Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 19
3. ágúst 2023 | | 19 þjónustu ljósmæðra og á með- göngu- og sængurlegudeild. Hún lauk prófi sem brjóstagjafaráðgjafi árið 2011 og hefur unnið við ráðgjöf hjá Björkinni ásamt því að hún tók þátt í stofnun hennar. Þá var Þórunn einnig forsprakki styrktarfélagsins Gleym mér ei sem heldur utan um foreldra eftir barnsmissi á meðgöngu, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu, en sjálf missti hún og Stefán frumburð sinn eftir 20 vikna meðgöngu árið 2005. „Gleym mér ei hefur gefið okkur ótrúlega mikið og maður sér einmitt þörfina fyrir félagið. Þetta er svona eins og litla barnið manns, maður á mjög erfitt með að sleppa tökunum af félaginu sem er núna orðið 10 ára” segir Þórunn en félagið heldur utan um styrktarsjóð sem er meðal annars notaður til að útbúa minningar- kassa, ýmsa fræðslubæklinga og til að mynda stuðningshópa. Þá skipuleggur félagið einnig minningarathöfn sem haldin er á ári hverju og er tileinkuð missi á meðgöngu eða barnsmissi. Gott að vera á heilsugæslunni „Það er bara búið að vera æðislegt hérna á HSU. Ég byrjaði að leysa af síðasta sumar og var líka hérna um jólin. Ég er búin að vera hérna á heilsugæslunni og í heimahjúkr- un sem er einmitt mjög skemmti- legt” segir Þórunn. „Hann Aron okkar er búinn með eitt ár í smíð- anáminu í FB þannig hann verður fyrir sunnan í haust og ég verð svona með annan fótinn þar líka og verð hérna eitthvað sömuleiðis. Svo er ég náttúrulega að vinna í Björkinni sem brjóstaráðgjafi og líka að fara í heimahús að aðstoða fjölskyldur þannig að ég ætla að halda því áfram einhvern veginn fyrir sunnan.” Nægjusemi ríkir í Kubuneh Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, mág- kona Þórunnar, rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Allur ágóði af sölu í búðinni Kubuneh, sem selur notuð föt hér í Eyjum, fer í að fjármagna rekstur heilsugæslunnar. Þórunn hefur þrisvar sinnum farið með Þóru og fjölskyldu til Kubuneh til að aðstoða að koma skipulagi á heilsugæsluna og til að sinna almennum heilsugæslustörfum. Þá hefur hún einnig verið að aðstoða mæður í þorpinu meðal annars með fyrirspurnir varðandi brjóstagjöf. „Við fórum öll fjölskyldan um páskana í fyrra og ákváðum þá að taka strákana með og leyfa þeim að upplifa Afríku. Það var ótrú- lega lærdómsríkt enda gríðarlega mikil fátækt þarna og mikið hark, en ég hef einmitt farið þrisvar núna. Íbúar þorpsins eru yndisleg og maður er farinn að kynnast fullt af fólki þarna sem eru vinir manns í dag. Þó að fólk eigi ekki neitt og eru í mikilli þörf þá er það samt svo nægjusamt og ánægt með það sem það á” segir Þórunn. „Fyrst þegar við komum þá lentum við þegar það var komið myrkur og maður var bara svona í pínu sjokki. Það eru náttúrulega engir ljósastaurar né nein lýsing þarna þannig að allt var bara svart og fólk var að brenna rusl þarna út um allt. Maður verður bara strax var við hvað það er mikil neyð þarna og rosa mikil fátækt” segir Þórunn og nefnir Stefán óþrifnað- inn sem hafði verið mikill. Hvað er Kubuneh búið að kenna ykkur? „Að maður á að vera nægjusamur og að maður þarf ekki allt þetta dót og endalaust af einhverjum fötum. Maður á bara að vera ánægður með það sem maður á. Þetta breytir manni algjörlega og maður hugsar ein- hvern veginn allt öðruvísi þegar maður er búinn að fara þangað út” segir Þórunn og bætir Stefán við að minnka þurfi matarsóun hér á landi. Þá segir hann mikið hark í þorpinu að sjá sér fyrir mat á meðan Íslendingar moki í ruslið. Vilja opna fæðingarheimili „Þóra og Daði eru alveg á fullu í þessu og heilsugæslan er orðin ótrúlega flott miðað við aðrar heilsugæslur eða sjúkrahús sem ég hef séð þarna úti. Núna eru komn- ir tveir sjúkrabílar og við búin að fara út líka að kenna og leiðbeina þeim sem starfa á heilsugæslunni sem eru ábyggilega 10 til 15 manns, bæði sjálfboðaliðar og fólk á launum. Ég veit að Þóru langar að opna fæðingarheimili svo að það geti verið fæðingar á heilsugæslunni og svo er náttúru- lega stefnan áfram að gera þau ennþá meira sjálfbær þannig að þetta reki sig sjálft og auðvitað halda áfram að kenna og leiðbeina þeim” segir Þórunn. „Það er búið að vera einstakt ævintýri að fá að upplifa Gambíu og við hefðum aldrei farið til Afr- íku nema bara út af Þóru og Daða bróður og gátum því ekkert sleppt því að fara.” Litlar áhyggjur af Þjóðhátíð „Við verðum í tjaldi með mömmu minni, pabba og systkinum. Við reynum alltaf að vera mikið saman um Þjóðhátíðina og hittumst til að græja tjaldið og smyrja og allt þetta. Mamma er alltaf á fullu að baka og græja og gera þannig að maður þarf að hafa rosalega litlar áhyggjur af Þjóðhá- tíðinni” segir Þórunn. „Ég verð auðvitað bara mikið við vinnu. Ég hef unnið 16 eða 17 Þjóðhátíðir þannig að ég veit alveg að hverju ég geng og það er mjög góður mannskapur með okkur þannig að þetta verður ekkert vandamál” segir Stefán aðspurður hvernig hátíðin leggist í hann sem nýskipaðan yfirlög- regluþjón.Kári, Stefán, Þórunn og Aron í brekkunni. Stefán stendur kaffivaktina í hvíta tjaldinu. Í góðu yfirlæti í Kubuneh.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.