Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 6
6 | | 3. ágúst 2023
Fjölskylda Guðbjargar Hrannar Sigursteins-
dóttur og Halldórs Sveinssonar, börn og hluti
barnabarna þeirra voru fengin til að svara
nokkrum spurningum um Þjóðhátíð og deila
sinni upplifun á hátíðinni fyrir Eyjafréttir.
Sonurinn lýsir hátíðinni sem einskonar árshátíð
Vestmannaeyinga með blöndu af gestum ofan
af landi og öll eru þau sammála því að hátíðin
sé fyrst og fremst fjölskylduhátíð.
Fjölskylda á Þjóðhátíð:
Afinn á topplista Bylgjunnar -
Amman aldrei smakkað áfengi
Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir
og Halldór Sveinsson, einnig
þekkt sem Guðbjörg í bankan-
um og Halldór lögga, hafa verið
saman allt frá byrjun árs 1971
þegar þau voru aðeins 14 ára.
Bæði eru þau fædd í Vestmanna-
eyjum árið 1956 og halda mikið
upp á Þjóðhátíð en þau prýða
einmitt forsíðu Eyjafrétta í dag
ásamt Kristínu Gunnarsdóttur.
Ein eftirminnilegasta hátíð þeirra
hjóna var árið 1977 þegar loksins
var hægt að halda Þjóðhátíð í
Herjólfsdal eftir fjögurra ára dvöl
á Breiðabakka eftir eldgosið. Það
ár dugði ekki minna til en að vera
með tvö þjóðhátíðarlög, annað
eftir Sigurð Óskarsson og hitt eftir
Ása í Bæ. „Sú hátíð er mér mjög
minnisstæð en við Halldór höfum
aldrei verið eins lengi að og þá.
Einn daginn vorum við í Dalnum
til klukkan ellefu um morguninn-
Þarna vorum við 21 árs og því
ekki með nein börn né tjöld sem
þurfti að sinna” segir Guðbjörg.
Það sem heillar þau mest við
hátíðina er fjölskylduþátturinn
og hvað gestirnir eru upp til hópa
til fyrirmyndar. Það hlakkar í
Halldóri að fá að stíga á svið til að
taka þátt í frumflutningi á þjóðhá-
tíðarlaginu í ár en hann er hluti af
Karlkór Vestmannaeyja sem tekur,
ásamt Kvennakór Vestmannaeyja
og Fjallabræðrum, þátt í laginu.
Hann nefnir topplista Bylgjunnar
en lagið hefur trónað staðfest á
toppnum sem vikum skiptir. Þá
má einnig þess geta að Guðbjörg
Hrönn hefur aldrei smakkað
áfengi þrátt fyrir að hafa ekki
nokkurn tímann misst af Þjóðhá-
tíð frá því að hún fæddist.
„Þjóðhátíð er fyrst og fremst
fjölskylduhátíð og matarhlaðborð
í mínum huga. Þar hittir þú vini
og gamla kunningja, færð fullt af
faðmlögum, hlýjum brosum og
tónlistarupplifun sem mun snerta
við þér” segir Fríða Hrönn.
Eiginmaður Fríðu er Ágúst Sæv-
ar Einarsson en fyrsta Þjóðhátíð
þeirra saman var árið 2017. „Það
er eitthvað mjög sjarmerandi við
það að vera ástfangin á Þjóðhátíð.
Þessa þjóðhátíð vorum við nýfarin
að búa og Lóa tengdó nýbúin að
fá sér tjald þannig að við vorum
í tveimur fjölskyldutjöldum sem
var mjög gaman. Í ár erum við
með lánað tjaldið hjá tengdó og
Sigga bróðir hennar og verðum í
fyrsta sinn með okkar eigið tjald
með stelpunum okkar.”
Uppáhaldshefð Fríðu er að
mæta prúðbúin á setninguna og
að fá sér hátíðarkaffi saman með
fjölskyldunni. „Við höldum í
sumt bakkelsi sem amma Fríða
græjaði í tjaldið í gamla daga og
það snertir alveg við hjartanu á
leiðinni í gegnum meltingar-
kerfið.”
Árni reddar
„Ein af mínum uppáhalds
minningum frá Þjóðhátíð var árið
1992 þegar ég, Anna Rós og Lilja
Þórðar, sem kom frá Danmörku
á Þjóðhátíð, vorum búnar að æfa
stíft fyrir söngvakeppni barnanna,
nema það var ekki söngvakeppni
barnanna þetta árið. Hallgrímur
Tryggva var búinn að hlusta á
okkur á flestöllum þessum æf-
ingum þannig að hann talaði við
Árna Johnsen sem að sjálfsögðu
reddaði þessu. Þannig að á laugar-
dagskvöldinu, fyrir framan fulla
brekku, stigum við vinkonurnar á
stokk og sungum lagið Daga og
nætur eftir Geir Reynisson sem
var einmitt þjóðhátíðarlagið það
ár og slógum við að sjálfsögðu í
gegn. Þetta var geggjuð upplifun
fyrir okkur.”
Amman og afinn á Túngötunni
Fríða Hrönn Halldórsdóttir:
Þurftu enga söngvakeppni til að syngja
Thelma Lind, Fríða Hrönn, Andrea og Ágúst Sævar. Mynd: Ófeigur Lýðsson.
Með börnunum Ágústi og Fríðu Hrönn. Ljósmynd: Sigurgeir Jónasson.
SALKA SÓL ÖRVARSDÓTTIR
salka@eyjafrett ir. is