Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 18
18 | | 5. júlí 2023
Miðstöðin hefur frá upphafi verið
fjölskyldufyrirtæki en núverandi
eigendur þess eru hjónin Marinó
Sigursteinsson og Marý Ólöf
Kolbeinsdóttir. Sigurvin Marinó
Jónsson pípulagningameistari, afi
Marinós sem nú rekur Miðstöð-
ina, stofnaði fyrirtækið árið 1940
en rak það undir sínu nafni allt
til 1950 þegar það fékk nafnið
Miðstöðin. Marinó Sigursteins-
son er þriðji ættliðurinn sem
starfar við fyrirtækið og nú hefur
fjórði ættliðurinn mætt, sonurinn
Bjarni Ólafur sem vinnur við hlið
föður síns. Fyrirtæki sem byrjaði
í pípulögnum rekur í dag alhliða
byggingavöruverslun og pípulagn-
ingaverkstæði sem þjónustar stóra
jafnt sem smáa og teygir anga sína
upp á land.
„Það er rétt, Miðstöðin byggir á
gömlum grunni og ég er fjórði ætt-
liðurinn sem kem að rekstrinum,“
segir Bjarni Ólafur og tekur undir
að margt hafi breyst frá því langafi
hans stofnaði fyrirtækið árið
1940. „Já, hér er ég og dóttir mín,
Emelía, sem vinnur í afgreiðslunni
og er fimmti ættliðurinn. Sjálfur
vann ég hér sem unglingur með
skóla. Kláraði sveinsprófið hér en
eftir það fluttum við fjölskyldan
upp á land og ég lauk byggingar-
iðnfræðinámi frá Tækniskólanum
og kláraði meistarann. Eftir það
lá leiðin til Danmerkur þar sem
við bjuggum í tíu ár. Þar lærði ég
byggingafræði og starfaði fyrst
sem pípari í 2 ár áður og á verk-
fræðistofu í 5 ár en við fluttum
aftur heim fyrir ellefu árum síðan.
Ég var í fjögur ár hjá tæknideild
Vestmannaeyjabæjar en þá kallaði
Miðstöðin aftur. Það þurfti ekki
að snúa upp á höndina á mér. Mér
líkar að vera í atinu með skítuga
putta.“
Miklar breytingar
Bjarni tekur undir að sem iðngrein
hafi pípulagnir tekið miklum
breytingum frá því hann steig sín
fyrstu skref í Miðstöðinni. „Ég
náði að vinna með Didda afa og
þá vorum við að handsnitta allt
að fjögurra tommu galvinseruð
rör. Mikið verk að snúa saman og
herða. Nú er þetta allt í plasti og
soðið saman. Við sjóðum saman
upp í 400 mm plaströr sem tekur
minni tíma og þau endast betur.“
Það er ekki bara að greinin hafi
breyst, viðhorfið er annað með
kröfu um betri nýtingu á orku og
endurnýtingu hennar. „Eftir nám
vann ég í fimm ár á verkfræði-
skrifstofu í Danmörku. Vann ég
m.a. skýrslur um allar byggingar í
eigu sveitarfélagsins í Óðinsvéum
sem fór í bók sem fylgdi hverju
húsi ásamt viðhaldsáætlun. Fremst
í bókinni voru merki eins og við
sjáum á ísskápum, A++, A+ og
alveg niður G. Það var orkumerkið
sem hvert hús fékk og þar var svo
hægt að sjá orkusparnað sem og
hagkvæmni þeirra verkþátta sem
mælt var með og hve lengi það
tæki að byrja að borga til baka.
Þannig gátu einkunnir húsa hækk-
að og þar með fasteignarverð.“
Fara vel með orkuna
Danir leggja mikla áherslu á
að nýta orkuna og fara vel með
hana. Hún er dýrari en hér og þeir
einangra húsin vel og eru meira
að hugsa um að halda hitanum
inni en ekki kuldanum úti. „Danir
fara vel með orkuna sem þeir
borga fyrir. Nýting á varma er
líka alltaf til skoðunar hjá okkur.
Þar erum við að stíga misjafnlega
stór en mikilvæg skref. Taka má
sem dæmi orkuna í vökvakælingu
mótora. Hana nýtum við með því
að setja vökvann í lokuð kerfi
tengd varmaskiptum á t.d. heitu
neysluvatni. Þar kólnar vökvinn og
fer aftur inn á mótorana.
Með þessu er ekki bara verið að
spara peninga, það er líka verið að
minnka kolefnissporið. Í Dan-
mörku fengum við póst um hver
áramót frá orkusölufyrirtækjunum.
Þar stóð ekki hvað þú varst búinn
að spara mikinn pening heldur
hver staðan var á kolefnissporinu.
Fjölskyldan hafði minnkað kolefn-
isnotkun um þetta mörg tonn með
aðgerðum til að spara orku,“ segir
Bjarni en sá danski er ekki hættur.
Árið 2025 skal vera 400 mm ein-
angrun í gólfum, 300 mm í þaki
og 200 mm í veggjum. „Hjá okkur
er þetta mest 100 mm í veggjum,“
segir Bjarni sem gerir ekki ráð
fyrir að hertar reglur um einangrun
í húsum á Íslandi yrðu samþykktar
þegjandi og hljóðalaust.
„Framtíðin er svokölluð „passiv-
hus“, sjálfbær hús sem lágmarka
aðkeypta orku sem er erfiðara
hjá okkur því sólarsellur og
varmadælur nýtast ekki eins vel. Í
Danmörku og Þýskalandi eru heilu
hverfin af sjálfbærum húsum eða
„passivhúsum“ sem selja orkuna
inn á bæjarkerfið. Þú getur verið
með sólarsellur sem framleiða
rafmagn og sólvarmadælur sem
eru á lokuðu kerfi.“
Fjölbreytt verkefni
Í dag vinna um 20 hjá Miðstöðinni
og er þeim skipt í flokka. „Við
erum með bæjarhóp sem sér um
viðgerðir, endurnýjun lagna og
hópa sem eru í Vinnslustöðinni,
Ísfélaginu og laxeldinu. Alltaf
notalegt að vinna í heimahúsum
þegar boðið er upp á normalbrauð
og fleiri góðgæti. Við verðum að
passa að hinn almenni kúnni sitji
ekki á hakanum.
Ef dregst saman í sjávarútvegi
er ekki gott að vera bara með fólk
sem hefur sérhæft sig í stóru lögn-
unum. Þess vegna látum við menn-
ina fara á milli og núna er ég með
sex lærlinga sem fara í allt, stóru
rörin, lagnir í heimahúsum og allt
þar á milli,“ segir Bjarni sem segir
næg verkefni framundan.
„Þróun í öðrum löndum nær
hingað og píparar munu vera í
lykilhlutverki þegar kemur að
bættri nýtingu á orku og lækkun
kolefnisspors í heiminum sem og
stærri iðnfyrirtækjum.“
Bjarni Ólafur í Miðstöðinni Næg verkefni:
Píparar menn framtíðarinnar
Starfsmenn Miðstöðvarinnar í dag. Frá vinstri, Bjarni Ólafur Marinósson, Bjarki Ómarsson, Guðmundur Jón Magnús-
son, Arnar Þór Lúðvíksson, Anton Már Óðinsson, Gauti Þorvarðarson, Guðjón Ingi Hauksson, Emelía Ögn Bjarnadóttir,
Styrmir Jóhannsson, Arnar Freyr Önnuson, Ásmundur Ívar Óskarsson, Sveinn Hjörleifsson, Martin Gilpin, Sæþór Freyr
Heimisson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Einar Kristinn Kárason, Ómar Reynisson og Marinó Sigursteinsson.