Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 10
10 | | 3. ágúst 2023
í hreinsun fyrir nokkrum árum.
Eitthvað hafði það hlaupið því
tengdapabbi þurfti að saga súlurn-
ar til svo dúkurinn passaði. Eitt
af minnstu tjöldunum í Dalnum,“
segir Kristjana. „En karakterinn er
alltaf jafnstór,“ segir Kári.
Ekki segjast þau ganga í fótspor
foreldranna þegar kemur að
undirbúningi þjóðhátíðar enda
allt miklu af-
slappaðra en
á árum áður.
„Við höfum
oft notið
þess að deila
tjaldinu með
hótelstjóran-
um á Hótel
Vestmanna-
eyjum, henni
Maríu Ýr,“
segir Kristj-
ana og á þar
við Maríu
Ýr Krist-
jánsdóttur
mágkonu
sína. „Hún er
einstaklega
myndarleg í
einu og öllu.
Það verð-
ur enginn
svangur með
henni í tjaldi.
Hún er sko
sjúklega
myndarleg og það er allt gott sem
hún gerir.“
Kári vill halda nafni konunnar
á lofti og nefnir hinar ómissandi
lefsur sem Kristjana bakar. Segir
þær hafa öðlast mikla frægð en
hvað eru lefsur? „Það er réttur
sem Kristjana Ingólfs og Kol-
brún Sól, frænkur mínar voru
alltaf með. Tacopönnukaka með
allskonar gromsi og skorin í litla
bita. Alltaf jafngott og ógeðslega
vinsælt,“ segir Kristjana.
„Döðlugottið er alltaf vinsælt.
Samlokurnar og lagterturnar,
hvítu og brúnu sem mamma bakar
klikka ekki.“ segir Kári. „Núna
erum við færri en venjulega, allir
á ferðalagi og í útlöndum. Þegar
við erum öll er umfangið meira,
allir koma með sitt, gamaldags
og nýmóðins og alltaf möffins og
pitsusnúðar fyrir börnin,“ segir
Kristjana.
Það er
ekki bara að
tjaldið eigi
sér sögu, það
sama á við
um húsgögn-
in. „Við erum
búin að vera
með sömu
húsgögnin
og koffortið
í yfir 20
ár. Planið
er, þó það
gamla standi
fyrir sínu
að fjárfesta
í nýju og
stærra tjaldi
á næstunni,“
segir Kári.
Er fjöl-
skylduhátíð
Og áfram er
spjallað um
Þjóðhátíðina
og leggja þau áherslu á að hún er
fjölskylduhátíð. „Þegar krakkarnir
voru yngri fór maður með þeim á
barnaskemmtunina. Það var alltaf
gaman, kaffi í tjaldinu, stemming
og spjall, verður rigning eða ekki?
Þarf að setja plast undir dúkinn
eða ekki? Ef dúkurinn er og engin
rigning verður tjaldið eins og
gufubað og allir brjálaðir,“ segir
Kári.
Hver finnst ykkur hápunkturinn
á þjóðhátíðinni? „Fyrir mína parta
finnst mér brennan flottust,“ segir
Kári. „Ég er eiginlega sammála.
Brennan stendur okkur nærri. Það
er handboltinn sem sér um hana
og mikið lagt í að hún verði sem
flottust. Það er okkar fólk sem
stendur vaktina á Fjósakletti og
það finnst mér mjög hátíðlegt.
Svo er alltaf geggjað að sjá blysin
á sunnudeginum. Annars finnst
mér hátíðin verða flottari eftir því
sem ég verð eldri. Ekki síst þegar
maður er komin með krakka. Þá
sér maður betur hvað þetta er
stórfenglegt,“ segir Kristjana.
Þau segja tjaldið skipta miklu
máli, það er bækistöðin og
tenging við gamlar hefðir sem
eru þó að breytast. „Áður var
þrýstingur, ef ekki var allt fyrsta
flokks í tjaldinu fengu konur á
sig stimpil, hún er ekki myndar-
leg húsmóðir. Þetta hefur breyst
og í dag spilum við þetta eftir
hendinni. Byrjum ekki að baka í
maí,“ segir Kristjana.
Skreyttu vitlaust tjald
Á hverju ári er þema í tjaldinu
og Kári hefur ákveðnir hugmynd
um hvað það eigi að vera í ár.
Hugmynd sem hann ætlar að
halda til streitu þó ekki séu allir á
eitt sáttir. „Mig langar til að vera
með íþróttaþema, setja búninga á
súlurnar, treyjur og dót úr öllum
áttum,“ segir Kári en Kristjana
rifjar upp tjöldunina í fyrra þar
sem Kári og Gústaf bróðir hans
fengu ekki háa einkunn fyrir.
„Þeir tjölduðu og sögðu svo
Maríu Ýr og Silju Rós hans
Gústafs hvar tjaldið var. Þær fóru
og skreyttu og gerðu allt mjög
fínt. Kom í ljós að þær voru að
skreyta vitlaust tjald. Þurftu að
taka allt niður og voru ekki glaðar.
Þetta var ógeðslega fyndið,“ sagði
Kristjana sem var svo heppin að
vera í vinnu þegar þetta gerðist.
„En sterkasta minning mín er,“
segir Kári. „Er Síðasti dansinn
hans Árna Johnsen sem byrjar á
yndislegu harmónikuspili. Maður
á labbi niður Skvísusundið, fram
hjá gosbrunninum, mölin í kring
brakar undir fæti, ljósin og Síðasti
dansinn hljómar í græjunum.
Yndislegt.“
„Maður er stoltur að við skulum
halda úti svona stórri útihátíð. All-
ir svo glaðir, til í hjálpa hver öðr-
um og það er svo gaman,“ segir
Kristjana og Kári tekur undir það.
„ÍBV skiptir bæjarfélagið miklu
máli. Allt þetta fólk sem hingað
kemur vegna viðburða á vegum
ÍBV, TM-mótið, Orkumótið og
þjóðhátíðin skilar miklum pen-
ingum inn í samfélagið. Ekki síst
til fyrirtækja í þjónustu. Gisting,
veitingahús og fatabúðir njóta
góðs af. ÍBV er ótrúlegur partur
í því að skapa peninga fyrir Vest-
mannaeyjar. Það verður að bera
virðingu fyrir því,“ segir Kári.
Sjálf eru þau á fullu í ferða-
mennsku og nóg að gera um
helgina stóru. Kristjana stjórnar
og nú er Kári með klósettburstann
á lofti en ekki handboltann. En
það breytist í ágúst.Ekki fer sögum af hæfileikum Kára á gítarinn.
Í Dalnum, Kristjana, Klara, Kári og Kristján í góðum gír.
” Sterkasta minning
mín er Síðasti
dansinn hans
Árna Johnsen sem
byrjar á yndislegu
harmónikuspili.
Maður á labbi niður
Skvísusundið, fram
hjá gosbrunninum,
mölin í kring
brakar undir fæti,
ljósin og Síðasti
dansinn hljómar
í græjunum.
Yndislegt.