Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 20
20 | | 3. ágúst 2023 Kristín Halldórsdóttir er með- stjórnandi Kvennakórs Vest- mannaeyja og átti upphaflega hugmyndina af stofnun kórsins. Kristín hefur frá upphafi verið formaður en á síðasta aðalfundi ákvað hún að stíga til hliðar sem formaður og Helga Björk Georgs- dóttir tók við keflinu. Kvennakór Vestmannaeyja hefur tvö ár í röð tekið þátt í Þjóðhá- tíðarlaginu og heyrði blaðamaður Eyjafrétta í Kristínu um þetta skemmtilega verkefni. Hvernig kom það til að kvenna- kórinn varð að veruleika? „Ég ákvað eitt kvöld í febrúar 2020 að skella í eina Facebook færslu á þeirri stórskemmtilegu síðu „Kvenfólk í Eyjum“ og kanna hvort ég myndi ekki finna nokkrar konur með mér í smá sönghóp eða jafnvel lítinn kór. Ég veit nefnilega að það er ótrúlega mikið af Eyjamönnum sem elska að syngja og held að það sé okkur í blóð borið. Það stóð ekki á viðbrögðum við þessari færslu minni en 180 kommentum síðar var ákveðinn stofnfundur kórsins 1. mars 2020. Á sjötta tug kvenna mætti á stofnfundinn og hófust æfingar stuttu síðar. Starfið hefur samt ekki gengið áfallalaust fyrir sig og nokkrir hnökrar hafa vissulega verið á starfi og rekstri kórsins síðan þá. Við könnumst öll við orð eins og hópamyndanir, fjöldatakmörk og sóttvarnarreglu og setti sú uppákoma sannarlega strik í reikninginn hjá þessum nýstofnaða kór strax í upphafi bæði varðandi æfingar og rekstur kórsins sem varð rosalega þungur á þessum tíma. En með dyggri aðstoð nokkurra fyrirtækja hér í Eyjum tókst okkur að halda þessu öllu gangandi og erum við þeim fyrirtækjum ævinlega þakklátar. Í dag eru 30 konur starfandi í kórnum og ótrúlega skemmtilegur og fjölbreyttur hópur.“ Hvernig gengur undirbún- ingurinn fyrir Þjóðhátíðina? „Undirbúningur gengur bara vel. Hluti kórsins fór í upptökur á þjóðhátíðarlaginu í apríl ásamt karlakórnum sem heppnuðust vel og má heyra kórana óma undir í viðlögum og svörum í laginu. Við eigum svo eftir að taka eina æfingu í Þjóðhátíðarvikunni. Þetta er frekar auðvelt sem við erum að gera en við syngjum viðlagið og erum með tvær línur á öðrum stað í laginu. Þetta er alls ekki mikil vinna, bara gaman. Hópurinn á Þjóðhátíðinni mun samanstanda af 22 konum úr Kvennakór Vestmannaeyja og svo er Karlakór Vestmannaeyja með okkur þannig að það má búast við myndalegum hópi Eyjamanna á sviðinu í ár.“ Magnað ævintýri Hvernig er upplifunin að fá að taka þátt í Þjóðhátíðarlaginu? „Það eru allir spenntir fyrir þessu held ég. Þetta er annað árið í röð sem okkur hlotnast sá heiður að taka þátt í frumflutningi Þjóð- hátíðarlagsins og þetta er alveg mögnuð tilfinning að standa uppi á þessu risastóra sviði og horfa yfir brekkuna. Klara Elías og Emmsjé Gauti eru alveg svakalega ólíkir tónlista- menn að vinna með. Klara er með allt á hreinu og með ákveðnar skoðanir á hlutunum á með- an Gauti er rosalega slakur að eðlisfari og spilar þetta meira „as we go“. Hann er alveg hrikalega skemmtileg týpa með endalausa orku og maður er bara einhvern veginn slakur í kringum hann. Í fyrra vorum við að gera þetta í fyrsta skiptið og það var pínu svona stress í gangi kannski þess vegna en núna erum við orðnar „sjóaðar“. Gauti er ótrúlega róleg- ur yfir þessu þannig að það róar mann líka helling. Við hlökkum bara rosalega til og vonandi skil- um við þessu vel af okkur.“ Hvernig er stemmingin í hópnum fyrir Þjóðhátíðinni? „Stemningin er bara góð. Þjóðhátíðarfiðrildin eru að mæta í magann og undir- búningur í fullum gangi hjá öllum. Hópurinn er spenntur fyrir þessu verkefni en auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en í fyrra þar sem við höfum flestar staðið á sviðinu núna og vitum hvernig þetta geng- ur allt saman fyrir sig. Við erum alveg svakalega þakklátar að fá að taka þátt í þessu magnaða ævintýri annað árið í röð. Það er gríðarlegur heiður fyrir svona nýjan kór að fá svona tækifæri og að heyra raddir okkar kvenna óma í útvarpi oft á dag er algjörlega ólýsanleg tilfinning. Algjörlega ólýsanleg tilfinning DÍANA ÓLAFSDÓTTIR diana@eyjafrett ir. is Kvennakór Vestmannaeyja í fullum skrúða.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.