Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 27

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 27
Steyptu danspall á Breiðabakka Fyrir þjóðhátíð 1976 réðust Þórarar í það að steypa danspall á Breiðabakka. „Þetta var bara ein af þessum hugmyndum sem kom upp og það var ekkert ómögulegt í þá tíð.“ Þó svo að einungis hafi verið dansað á pallinum á einni Þjóðhátíð þá var það ekki hans eina hlutverk að sögn Bibba. „Það var einhver útgerðin sem átti þetta tún á þessum tíma og þessi pallur endaði á að vera nýttur sem plan við netaviðgerðir. Við Þórarar tók- um líka upp á því að halda þarna Jónsmessuhátíð í nokkur ár á eftir, þetta voru ágætis samkomur og gáfu þokkalegan aur í kassann,“ sagði Bibbi og brosti. Það vakti athygli blaðamanns að einn af auglýsum dagskrárliðum hátíðarinnar 1976 var brúðkaup: „Gefin verða saman Harpa Rúts- dóttir og Georg Þór Kristjánsson.” Biggi mundi vel eftir þessum „dagskrárlið“. „Í minningunni var þetta eina góða veðrið á Breiða- bakka öll þessi ár þegar Goggi vinur minn giftist Hörpu þá var alveg blíða annars rigndi bara út í eitt þarna suðurfrá.“ Herjólfsdalur kallar Í 11. tölublaði Fylkis í september 1976 sem prentað var rúmum mánuði eftir síðustu Þjóðhátíðina á Breiðabakka var birt frétt undir yfirskriftinni „Herjólfsdalur kall- ar“ og hljóðaði svo, “..byrjað er að tyrfa í Herjólfsdal og er unnið af fullum krafti í dag. Verkinu verður haldið áfram á laugar- daginn kemur. Bærinn leggur til torfið, bílstjórar gefa akstur með það í Dalinn og Fiskimjöls- verksmiðjurnar gefa fiskimjöl til áburðar. Öll vinna verður í sjálfboðaliðsvinnu. Er að vonum mikill áhugi á málinu meðal bæjarbúa.“ Rígurinn náði ekki inn í dal „Það voru allir sammála um það að nú væri tími til að fara að kíkja á dalinn og farið var að huga að flutningi. Það var náttúrlega óg- urlegt verkefni þarna fram undan en fólk hafði svo sem lítið annað gert síðustu ár en að moka vikur. Dalurinn var fullur af vikri, sáning hafði gengið ágætlega á einhverj- um köflum en annarsstaðar var bara hreinsað og tyrft. Tjörnin var líka full af vikri og mold og það var allt mokað og hreinsað og þá var steyptur botn í tjörninni. Það breytti miklu upp á skreytingar í tjörninni. Þetta var allt saman alveg ógurleg vinna sem stóð allt sumarið 1977 og þá var ekki farið að pæla í þessum hefðbundnu þjóðhátíðarstörfum sem átti að sjálfsögðu eftir að vinna eins og smíða svið og annað.“ Birgir segir þrekvirki hafa verið unnið í Herjólfsdal í aðdraganda hátíðarinnar 1977. „Þetta var mjög gott samstarf félaganna beggja og það var það fallega í þessu að mér fannst þessi rígur aldrei ná niður í dal þó að hann mætti finna víða annarsstaðar. Það var þvílíkt afrek að klára þetta og sem betur fer var ákveðið að gera það. Það var bara drifið í hlutun- um og allir mættu og reyndu að gera sitt besta. Samstarfið var magnað það var enginn að velta sér upp úr neinu öðru en að koma sér niður í dalinn. Það voru algerir jaxlar í þessum félögum sem stóðu í þessu það var enginn að pæla í því hvað klukkan var orðin eða hvað var mikið eftir það var bara unnið að settu marki.“ Það þarf að sjálfsögðu ekki að taka það fram en öll þessi vinna sem talin er hér að ofan var unnin í sjálfboðavinnu. Líkindi með hátíðunum 1977 og 2022 Birgir segir hátíðina sjálfa ekki síður hafa verið eftirminnilega. „Það var ekki hægt að fá betra veður og ég gleymi aldrei þessari hátíð. Það var alger blíða og sól alla hátíðina. Gæslan hafði mestar áhyggjur af því að þeir sem sofn- uðu utandyra yrðu sólbrenndir. Það var alveg ótrúlegur andi yfir þessari hátíð, fólkið var svo ánægt að komast aftur í dalinn. Það var svo einbeittur vilji að gleðjast saman í Herjólfsdal.“ Birgir segir margt hafa verið líkt með hátíðinni 77 og í fyrra. „Já, ég skynjaði alveg svipaða gleði. Þó svo að fólk hafi bæði í covid og eftir gos lagt sig fram um að halda Þjóðhátíð með breyttu sniði þá var fólk alveg ofboðslega ánægt að fá Þjóðhátíð aftur í Herjólfsdal þar sem hún á heima.“ Það var ekki hægt að segja skilið við þá félagana án þess að spyrja þá út í það hvað þeir telji að valdi því að Þjóðhátíð hafi staðið að sér allar þær þjóðfélagsbreytingar og áföll sem hafa á henni hafa dunið í gegnum tíðina. Þeir tóku báðir í svipaðan streng og töluðu um þann ótrúlega hóp af fólki sem hefur staðið á bakvið hátíðina í gegnum tíðina og svo auðvitað hafi það verið mikill drifkraftur hér á árum áður að gera betur en hitt félagið á undan með öllum ráðum. Það var ekki laust við það að blaðamaður og viðmælendur báðir væru komnir í þjóðhá- tíðargírinn eftir þessa fróðlegu yfirferð. 3. ágúst 2023 | | 27 Þau er mörg verkefnin sem Bibbi hefur tekið að sér á þjóðhátíð en eitt þeirra er að merkja tjöldin. Mynd; Addi í London Myndarleg tjaldborg á Breiðabakka. Mynd; Sigurgeir Jónasson Búferlaflutningar á Þjóðhátíð 1974. Mynd; Sigurgeir Jónasson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.