Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 29

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 29
Tanya Rós Jósefsdóttir Goremyk- ina og Gabríel Martinez Róberts- son kynnast árið 2015. Á þeim tíma þekktust þau lítið, þrátt fyrir að aðeins eitt ár sé á milli þeirra. „Við fórum meira að segja saman á handboltamót til Svíþjóðar án þess að eiga í samskiptum en byrjum svo að hittast stuttu eftir það. Hann hefur verið í handbolta síðan hann var níu ára og var mjög efnilegur og góður þegar við byrjum að hittast. Hann hefur alltaf verið góður í íþróttum en handboltinn var snemma tekinn fyrir.“ Sjálf spilaði Tanya handbolta öll uppeldisárin. „Við vorum bæði í handbolta og fótbolta á yngri árum en völdum snemma hand- boltann. Ég var í markinu í báðum íþróttum en fannst spennan og þátttaka mín í handbolta meiri og því var valið á milli íþróttanna auðvelt fyrir mig.“ Tanya segir gaman að fá að alast upp í kringum íþróttina og hefur hún gaman af því að styðja við bakið á sínum manni. Hún mætir á flesta heimaleiki hafi hún kost á, bæði í 3. flokki, U-liðinu og núna í Meistaraflokki. „Ég horfi alltaf á útileiki en tími leikja getur haft þar áhrif og að finna góð gæði á streymi getur reynst erfitt. Þó handboltatíminn sé að mestu ánægjulegur er hann ekki gallalaus og getur það reynst erfitt að plana frí. Allt er það er samt þessi virði.“ Tanya segir það auðvitað vera auka stress þegar makinn spilar mikilvægan leik. „Maður vill að þeim gangi sem allra best. Gabríel gerir miklar kröfur á sjálfan sig og vill standast væntingar í hverjum leik. Og ég vil að honum takist alltaf að spila sinn besta leik.“ Á meðan á úrslitakeppninni stóð viðurkennir hún að þau hafi verið nokkuð sigurviss fyrst eftir að undanúrslitum Hauka og Aft- ureldingar lauk. „Liðið var búið að sigra og spila með sóma alla keppnina og litu bara mjög vel út heilt yfir. Ég get alveg viður- kennt það að eftir fyrsta leikinn í úrslitum var tilfinningin hjá mér bara svolítið; við erum með þetta og ég var bara heilt yfir spennt fyrir leikjunum. Hafði fulla trú á strákunum. Það þarf mjög mikið til að koma til baka í stöðunni 2-0 kafla og sigra á útivelli. Sérstak- lega í Vestmannaeyjum. Hauka- menn komu virkilega á óvart, þeir voru bæði að spila með minni breidd og ekki úthvíldir. Það var síðan mjög svekkjandi að tapa þriðja leiknum og fá ekki að vinna á heimavelli. Þegar fjórði leikurinn tapast svo á útivelli var maður orðin mjög stressaður. Við mættum síðan tveimur og hálfum tíma fyrr upp í íþróttahús fyrir úrslitaleikinn hér heima og ég alveg hreint titraði af spenningi og stressi. Gabríel var stressaður og strunsaði fram og til baka um heimilið fyrir leik en varð síðan aðeins rólegri eftir að við mættum í hús. Ég veit ekki hvað það var en um leið og við vorum búin að skora fyrstu mörk leiksins varð ég mun rólegri og fann mig bara í stemningunni. Það var bara einhver fílingur og þeir voru með þetta.“ Eftir úrslitaleikinn eyddi liðið miklum tíma saman í alls kyns skemmtun. Það var ótrúlega gaman að sjá og fá að taka þátt sérstaklega því við erum að kveðja svo marga æðislega leik- menn, þjálfara og fleiri sem koma að handboltanum hérna í Eyjum. Það var mikill tími tekinn frá fyrir fögnuðinn og við konurnar í liðinu fengum auðvitað að taka þátt sem var ótrúlega gaman, segir Tanya að lokum. Ætlar þú að vera á Þjóðhátíð? Já ég mæti í Dalinn. Það er mikil til- hlökkun fyrir hátíðinni í ár, margir flottir tónlistarmenn á dagskrá og Dalurinn lítur vel út. Titraði af spenningi og stressi HALLDÓRA KRISTÍN ÁGÚSTSDÓTTIR 861 1105 - viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna- og skipasali dora@husfasteign.is - Lág söluprósenta - Allar eignir sýndar af fasteignasala - Fagljósmyndun - er með kaupendur af raðhúsi eða eign á jarðhæð - Legg mikið upp úr persónulegri og vandaðri þjónustu, þar sem kaupendur og seljendur eru vel upplýstir um stöðu mála, góð eftirfylgni, hröð en vönduð vinnubrögð Ert þú að hugsa um að selja eignina þína? VANTAR ALLAR TEGUNDIR EIGNA Á SKRÁ VEGNA MIKILLAR SÖLU UNDANFARIÐ S T R A N D V E G I 4 3 A

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.