gróðri að nýju Ekki eru talin með þau svæði sem fengu eingöngu áburðargjöf Piltarnir báru á bakinu 25 kg þunga poka með blöndu af grasfræi, tilbúnum áburði og fiskimjöli. Stúlkurnar dreifðu þessu yfir moldarlagið og rökuðu niður. Helgafell er nú betur gróið en það var fyrir gosið 1973. Ljósmynd/GJÓ Gísli J. Óskarsson kennari gerði tillögu til Viðlagasjóðs um að þekja ólífrænan vikurinn með moldarlagi þar sem gróður gæti rótfestst. Hann stýrði síðan uppgræðslustarfinu. GUÐNI EINARSSON gudnieinars@gmail.com ÓMAR GARÐARSSON / omar@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.