Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 44

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 44
44 | | 5. júlí 2023 Á miðvikudagskvöldið kl. 20:00 verður dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og Eyjapistlarnir ógleymanlegu. Þar ætlar Gísli segja frá Eyjapistlunum og spila brot úr þeim auk þess að koma fram með föruneyti valinna tón- listarmanna og flytja lögin sín og annarra ástsælla Eyjamanna. Með honum í liði eru Unnur og Simmi, Hafsteinn Guðfinnsson, Þórarinn Ólason, Herdís Hallvarðsdóttir og Magnús R. Einarsson. Um þetta segir Gísli: Þann 5. febrúar 1973 var mikill örlagadag- ur í lífi okkar tvíbura, Arnþórs og Gísla. Magnús bæjarstjóri hringdi og spurði hvort við værum tilbúnir að koma fram í Eyjapistli. Ég varð harla glaður og tók því vel. Svo rúmri klukkustund síðar hr- ingdi Stefán Jónsson, fréttamaður og sagði að frá og með morgun- deginum ættum við að sjá um Eyjapistil og fór nánar út í það. Gerði okkur grein fyrir að það væri ekkert undanfæri, borgaraleg skylda. Við áttum að nota tvær klukkustundir á dag í vinnu við þættina. Staðreyndin varð sú að þetta var þrotlaus vinna. Eyjapistlarnir voru á hverjum degi fram til júnímánaðar, svo sex sinnum í viku og fór svo fækk- andi. Við höfðum alltaf símann við eyrað á nóttunni og það hringdu margir og helltu tilfinn- ingum sínum yfir okkur. Ég var stundum miður mín eftir samtöl, var rétt 21 árs og vissi ekkert hvernig ég átti að höndla þetta. Þá voru móðir mín og Eygló móðursystir mín eins og klettar við hliðina á mér. Eyjapistill var á dagskránni frá 7. febrúar til 25. mars 1974. Þarna voru lesnar ýmsar tilkynningar, fréttir, afmæliskveðjur og birt við- töl við fólk. Við reyndum að hafa yfirbragð þáttanna með eins léttu móti og við höfðum vit á. Tónlist og valin atriði Á tónleikum Föruneytis GH verða flutt valin atriði úr Eyjapistlunum. Það var mikið vandamál að velja. Í byrjun verður þetta ljúfsárt, en svo léttist þetta eftir því sem á líður. Við heyrum t.d. auglýsingu frá einu átthagafélagi Vestmanna- eyinga þar sem menn eru hvattir til þess að taka með sér brjóst- birtu á ball og hlutum við miklar skammir fyrir að hálfu Ríkisút- varpsins. Ég mun birta ýmsar tilkynningar sem okkur bárust um svarta plast- poka með hinu og þessu í. Ein til- kynning sem er bara til í handriti fjallar um týndan plastpoka með bollastelli m. a. norska biblíu, kven-nærbuxur ásamt fleira dóti. Svo koma brot úr viðtölum. Anna í Vatnsdal segir t. d. frá því þegar húsið hennar fór undir hraun. Við heyrum bein samtöl við fólk, tekin í síma og krakkar verða ekki útundan. Palli Steingríms birti viðtöl við börn í Noregi og við finnum til barnatíma sem var fluttur á milli jóla og nýárs en umsjónarmenn Eyjapistils stóðu að honum. Þar segir einn strákur, nemandi í Barnaskóla Vestmannaeyja frá prakkarastriki þegar verið var að safna eða stela í áramótabrennu og stelpur fengu ekki að vera með. Svo flytjum við tónlist, undir- ritaður, Herdís Hallvarðsdóttir, Magnús R. Einarsson, Hafsteinn Guðfinnsson og fleiri. Það kviknuðu ýmsar tilfinningar við að fara yfir þá þætti sem til eru, en alls urðu Eyjapistlarnir 261. 53 þættir eru til hjá Rík- isútvarpinu en tæplega 30 voru varðveittir ´á segulböndum okkar Arnþórs. Áætla má að um 750 manns hafi komið fram í þáttunum og heildartími allra um 90 klukku- stundir. Ég er þakklátur öllum þeim sem stuðlað hafa að því að þessi tónleikar verði að veruleika. Kristín Jóhanns hefur alltaf sýnt mér og okkur ræktarsemi og mikla vinsemd.“ Eldgosið 1973 og þróun byggðar og mann- lífs í Eyjum Laugardaginn 8. júlí nk. kl. 12.00 – 13.30 verður goslokaviðburður í bíósaln- um í Kviku við Heiðarveg sem ber heitið Eldgosið á Heimaey 1973 og áhrif þess á þróun byggðar og mannlífs í Eyjum. Brugðið verður upp á sýningartjald myndum og skýringum sem tengjast eldgosinu á Heimaey og þeim gríðar- legu áhrifum sem það hafði á allt umhverfið. Þá verða sýndar myndir af húsum í austurbænum eftir að þau voru grafin upp að loknu gosi. Rúmlega helmingur þeirra voru seld nýjum eigendum, en önnur dæmd ónýt og brotin niður. Þá mun Páll Zóphóníasson, sem var í forystu Eyja- manna í eldgosinu og Hall- grímur Tryggvason, vélvirki sem vann við sjódælingu á hraunið fara yfir atburði sem höfðu mikil áhrif og sitja eftir í minningunni. Að lokum verður brugðið upp rúmlega 100 myndum sem sýna þróun byggðar, at- vinnulífs og mannlífs í Eyj- um með áherslu á tímabilið frá upphafi vélbátaaldar í Eyjum. Skipta má þessu tímabili upp í tvö 50 ára tímabil, fyrir og eftir eldgosið á Heimaey 1973. Margir aðilar komu að myndavali sem tengjast atburðum á hverju ári. Þessi kafli tekur um 30 mínútur í sýningu og verður Eyjatónlist leikin undir. Reiknað með að þessi viðburður standi í 1,5 klst. í heild og verði lokið kl. 13.30. Arnar Sigurmundsson hefur umsjón með þessum við- burði. Frá 1973 eru komnar til sögunnar tvær nýjar kynslóðir og þeir Eyjabúar sem upplifðu á eigin skinni þennan einn stærsta atburð Íslandssögunnar fyrir 50 árum eru margir fallnir frá og aðrir 50 árum eldri. Gísli Helgason og föruneyti í Eldheimum: Eyjapistlarnir ógleymanlegu og Eyjalögin Stórfjölskyldan - Myndin var tekin í 90 ára afmæli móður Gísla, Guðrúnar Stefánsdóttur frá Skuld sem var fædd 30. júní 1908. Faðir þeirra var Helgi Benediktsson sem var atkvæðamikill í útgerð í Vestmannaeyjum um miðja síðustu öld. Bræðurnir Gísli og Arnþór eru fremst til hægri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.