Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 37

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 37
5. júlí 2023 | | 37 Eyjamaðurinn Martin Eyjólfs- son ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins var í samtali við Eyjafréttir ánægður með hvernig til tókst. „Fundurinn tókst í alla stað mjög vel. Það er sama hvar er borið niður – allt var til mik- illar fyrirmyndar. Það er mikil reynsla og kunnátta í Eyjum varðandi skipulagningu stórra viðburða sem kemur sér vel í verkefni af þessu tagi. Umgjörðin er einstök og aðstaðan er mjög góð í Eldheimum, sem henta mjög vel til funda af þessu tagi. Mér fannst líka gaman hve hið nýuppgerða Ráðhús okkar vakti verðskuldaða athygli og nýttist vel í tvíhliða fundi ráðherranna. Þá undirstrikuðu veitingamenn á Heimaey að matarupplifunin stenst allan samanburð við það sem best gerist.“ Viðeigandi að funda í Eyjum Hann segir fund eins og þennan skipta miklu máli. „Norðurlanda- samstarfið hefur um áratuga- skeið verið einn af hornsteinum utanríkisstefnunnar og Ísland gegnir nú formennsku. Árlegur fundur forsætisráðherranna er einn af hápunktum starfsins. Það er nauðsynlegt að bera saman bækur öðru hvoru við okkar nán- ustu vinaþjóðir og bandamenn um það sem hæst ber hverju sinni í alþjóðamálunum. Fyrir utan innrásarstríð Rússlands í Úkraínu var t.a.m. rætt um viðnámsþrótt og krísuviðbrögð sem gerði það auðvitað sérstaklega viðeigandi að funda í Vestmannaeyjum á þessum tímapunkti. Þátttaka Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fannst mér sérlega ánægjuleg.“ Áhugasamir og upplýstir um Eyjar Martin segir ráðherrana hafa verið ánægð með Vestmanna- eyjar. „Það er mín reynsla að fundir sem haldnir eru utan höfuðborgarsvæðisins verða oft árangursríkari. Það skapast af- slappaðra andrúmsloft sem skilar sér oft í hreinskilnari og opnari samræðum auk þess sem persón- utengingarnar verða sterkari. Ráðherrarnir voru mjög áhuga- samir, vel upplýstir um Eyjarnar og eldgosið, fyrir utan hvað þeir rómuðu náttúrufegurðina. Eldgosið var enn í fersku minni Störe, forsætisráðherra Noregs, sem man hvar hann var staddur þegar hann, 12 ára gamall, fékk fréttirnar af jarðeldunum og Trudeau langar að koma hingað í frí með fjölskylduna einhvern tí- mann. Þá fannst mér fallegt þegar Múte, formaður landsstjórnar Grænlands, rifjaði upp að Sume vinsælasta hljómsveit Grænlands samdi lagið ,,Heimaey“ stuttu eftir eldgos sem var vinsælasta lagið á Grænlandi árið 1973.“ Ómetanleg aðstoð „Mér fannst þakkarstund Írísar og Palla með forsætisráðherrum Norðurlandanna vera áhrifarík og falleg. Þessi frændríki okkar lögðu gjörva hönd á plóg við uppbyggingu okkar fallega bæjar eftir gos. Þeirra aðstoð var ómetanleg og reistu okkur úr öskustónni miklu fyrr en ella hefði orðið. Þarna stóð nor- ræna fjölskyldan þétt saman og mér finnst þetta magnað dæmi samstöðu þjóða sem við nutum aldeilis góðs af,“ sagði Martin Eyjólfsson að endingu. „Fyrir mig er áhrifamikið að koma til Vestmannaeyja. Ég var tólf ára gamall heima í Noregi þegar gos byrjaði á Heimaey. Mér er minnisstætt áhrifin sem gosið hafði allstaðar á Norðurlöndum. Á æskuárum mínum störfuðu foreldrar mínir með Norska rauðakrossinum og komu að því að safna peningum til að bjóða krökkum frá Vestmannaeyjum til Noregs,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs í samtali við Eyjafréttir. Alls fóru yfir 1000 börn og unglingar frá Eyjum til Noregs sumarið 1973. „Það var líka safnað fyrir nýjum húsum,“ bætti hann við. Hann sagði það hafa verið til- komumikið að sigla inn í höfnina og upplifa þá miklu náttúrufegurð sem Vestmannaeyjar hafa upp á bjóða, og í meira lagi breytilegt veður. „Það var líka gaman að sjá hér er öflugt samfélag og vel til fundið að halda fundinn í Eldheimum og við sem fulltrúar norrænu fjölskyldunnar skulum koma hér saman. Í bæ sem reis úr öskunni og að hér stöndum við á húsum sem urðu gosinu að bráð. Það er líka ótrúlegt að enginn fórst í gosinu. Líka fyrstu við- brögð og að það tókst að bjarga höfninni með því að sprauta sjó á hraunið er einstakt.“ Martin ánægður með hvernig til tókst Jonas Gahr Støre, forsætisráð- herra Noregs: Gaman að sjá að hér er öflugt samfélag Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og Justin Trudeau forsætisráð- herra Kanada. Merki um vilja og styrk Ráðherrarnir sóttu látlausa athöfn á Flakkaranum þar sem þeim var þakkað framlag þjóða þeirra og aðstoð í gosinu. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar fór stuttlega yfir sögu Flakkarans og þá ógn sem af honum stafaði. Hann rifj- aði einnig upp þau viðbrögð og aðstoð sem norðurlöndin veittu eftir gos og tók fram að framlag Norðurlandanna samsvaraði um 30% af þeim fjármunum sem hér var varið til uppbyggingar á árunum eftir gos. Íris Róbertsdóttir afhenti síðan ráðherrunum kertalukt með ösku sem táknrænan þakklætisvott fyrir framlag þjóða þeirra. Blaðamaður Eyjafrétta var svo lánssamur að eiga stutt samtal við Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og spurði hann um upplifun hans af Vestmannaeyjum. „Það er ótrúleg upplifun að koma hingað og upplifa kraftinn og þróttinn í samfélaginu hér. Þetta er mjög merkileg saga og ég er djúpt snortinn af safninu ykkar og sögunni af gosinu. Það er merki um mikinn vilja og styrk að sjá hvernig hér var hreinsað og byggt upp að nýju. Það er líka svo merkilegt hvernig íslenska þjóðin stóð saman á þessum tíma og hvernig fólkið tók á móti flóttamönnunum og allir lögðust á eitt til að láta hlutina ganga. Þetta er eitthvað sem við getum öll lært af.“ Lögðu fram um þriðj- ung af uppbyggingu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.