Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 24

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 24
24 | | 3. ágúst 2023 Það sem börnin segja um Þjóðhátíð: Skemmtilegast að sprauta línuspreyi á aðra SALKA ÖRVARSDÓTTIR / salka@eyjafrett ir. is Arnar Dan Vignisson Aldur: 7 ára. Fjölskylda: Mamma heitir Arndís og pabbi heitir Vignir, Ísak stóri bróðir, hann er í löggunni, og Arn- aldur Sær litli bróðir. Svo eigum við hund sem heitir Perla. Ég á líka frænku sem heitir Dísella. Hvað er Þjóðhátíð? Þegar allir tjalda og syngja í brekkunni og eru fram á nótt. Hvað er skemmtilegast við Þjóð- hátíð? Að kaupa nammi og dót. Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhá- tíð? Fimm sinnum. Hvað er uppáhalds þjóðhátíðar- lagið þitt? „Ég fer á Þjóðhátíð, oohh ooohhh” (FM95Blö). Ertu spennt/ur að byrja aftur í skólanum bráðum? Já já. Emilía Dís Karlsdóttir Aldur: 6 ára. Fjölskylda: Kalli, Emma og svo Emil bróðir. Hvað er Þjóðhátíð? Maður heldur upp á risastóra veislu sem er í þrjá daga. Hvað er skemmtilegast við Þjóð- hátíð? Að syngja og dansa upp á sviði og stundum í brekkunni. Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhá- tíð? 6 sinnum. Hvað er uppáhalds þjóðhátíðar- lagið þitt? Í dalinn, það er svo fyndið. Ertu spennt/ur að byrja aftur í skólanum bráðum? Já ógeðslega ógeðsla spennt. Eva Laufey Leifsdóttir Aldur: 9 ára. Fjölskylda: Mamma mín heitir Gígja og pabbi minn Leifur og svo litli bróðir minn Aron Dagur og ég. Hvað er Þjóðhátíð? Það er að sitja í brekkunni og hlusta á tónlist. Borða og sitja í tjaldinu. Hvað er skemmtilegast við Þjóð- hátíð? Sitja í brekkunni og hlusta. Taka þátt í söngvakeppninni. Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhá- tíð? Alltaf held ég. Hvað er uppáhalds þjóðhátíðar- lagið þitt? Göngum í takt og Þúsund hjörtu. Ertu spennt/ur að byrja aftur í skólanum bráðum? Já, hlakka til að hitta alla krakkana í skólanum. Eyþór Addi Sæþórsson Aldur: 8 ára. Fjölskylda: Mamma, pabbi, Bjart- ey Ósk stóra systir og Ari Fannar litli bróðir. Hvað er Þjóðhátíð? Það er hátíð sem var haldin þegar sumarið var búið í gamla daga. Núna er það hátíð til að hafa gaman. Hvað er skemmtilegast við Þjóð- hátíð? Sprauta línuspreyi á aðra. Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhá- tíð? Fimm sinnum. Hvað er uppáhalds þjóðhátíðar- lagið þitt? Göngum í takt með Hreimi. Ertu spennt/ur að byrja aftur í skólanum bráðum? Já já. Fannar Ingi Eyþórsson Aldur: 9 ára. Fjölskylda: Pabbi minn heitir Ey- þór og mamma mín heitir Andrea. Svo á ég bróðir Kjartan Freyr og systir mín heitir Ísalind. Hvað er Þjóðhátíð? Það er hátíð sem er haldin í dalnum sem er ógeðslega skemmtileg. Hvað er skemmtilegast við Þjóð- hátíð? Ég hitti frænkur mínar og frænda og svo er brennan mjög spennandi og fáum okkur gott að borða og svo vaki ég lengi. Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhá- tíð? Allar sem hafa verið haldnar frá því ég fæddist. Hvað er uppáhalds þjóðhátíðar- lagið þitt? Þúsund hjörtu með Emmsjé Gauta og Fm95Blö Ft. Jóhanna Guðrún - Ég ætla að sigra Eyjuna eru mjög skemmtileg og uppáhalds. Ertu spennt/ur að byrja aftur í skólanum bráðum? Smá, hlakka til að hitta krakkana og líka hitta kennarann og aðstoða kennarann. Myrra Rún Bjarnadóttir Aldur: Er alveg að verða 8 ára. Fjölskylda: Mamma mín heitir Arna og pabbi heitir Bjarni, svo á ég líka tvö systkini sem heita Einar Bent og Björt. Hvað er Þjóðhátíð? Eitt stórt partý – bara allir að skemmta sér saman (eins og að fagna nýju ári). Hvað er skemmtilegast við Þjóðhátíð? Mér finnst brekku- söngurinn og söngvakeppnin fyrir krakkana skemmtilegast. Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhá- tíð? Hef aldrei sleppt Þjóðhátíð síðan ég fæddist. Hvað er uppáhalds þjóðhátíðar- lagið þitt? Takk fyrir mig. Ertu spennt/ur að byrja aftur í skólanum bráðum? Jáá, soldið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.