Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 28

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 28
28 | | 3. ágúst 2023 Linda Björg Ómarsdóttir og Theo- dór Sigurbjörnsson kynntust árið 2010. Saman eiga þau Eið Gauta fimm ára og Elísabetu Dögun þriggja ára. Frá því þau kynnast hefur handbolti verið partur af lífi þeirra. Linda stundaði sjálf handbolta þegar hún var yngri og fór á alla kvennaleiki með móður sinni. Linda segir að Theodór hafi blómstrað í handbolta eftir að ÍBV komst upp í efstu deild árið 2013 og nær eftir það frábærum árangri. „Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með honum bæði fyrir mig sem maka og fyrir krakkana sem eru svo stolt af pabba sínum sem er sigursælasti leikmaður ÍBV frá upphafi.“ Linda er mikill stuðningsmaður og lætur sig ekki vanta á leiki þegar hún getur. Hún segir þó að það sé aðeins meira krefjandi eftir að þau eignuðust börn. Æfingar oft á matar- og háttatíma en hún segir það vera þess virði, sérstak- lega þegar þeir vinna bikar. „Að fylgjast með deildarleikjum er gaman en að fylgjast með leikjum þar sem spilað er upp á bikar sé frábært, sérstaklega gaman að fylgjast með ÍBV þar sem liðs- heildin er svo frábær.“ Á meðan á úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn stóð var mikil spenna á heimilinu og smá stress. Linda segir tilfinninguna, þegar þeir unnu Íslandsmeist- aratitilinn vera frábæra. „Að sjá eitthvað sem búið er að vinna markvisst að og leggja mikla vinnu í skila sér er frábært“. Frá hennar sjónarhorni var fögnuð- urinn heldur rólegri en hjá liðinu en eftir leik var fagnað upp á Háalofti og lokahófið var síðan haldið á föstudeginum. Ætlar þú að vera á Þjóðhátíð? „Nei, við ætlum að fara til Tener- ife yfir þessa Þjóðhátíð en verðum á næstu.“ Fyrir 12 árum síðan kynntust þau Svava Tara Ólafsdóttir og Dagur Arnarsson. Saman eiga þau son- inn Flóka og rekur hún verslunina Sölku. Svava Tara hefur alltaf haft áhuga á handbolta. Sjálf æfði hún handbolta og segir hún áhugann upphaflega hafa kviknað þar og að sjá bræður sína spila. „Ég hef alltaf haft gaman að fylgjast með handbolta en það er miklu skemmtilegra að fylgjast með einhverjum sem maður þekkir og heldur með.“ Frá því að Svava Tara og Dagur kynnast hefur Dagur spilað handbolta. Tímabilin geta verið strembin. „Hjá mér varð þetta meiri vinna þegar ég hóf reksturinn og ennþá meiri vinna þegar ég eignaðist Flóka. En við erum heppin með fjölskyldu og ég með starfsfólk svo það reddast oftast allt.“ Svava Tara segir handboltann bjarga vetrinum, þar sem lítið annað er í gangi. Hún segir að þrátt fyrir að úrslitakeppnin hafi verið í gangi hafi andrúmsloftið á heimilinu verið frekar rólegt. „Það er kannski meiri spenningur en það er ekki mikið stress í Degi fyrir leiki sem róar mig.“ Að vera maki og áhorfandi á þessum mikilvægu leikjum segir hún vera hrikalega gaman, mikill spenningur og hvað þá þegar umgjörðin er eins og hún var núna í úrslitakeppninni. Hún stendur við bakið á sínum manni sama hvernig fer og segir þá heppna með sjálfboðaliða og þá sem koma að þessu. „En maður er mikilvægastur þegar þeir tapa því þá þurfa þeir einhvern sem hvetur þá áfram.“ Þess var þó ekki þörf þetta árið þar sem ÍBV hampaði Íslands- meistaratitlinum og segir hún tilfinninguna ólýsanlega. „Það að sjá kærastann sinn svona glaðan og ná markmiðum sínum er besta tilfinningin. Hvað þá allt samfé- lagið sem samgladdist þeim svo mikið og gafst aldrei upp á að hvetja þá áfram“, segir Svava Tara að lokum. Ætlar þú að vera á Þjóðhátíð? „Já, ég verð á Þjóðhátíð. Það er alltaf spenna fyrir þessari viku sem er framundan.“ Handboltalið ÍBV náðu frábærum árangri á tímabilinu 2022 til 2023. Stelpunar stóðu uppi sem deildar- og bikarmeistarar og strákarnir hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum. Náðu þrem- ur titlum af sex sem verður að teljast einstakur árangur. Árangur næst ekki nema með mikilli vinnu leikmanna en að baki þeirra er fjölskylda. Til að kynnast þeirri hlið tókum við maka nokkurra þeirra tali. Aðdáunarvert að fylgjast með honum Eiður Gauti, Theodór, Linda Björg og Elísabet Dögun á góðri stundu. Ólýsanleg tilfinning Dagur og Svava Tara eftir úrslitaleikinn. DÍANA ÓLAFSDÓTTIR / diana@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.