Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 7
3. ágúst 2023 | | 7 „Eftirminnilegasta Þjóðhátíð- in mín, en ekki alveg af góðu, var þegar Svenni Matt frændi minn lést í brekkunni á laugar- dagskvöldinu. Það var mjög súrrealískt augnablik. Eftir þá Þjóðhátíð fór ég ekki strax á sjó vegna jarðarfararinnar og áður en ég komst á hafið þá varð litli ljóshærði peyinn minn undir og níu mánuðum seinna fæðist hann. Stuttu síðar fékk hann svo nafnið Sveinn í höfuðið á Svenna Matt og millinafnið Jörundur, vegna þess að Björn Jörundur söng í jarðarförinni. En að yngri árunum var kannski Lífið er yndislegt Þjóðhátíðin sem stóð upp úr. Þá voru Fríða systir og mamma búnar að fara í Flamingó að kaupa þröngar Dísel gallabuxur á mig því mamma hafði lengi reynt að fá mig úr víðu Stüssy fötunum sem henni fannst ekkert séstaklega töff. Einnig fyrir þessa Þjóðhátíð ákvað ég að læra lagið Lífið er yndislegt algjörlega á gítar og síðan löbbuðum við Viggi vinur minn á milli tjalda og náðum rosalegri stemningu og þegar lagið var búið, og fólk gjörsam- lega ærðist af fögnuði og báðu um meira, þá stóðum við upp og þóttumst þurfa að fara, enda kunn- um við ekkert annað lag svona flott. Svo fórum við inn í næsta tjald og endurtókum leikinn. Þetta var það næsta sem við komumst að því að verða rokkstjörnur.” Brenndu nöfnin sín í brekkuna „Þessi saga gerist nokkrum vikum fyrir Þjóðhátíðina 2002. Ég og peyjarnir höfðum verið á kvöldvaktinni á börum bæjarins og klukkan var um fjögur eða fimm á laugardagsmorgni þegar ég sit aftur í í bíl á leiðinni heim þegar ákveðið er að taka einn rúnt í Dalinn til að sjá hvernig undirbúningur gengi þar. Þegar ég ligg með hægri kinnina klessta við gluggann, annað augað lokað og hitt svona hálfopið og sé alla brekkuna og allt í einu heilt bretti af áburði kalla ég hátt í bílnum: „Stopp!”. Bílstjórinn hélt að ég væri að fara að kasta upp svo hann snarhemlaði. Ég hleyp út, að brettinu af áburðinum, tek upp einn stóran poka og hendi honum á öxlina. Þá öskrar einhver úr bílnum: „Hvað ertu að fara að gera?”. „Kemur í ljós”, kalla ég á móti. Bíllinn brunar í burtu og ég fer lengst upp í brekku og byrja að skrifa í u.þ.b. 5 metra háum stöfum „ÁKI”, sem ég var kallaður á mínum yngri árum. Það fóru örugglega þrír fjórir pokar í þetta og þegar ég kem sveittur niður og hreykinn af afrekinu, þá kemur annar bíll og út úr honum hrynur Hlynur Snær vinur minn. Hann horfir rannsakandi á mig: „Hvað varst þú að gera?”. Ég bendi hreykinn upp brekkuna og hann segir: „Kúl! Skrifum og Hlynur”. Ég var orðinn frekar þreyttur og segist ekki nenna því, ætlaði heim. Þá tekur Hlynur upp áburðarpoka, vippar honum á bakið og segir: „Jæja, ef þú ætlar ekki að hjálpa mér þá ætla ég að skrifa hommi á bak við nafnið þitt. Þarna mátaði hann mig og við enduðum á því að skrifa „ÁKI OG HLYNUR”, sem var frekar vitlaust fyrir sautján ára peyja að skrifa sjálfir undir skemmdarverk- ið. Daginn eftir voru mamma, pabbi og Fríða systir á rúntinum þegar pabbi byrjar allt í einu að bölva þegar hann sá hvað sonur- inn hafði verið að bardúsa við um nóttina. Þetta voru smá skammir en meira vesen var að það átti að banna okkur á Þjóðhátíð. Við lofuðum að reyna að laga þetta en áburðurinn var búinn að brenna sig svo í grasið að það tók fleiri kvöld að græja þetta, sem gekk ekkert of vel.” Besta hefð í heimi „Við erum með algjörlega frábæra hefð. Hún er þannig að hann Ríkharður Zoega, tengdapabbi, þolir ekki svona mikið fyllerí svo hann passar alltaf alla krakkana á föstudeginum, síðan fer Matta tengdamamma aldrei í Dalinn á laugardeginum, svo hún tekur krakkana þá. Síðan heimtar Guðbjörg í Bankanum að taka við krökkunum á sunnudeginum eftir flugeldasýningu. Besta hefð í heimi sem sýnir hvað fjölskyldur eru tilbúnar að taka saman hönd- um þegar ungir foreldrar þurfa að komast á þriggja daga skrall.” Sveinn Jörundur er á tíunda aldursári og hefur farið á jafn margar Þjóðhátíðir. Það besta sem hann veit er þegar FM95BLÖ eru að skemmta en ástæða þess er einfaldlega sú að þeir eru bestir að mati Sveins. Hann bíður því spenntur eftir laugardagskvöldinu en þeir útvarpsmenn stíga á stokk rétt fyrir flugeldasýninguna. Eftirlætisminning Sveins Jör- undar frá Þjóðhátíð er þegar hann fékk að fara með pabba sínum og Helga Braga í blysin og fékk að halda á einu slíku. Aðspurður hvað fjölskyldan gerir í hvíta tjaldinu svarar hann því að þau gæði sér á samlokum og auðvitað flatkökum með hangikjöti. „Bæði mín eftirminnilegasta og uppáhalds Þjóðhátíð er líklega sú sem haldin var í fyrra vegna þess hvað allir voru orðnir extra spenntir að geta loksins haldið Þjóðhátíð eftir að samkomutak- mörkunum lauk” segir Guðbjörg Sól sem hefur aldrei misst af Þjóðhátíð frá fæðingu. Það sem heillar hana mest við hátíðina er sú vinna sem fólkið í samfélaginu leggur á sig við undirbúning hennar. Aðspurð hvað sé nauðsynlegt að hafa með sér í Dalinn nefnir hún hlýjan útifatnað og fullhlaðinn síma. Þá er hún spenntust fyrir því að eyða tíma með bæði fjölskyldu og vinum ásamt því að kynnast nýju fólki í hvítu tjöldunum. Ágúst Halldórsson: Átti að banna okkur á Þjóðhátíð Sveinn Jörundur Ágústsson: Blysin eftirminnileg Guðbjörg Sól Sindradóttir: Nauðsynlegt að vera með fullhlaðinn síma Sveinn Jörundur vel lýstur í brekkunni. Guðbjörg Sól á hestbaki hjá afa sínum. Emilíana Erla, Ágúst, Sveinn Jörundur, Guðbjörg og Rebekka. Mynd: Ófeigur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.