Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 17
3. ágúst 2023 | | 17 þrjú gigg; barna, frumsyngja og síðan um kvöldið. Síðan er það bara beint í háttinn, sofa í fimm og hálfan tíma og beint í dallinn. Þetta verður rosalegt. Rosaleg keyrsla.” En hvernig ertu úti á sjó? „Ég hef eiginlega alltaf sloppið við að fara í löngu ferðina, svona oftast. Hingað til hefur verið fínt sko en ég lofa engu. Ég hef gaman af því að fara í Herjólf, það er einhver svona stemning að mæta og láta eins og túristi sem hefur aldrei farið á sjó áður og reyna að standa í fæturnar og fá nojuna að maður sé að verða sjóveikur.” Samið í snjóþungum mars Eftirlætis þjóðhátíðarlag Gauta er „Lífið er yndislegt” með Hreimi Erni Heimissyni og segir hann það hafa kjarnað nýtt tímabil af þjóðhátíðarlögum. „Við leituðum alveg í lagið að einhverju leyti svona án þess að fara að stela. Það er auðvitað rosalega erfitt að vera bara í apríl eða snjóþungum mars að semja um Þjóðhátíð því maður er náttúrulega ekkert þar. Við þurftum því svolítið að loka augunum, skoða gamlar myndir og fara yfir katalogginn til að fá þetta aðeins í æð.” Hvað þarf þjóðhátíðarlag að hafa? „Kassagítar og svo er nauðsynlegt að þetta sé lag sem að fólk getur sungið með. Þetta má ekki vera of flókið og þetta má ekki vera of kúl heldur þarf þetta að vera svona temmilega næs, rúllandi í gegn. Síðan finnst mér einhvern veginn nauðsynlegt að það sé hægt að búta það niður og að það sé hægt að taka það í alls konar formum, eins og á kassagít- ar í tjaldinu eða það að kór geti sungið það eða hvað sem er. Bara að fólk geti tekið þátt í því að flytja lagið sem auðvitað styrkir lagið og gerir það stærra.” Hvern myndir þú vilja sjá vera með þjóðhátíðarlagið næst?„Ég skora á þjóðhátíðarnefnd að fá einhvern af yngri kynslóðinni af konum til að spreyta sig á laginu og gefa kyndilinn áfram því við eigum svo endalaust af flottu tón- listarfólki. Það er erfitt að nefna eitthvað eitt nafn en ég skora allavega á að það verði valið vel og að einhver nýr, sem hefur ekki samið lagið áður, fái kyndilinn á næsta ári.” Nauðsynlegt að passa upp á hvort annað „Það sem hefur heillað mig sérstaklega svona í seinni tíð er að taka eftir hvað þetta er mikil fjölskylduskemmtun yfir daginn. Auðvitað eru flestir sem stefna að því að skemmta sér vel en það er því miður alltaf eitt og eitt fífl sem skemmir fyrir heildinni. Það er rosalega nauðsynlegt að við tökum öll þátt í því að passa upp á hvort annað og að við förum varlega. Þetta á að snúast um ást og umhyggju, en það eru alltaf einhverjir menn að stjána bláast og aðrir í einhverjum fáránlegum hlutum.” Spenntur fyrir Slippnum „Ég elska að fara til Gísla á Slippinn og það er alltaf to do á árinu hjá mér að fara til hans að borða. Ætli við fjölskyldan séum ekki bara spenntust fyrir því að fara til hans og síðan bara labba um og leyfa börnunum að upplifa skemmtunina yfir daginn og bara einhvern veginn vera meðvituð um sig í geðveikri náttúru.” Ætliði að kíkja eitthvað í hvítu tjöldin? „Já, verður maður ekki að gera það? Ég allavega stoppa alltaf hjá Þuru Stínu og fjölskyldu og konan mín þekkir eitthvað lið líka. Ég væri að ljúga ef ég væri ekki að segja að ég er ótrúlega spenntur fyrir því að labba á milli tjalda og vera lukkutröllið í ár og allir bara eitthvað vúú, þúsund hjörtu!” segir Gauti og hlær. Gauti um borð í Herjólfi ásamt Benjamíni Bent Árnasyni, trommara. - hluti af samfélaginu síðan 1974 ERTU EKKI ÖRUGGLEGA Í ÁSKRIFT? Það er einfalt að gerast áskrifandi á eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.