Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Blaðsíða 18
18 | | 3. ágúst 2023 Í húsinu Helgafell sem stendur utan byggðar við jaðar Helgafells búa nú hjónin Stefán Jónsson og Þórunn Pálsdóttir. Bæði eru þau borin og barnfædd í Eyjum en fluttu á sínum tíma í Kópavoginn vegna náms. Stefán er sonur Sigríðar Högnadóttur, eða Sísí í TM, og Jóns Stefáns- sonar. Stjúpfaðir Stefáns er Haukur Hauksson. Þórunn er dóttir þeirra Herdísar og Palla í Vegg. Saman eiga þau drengina Aron 17 ára og Kára 11 ára. Reynsla nýtist í nýju starfi Stefán tók við keflinu af Jóhann- esi Ólafssyni sem nýr yfirlög- regluþjónn í Vestmannaeyjum í byrjun júní. Jóhannes sinnti embættinu frá árinu 2002 og er með lengsta starfsaldur þeirra lögreglumanna sem starfað hafa í Eyjum. Áður gegndi Stefán stöðu aðalvarðsjóra hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. „Ég tel að mitt fyrrum starf sem varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu komi að mjög góðum notum í starfi mínu sem yfirlögregluþjónn. Lengi vel var ég að sinna útköllum og eru þau orðin ansi mörg og fjöl- breytt útköllin sem ég hef sinnt í gengum tíðina. Ég vann þar meðal annars með Eyjamönnunum Þresti Hjörleifssyni og Geir Jóni Þóris- syni en af þeim lærði ég margt” segir Stefán sem hefur verið í lögreglunni í rúm 25 ár. Fyrir sex árum síðan varð Stefán aðalvarðstjóri í aðgerðadeild og kom þar að skipulagningu stærri viðburða, til dæmis leiðtogafundi Evrópuráðsins, menningarnótt, opinberum heimsóknum, þjálfun lögreglumanna og öllu því sem þarfnaðist skipulagningar þvert á lögreglustöðvar. Þá var Stefán í áhöfn aðgerðastjórnstöðvar (AST) en hún er mönnuð í stærri útköllum eins og til dæmis náttúruhamförum, slysum og verkefnum sem krefjast aðkomu margra viðbragðsaðila sem þurfa að starfa sem ein heild. Þá var hann aðstoðarstjórnandi aðgerðasveitarinnar en það er 100 manna hópur sem kallaður er úr sínum daglegu störfum og sinnir sérhæfðri löggæslu eins og mótmælum, landsleikjum og opinberum heimsóknum. „Mér líst mjög vel á starfið og mannskapinn og er mjög sáttur við þessa ákvörðun að hafa kom- ið. Það er auðvitað búið að vera skipulagning fyrir Þjóðhátíð og goslok, og svo var opinber heim- sókn þannig að ég steig inn í þetta þegar það var mikið at framundan, en svo róast þetta væntanlega í vetur og haust. Þetta er náttúru- lega líka nýtt fyrir manni og nýjir hlutir og ný kerfi sem maður er að læra inn á.” Aukin lífsgæði í Eyjum Rauða húsið í Helgafelli var áður eitt kennileita bæjarins en það var í eigu fjölskyldu Stefáns. „Við ætluðum alltaf að gera það upp en svo kom í ljóst að það var mold undir allri plötunni og engin járnabinding í húsinu þannig að við urðum að rífa það. Við fengum rosalega góða aðstoð frá fjölskyldunni okkar allri og unnum líka mikið sjálf í þessu. Okkur finnst frábært að vera hérna og svo er tengdamamma hérna við hliðina á okkur” segir Þórunn en húsnæðið samanstendur af tveimur íbúðum. Fjölskyldan flutti til Eyja í maí en hafði verið með annan fótinn í Eyjum eftir að hafa ráðist í endur- bætur á húsinu fyrir fjórum árum. Stefán segist feginn því að sleppa við umferðina í höfuðborginni og við að þurfa að keyra alla leið úr Salahverfinu í Kópavogi niður á Hverfisgötu til þess að komast í vinnu. „Já, maður græðir alveg tíma í sólarhringinn við það eitt að búa hérna sem er alveg ótrúlega næs. Svo fer maður bara í búðina og Húsasmiðjuna eða eitt- hvað og það tekur allt svo stuttan tíma” bætir Þórunn við. Alltaf ákveðin að gerast ljósmóðir Þórunn útskrifaðist sem hjúkr- unarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2004 og sem ljósmóðir fimm árum síðar, en Þórunn segir drauminn alltaf hafa verið að ger- ast ljósmóðir. Hún hefur starfað á fæðingardeild LSH, við heima- Nýr yfirlögregluþjónn í Helgafelli Eyjahjón snúin aftur á heimaslóðir Einstakt ævintýri að fá að upplifa Gambíu Þórunn og Stefán fyrir utan heimili þeirra við Helgafellsöxl. Þess má geta að Stefán er annar yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum sem býr í Helgafeli. Hinn var Guðmundur Guðmundsson sem var hér yfirlögregluþjónn fram yfir gos. ” Já, maður græðir alveg tíma í sólarhringinn við það eitt að búa hérna sem er alveg ótrúlega næs. Svo fer maður bara í búðina og Húsasmiðjuna eða eitthvað og það tekur allt svo stuttan tíma SALKA SÓL ÖRVARSDÓTTIR salka@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.