Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 25

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 25
3. ágúst 2023 | | 25 Þjóðhátíð Vestmannaeyja var haldin fyrstu helgina í ágúst árið 1973 eins og löng hefð er fyrir. Hún fór þó ekki fram í Herjólfsdal eins og að vanda, að þessu sinni var ekki unnt að halda hana í Herjólfsdal vegna ösku sem lá yfir dalnum enda eldgos nýafstaðið á Heimaey. Þrátt fyrir gosið var ákveðið að þjóðhátíðin skyldi ekki falla niður og Knattspyrnufélagið Týr sá um þjóðhátíðarhaldið eins og til stóð. Þjóðhátíðin var að þessu sinni haldin á Breiðabakka suður á Eyju. Fyrir hátíðina voru settar upp skreytingar, dans- pallur, leiksvið og gosbrunnur settur á hamrana fram við sjó, en gosbrunnur var aðalsmerki Týs á Þjóðhátíð. Veitingatjaldið var að sjálfsögðu reist og götur til þess að tjalda við hústjöld- um. Þá var jafnframt ákveðið að þjóðhátíðin skyldi standa aðeins einn dag að þessu sinni til þess að hreinsun á ösku í bænum og önnur nauðsynleg störf myndu ekki tefjast lengur. Milli eitt og tvö þúsund manns sóttu þjóðhátíð Vestmannaeyja að þessu sinni og þótti takast vel til. Meðal þess sem var á dagskrá varð að sjálfsögðu hefðbundin setning með bænarorðum og tónlistarat- riðum. Þá tók við pokahandbolti, eggjaboðhlaup og fleira áður en barnadagskrá hófst. Kvöldvakan hófst svo með fjöldasöng áður en nokkrir skemmtikraftar stigu á stokk sem flestir voru heimamenn og náði hámarki þegar Árni John- sen flutti þjóðhátíðarlagið „Við höldum þjóðhátíð“ en Árni samdi bæði lag og texta með skömmum fyrirvara enda aðdragandi hátíðar- innar ekki langur. Klukkan 23 var síðan varðeldur og hljóp Sigurður Reimarsson brennu kóngur einn hring á Breiðabakka og tendraði síðan bál. Var fjöldasöngur við varðeldinn í eina klukkustund, en þá hófst glæsileg flugeldasýn- ing og síðan léku Logar, Eldar og fleiri fyrir dansi fram undir morgun. Vinna hófst síðan aftur í Eyjum klukkan eitt eftir hádegi daginn eftir. Þessi þjóðhátíð skipti máli Týrarinn, Magnús Birgir Guð- jónsson eða Biggi Gauja eins og hann er best þekktur hefur komið að undirbúningi Þjóðhátíðar Vest- mannaeyja frá árinu 1969. Hann var í Þjóðhátíðarnefnd árið 1973 og tók þátt í undirbúningnum fyrir þessa sérstöku hátíð. „Ég var fluttur til baka og það kom aldrei neitt annað til greina en að halda Þjóðhátíð. Þetta var breiður hópur fólks sem sá um hátíðina þarna og mikil vinna sem fór í að undirbúa þetta þó einungis væri tjaldað til einnar nætur.“ Biggi segir það að sjálfsögðu hafa þótt sérstakt að standa í öllu þessu umstangi á meðan að bærinn væri á kafi og nóg annað að gera. „Þetta var svo lýsandi fyrir andann sem var í gangi í Eyjum. Það átti að byggja bæinn aftur og það kom ekkert annað til greina og þá var náttúru- Ekkert annað í stöðunni en að halda Þjóðhátíð: Menn óðu hér eld og brennistein fyrir samfélagið Umgjörðin var glæsileg á hátíðinni 1973 þó einungis væri tjaldað til einnar nætur. Mynd; Sigurgeir Jónasson SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is Fyrsta þriggja daga Þjóðhátíðin var haldin á Breiðabakka árið 1974 . Mynd; Sigurgeir Jónasson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.