Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 30

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 30
30 | | 3. ágúst 2023 Baldvin Freyr Ásmundsson er fæddur og uppalin í Reykjavík. Kærasta Baldvins er Eyjamær- in Ásta Björt Júlíusdóttir sem spilar með meistaraflokki kvenna í handbolta. Uppeldisfélag Baldvins er Fram en í dag spilar hann fótbolta með KFS hér í Eyjum. Baldvin og Ásta kynnast á Þjóðhátíð 2022 og flutti hann til Eyja í apríl síðastliðnum og líkar vel. Áður en Baldvin flutti til Eyja fór mikill tími í að púsla saman fjarsambandi og handbolta. Segir hann tímabilið hafa einkennst af mikilli stemningu í bland við spennu og stress, „Mikill tími fór bæði í deildina, bikarkeppnina og svo úrslitakeppnina sjálfa,“ Að hans mati finnst honum lífið í kringum handboltann vera ansi venjulegt en að sjálfsögðu séu hlutir sem þarf að taka tillit til eins og að þetta geti verið tíma- frekt, krefjandi en mest af öllu skemmtilegt. Baldvin segir stelpurnar geta gengið stoltar frá tímabilinu „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að þær myndu taka þessa bikara og ná þrennunni en þetta voru auðvitað margir leikir og mikið álag svo það gekk ekki í restina en þær geta gengið stoltar frá þessu tímabili með tvo bikara enda frábærar í allan vetur.“ Að lokum deildi Baldvin því eftirminnilegasta frá tímabilinu sem var þegar stelpurnar urðu bikarmeistarar. „Ásta var manna glöðust með bikarinn og drakk „nokkra“ bjóra á leiðinni til Eyja og var fljót að sofna þegar við mættum heim. Titlarnir tveir eru að sjálfsögðu það sem stendur upp úr og ÁFRAM ÍBV,“ segir Baldvin að lokum. Ætlar þú að vera á Þjóðhátíð? Ég verð á Þjóðhátíð af sjálfsögðu, maður er hrikalega spenntur fyrir Þjóðhátíðinni. Þetta er mín fyrsta Þjóðhátíð búandi á Eyjunni svo það verður gaman að prófa að vera „heimamaður”. Páll Eiríksson er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Í dag starfar hann á Herjólfi og er í Stýrimannaskólanum. Maki Palla er Ólöf Maren Bjarnadóttir mark- maður í meistaraflokki kvenna í handbolta. Palli og Ólöf kynnast árið 2020 og eiga saman dótturina Ástrós Berthu. Sjálfur spilaði Palli handbolta og í dag spriklar hann í handbolta sér til gamans. Síðastliðið handboltatímabil var bæði stressandi og spennandi og segir Palli það vera það sem geri þetta skemmtilegt. Það sem stóð upp úr var klárlega Bikarmeistara- titillinn hjá stelpunum „Þetta er mikil skuldbinding, mikill tími fer í æfingar, leiki og annað sem tengist handboltanum, en það er líka gaman og skemmti- legt að fara á leiki sérstaklega þegar gengur vel eins og hjá stelpunum síðasta vetur.“ Palli segir tilfinninguna á úrslitaleiknum í bikarnum afar skrýtna, „Marta markmaður fékk rautt spjald í fyrri hálfleik og Ólöf þurfti að koma inn á og klára leik- inn. Ég verð að viðurkenna það að ég var alveg virkilega stressaður þá því þetta voru hennar fyrstu mínútur inn á handboltavelli eftir árs pásu vegna barnsburðar. En það kom ekki að sök og tilfinn- ingin eftir leik var frábær“, segir Palli að lokum. Ætlar þú að vera á Þjóðhátíð? „Já, ég ætla að vera á Þjóðhátíð, maður er alltaf spenntur fyrir Þjóðhátíð. Parið Richard Sæþór Sigurðsson og Harpa Valey Gylfadóttir deila því sameiginlega áhugamáli að æfa og spila handbolta en Richard fæddur og uppalinn Eyjamaður. Þegar hann var níu ára flutti hann á Selfoss og í dag æfir hann og spilar handbolta með Selfossi. Richard kynnist Hörpu Valey Gylfadóttur árið 2022 og deila þau því sameiginlegu áhugamáli þar sem Harpa Valey spilaði með Meistaraflokki kvenna í handbolta síðastliðið tímabil þegar ÍBV varð bæði deildar -og bikarmeistari. Harpa Valey er á förum frá ÍBV þar sem hún hefur samið við Selfoss til næstu þriggja ára. Richard segir að stemmingin hjá þeim þetta tímabil hafi verið afar góð en þar sem þau bjuggu ekki á sama stað þurftu þau að plana það að hittast í kringum handboltann. „Við reyndum að nýta útileikina hjá Hörpu til að hittast.“ Richard segir bikarúrslitaleik- inn hafa verið töluvert meira stressandi en aðra leiki. „Það var frábært að sjá þær klára báða titlana, því maður veit hvað það fer mikil vinna og tími í þetta.“ Richard mætti á úrslitaleikina í bæði deild og bikar. Segir hann gaman að þau deili þessu áhuga- máli og fylgjast með leikjum hjá hvort öðru. „Það var ansi sætt að sjá lokaskotið hjá Hörpu í leiknum gegn Val í deildinni fara í markið á síðustu sekúndunni“, segir Richard að lokum. Ætlar þú að vera á Þjóðhátíð? Já ég gerði þau mistök að mæta ekki 2016 og þau mistök koma ekki fyrir aftur. Það er alltaf gaman að koma í dalinn og hitta fólkið sitt. Geta gengið stoltar frá tímabilinu Skrýtin og frábær tilfinning Handboltinn sameiginlegt áhugamál

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.