Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 12
12 | | 3. ágúst 2023 Aldur? Verð 39 í vetur. Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhá- tíð? Ég held að þessi verði númer 34 til 35. Ertu með hvítt tjald í ár? Já, við frændsystkinin og fjölskyldur erum með tjald saman. Tekur þú þátt í Þjóðhátíðar undirbúningi? Já, bara með fjölskyldunni, maður var duglegur með pensilinn í Dalnum sem barn en ekki meira en það. Er Þjóðhátíðarhefð hjá ykkur? Við höfum tjaldað í Veltusundi frá því ég man eftir mér í dalnum, vorum alltaf með 2 tjöld norðan megin en eftir að brekkunni var breytt er það orðið meira vesen að fá pláss í eftirsóttustu götunni. Annars er það bara þetta helsta vera með ástvinum á kvöldvöku og á mið- nætti öll kvöldin. Hvað stendur upp úr varðandi Þjóðhátíðina? Samvera með fjölskyldu og vinum. Svo eftir að maður varð faðir þá hef ég rosalega gaman af að sjá hvernig peyjarnir mínir upplifa hátíðina. Aldur? Ég verð 18 ára í október. Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhá- tíð? Svona 14 sinnum. Ertu með hvítt tjald í ár? Já, að sjálfsögðu. Tekur þú þátt í Þjóðhátíðar undir- búningi? Já, ég reyni að hjálpa eins mikið og ég get við undirbún- inginn með fjölskyldunni. Er Þjóðhátíðarhefð hjá ykkur? Við erum alltaf með skreytta þjóðhátíðarköku og súpu með fjölskyldunni á sunnudeginum. Hvað stendur upp úr varðandi hátíðina? Það sem stendur upp úr fyrir mér er undirbúningurinn, spennan og gleðin. Aldur? Ég verð 56 ára 15. ágúst. Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhá- tíð? Ég hef farið á allmargar Þjóð- hátíðir, held það séu ekki fleiri en fimm til sex sem ég hef sleppt. Ertu með hvítt tjald í ár? Já, við erum með tjald. Við systkinin eigum tjald saman sem mamma og pabbi arfleifðu okkur að. Tekur þú þátt í Þjóðhátíðar undir- búningi? Já. Allur undirbúningur, matur, kaffi og allt umstangið sem fylgir Þjóðhátíð er sameiginlegt hjá okkur og við skiptum verkum á milli okkar. Er Þjóðhátíðarhefð hjá ykkur? Við höldum að mestu í allar þær hefðir sem foreldrar mínir voru með nema kannski það að við erum yfirleitt með eitthvað þema í gangi. Ég man sérstaklega eftir bleika þemanu og ég málaði súlurnar bleikar og þá varð sá gamli ekki glaður, þær eiga bara að vera hvítar. Við erum alltaf með veisluhlað- borð á setningunni sem mér finnst ómissandi partur því þá störtum við Þjóðhátíðinni. Við fjölskyldan hittumst alltaf í tjaldinu kl. 23:30 á föstudeginum og göngum svo neðst við götuna okkar til að horfa saman á brennuna. Við gerum það sama á laugardeginum fyrir flugeldana en hittumst í brekkunni á sunnudeginum fyrir brekku- sönginn. Þetta eru dýrmætar stundir og gefa manni svo fallegar minn- ingar, svo er þetta svo rómantískt. Mér finnst mikilvægt að hafa hvítt tjald, hef verið eina hátíð án þess að hafa hvítt tjald og mér fannst það bara ekki passa. Litlu börnin alltaf merkt með merkispjaldi þar sem stendur götuheitið í Dalnum, símanúmer og nafn foreldra ef barnið týnist í mannhafinu og unglingarnir þurfa að láta vita af sér á þriggja tíma fresti, sem er bara góð regla sem ég ólst upp við. Hvað stendur upp úr varðandi há- tíðina? Það sem stendur upp úr á Þjóðhátíð er að hitta fjölskylduna og eiga þessar dásamlegu stundir með þeim og allur aldur saman að hlæja og skemmta sér. Þjóðhátíðin er alltaf hörku vinna og hver hátíð skilur eftir sig skemmtilegar og einstakar minningar en öll hátíðin er þess virði að upplifa með fólkinu sínu. Aldur? 69 ára. Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhá- tíð? 64 sinnum. Ertu með hvítt tjald í ár? Já, fjöl- skyldan er með tjald. Tekur þú þátt í Þjóðhátíðar undirbúningi? Já, ég tek þátt í Þjóðhátíðarundirbúningi með stórfjölskyldunni. Er Þjóðhátíðarhefð hjá ykkur? Já, það er kominn löng hefð fyrir því að baka og gera brauðtertur og svo skiptumst við á að koma með súpur eftir brennu, flugeldasýn- ingu og brekkusöng. Hvað stendur upp úr varðandi hátíðina? Það er helst stemningin í hvítu tjöldunum og samverustund með fjölskyldu og vinum. DÍANA ÓLAFSDÓTTIR / diana@eyjafrett ir. is F Ó L K I Ð Í D A L N U M Hörður Snær Pétursson Færseth Guðmundur Muggur Pálsson Svanhvít Una Yngvadóttir Anna María Lúðvíksdóttir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.