Úrval - 01.07.1965, Side 6

Úrval - 01.07.1965, Side 6
4 ÚRVAL Það getur verið, að þessi söng- stíll þeirra geri þá ekki vinsæla meðal þeirra Bachdýrkenda, sem vilja sinn Bach eingöngu ómengað- an og upprunalegan, en á sinn glað- lega og iífmikla hátt eru Swingle Singers ekki fjær liinum „sanna“ Bach en Leopold Stokowski, er hann breytir orgelfúgum í „bacc- hanölur" af Tannhanser-gerðinni, eða Glenn Gould, er hann leikur harpsikord-tilbrigði á píanó, eða 200 manna oratorium-söngfélag, sem syngur kórverk, er samin voru fyrir aðeins 20 manna kór. Útsetjarar hafa löngum sótt á miðin hjá .Bach með góðum árangri. í handrit hans vantar margvísleg- ar þýðingarmiklar upplýsingar um túlkun verkanna. Skammstafanir á tölusettu bössunum eru t. d. þannig, að það er ails óvíst, hvaða hljóð- færi er ætlazt til, að notuð séu, eða hvernig skal fylla út hljómana. Bach og félagar hans voru vanir að ákveða allt slíkt, um leið og verkið var flutt, líkt og jazztónlist- armenn gera einmitt. Hver kynslóð hefur ])ví orðið að endurskapa Bach í sinni eigin mynd vegna skorts á nauðsynlegum upp- lýsingum. Og síðustu tvær aldirn- ar hefur Bach þannig endurfæðzt tólf sinnum. Fyrsta „barn Bachs“ í andlegum skilningi var Mozart. Er hann heim- sótti St. Tómasar kirkjuna í Leip- zig, gafst honum eina tækifærið til þess að hlýða á kórverk eftir Bach. „Strax og kórinn hafði sungið nokkra tóna, lyftist Mozart i sætinu, alveg furðulostinn,“ sagði blaða- maður einn, sem var þar viðstadd- ur. „Og eftir nokkra tóna í við- bót hrópaði hann: „Hvað er þetta? Hér er eitthvað, sem hægt er að læra af!“ hrópaði hann svo, þegar verkinu var lokið. Hann bað um að fá að sjá meira af verkum Bachs, og „það var sannarlega ánægja að sjá, hversu ákafur Mozart var, er liann settist niður með nótnablöð- in umhverfis sig, í höndunum, á hnjám sér og næstu stólum. Hann gleymdi öllu öðru og stóð ekki upp aftur, fyrr en hann hafði skoðað öll þau verk Bachs, sem fyrir fund- ust þarna í kirkjunni. Svo bað hann um eintök af þeim.“ í byrjun voru allir aðdáendur Bachs háðir handskrifuðum afrit- um. Jafnvel verkið „Veltempraða klaverið" var aðeins til í handriti fram að 1800. En þegar hinn ungi Beethoven kemur fram á sjónar- sviðið, vekur liann samt fyrst á sér eftirtekt sem túlkandi verka Bachs. Árið 1783 skýrði tónlistartímarit eitt frá því, að liinn 12 ára gamli Beethoven „leiki mjög vel á slag- hörpu og af miklum þrótti, hann sé mjög leikinn í að lesa af blaðinu og í stuttu máli sagt leiki hann mestallt verkið „Veltempraða klav- erið eftir Sebastian Bach.“ „Hann ætti ekki að kallast Bach (lækur) heldur Meer (haf) vegna hinna ótæmandi auðæfa, sem fólg- in eru í hugmyndum hans á sviði hljómlistarinnar,“ sagði Beetlioven eitt sinn í gamni árið 1825. Fyrstu prentuðu eintökin af „The Well-Tempered Glavier“ urðu nokk- urs konar biblía heillar kynslóðar á tímabili rómantísku stefnunnar. Munnmæli herma, að hinn ungi Lizt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.