Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 12

Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 12
10 ÚHVAL koma. Kvöld eitt heyrði ég, að forstjórinn sagði við hr. McCallum: „Hvað getið þér sagt mér um nýju vikastúlkuna, mér lízt mjög vel á hana. Hún er alveg ágæt.“ Ég heyrði hluta af svarinu áð- ur cn ég var komin of langt frá. „Já, hún er góð stúlka. Ég hef ætl- að að stinga upp á því að hafa hana áfram.. . .“ Meira heyrði ég ekki, en þetta var nóg til þess að ég fór himinglöð lieim um kvöldið. En næsti dagur byrjaði ekki vel og erfiðleikarnir héldu áfram þann daginn. Ég varð að hlaupa til að ná i strætisvagninn og þá komu slettur á sokkana mína. Frk. Allan var mjög ströng með allt hreinlæti og skipaði mér að fara og kaupa nýja. Þegar ég kom til baka var búið að senda Mildred heim vegna höf- uðverkjar. Nú var aðeins vika til jóla og ösin stóð sem hæst með öllu sinu taugastriði. Ég snerist, hljóp og svaraði hringingum eins hratt og mér var unnt, og nú leið á daginn. Kl. 430 kom skipun frá frk. Allan í klefa 2. „Sækið hringa með demöntum og smarögðum í sýning- kassann,“ sagði hún. Þegar ég flýtti mér til baka með liringinn i hendinni, leit ég upp og tók eftir manni sem stóð liinum megin við sýningaröskjuröðina. Hann var hár vexti, bjartur yfir- litum og virtist liðlega þrítugur að aldri. En athygli mín beindist að svipmótinu á andliti hans, þrátt fyrir að ég var að flýta mér til klefa frk. Allan. Þann svip höfðu fjöl- margir á þessum óhamingjuárum. Menn voru heiskir, reiðilegir og litu út eins og fangar í búri, sem þeir áttu enga sök á að hafa lent í. Hann var í vel sniðnum ullarfötum, sem voru orðin óhrein og slitin og há- skólamerkið í jakkahorninu sagði mér sögu hans. Hann var einn úr hópi þeirra þúsunda, er höfðu þjálfað sig til starfa, sem nú var ekki lengur þörf fyrir. Hann horfði á skartgripina með tómasvip þess manns, sem neitað hafði verið um allan rétt til að afla þeirra. líg fann snöggvast til meðaumk- unar með honum, en nú hafði ég í svo mörgu að snúast, að ég gleymdi honum aftur. Fáum minútum síðar kom aftur hringing frá frk. Allan. Hún sagði: „Sækið öskjurnar við þennan hring hér,“ og í svip hennar las ég: „Vertu nú fljót — í guðs bænum.“ Öskjurnar voru alveg fram við glugga og til þess að ná þeim þurfti ég að stíga upp á lágar tröppur og teygja mig svo varlega fram yfir hrúnina á sýniskassanum. Þegar ég var að flýta mér niður aftur, titrandi af æsingi, straukst ermi mín við öskju með steinhringum í. Askjan valt um koll, ég greip í hana, en sex skrautlegir demants- hringar ultu eftir gólfinu. Hr. McCallum hljóp mér til hjálp- ar, æstur og gramur, en þó alls ekki reiður við mig. Hann vissi, hvað þessi dagur hafði verið mér erfið- ur. Hann sagði: „Tindu þá upp í snatri og láttu öskjuna á sinn stað.“ Ég lagðist á hnén og sagði með tárin í augunum: „Ó, herra Mc- Callum, frk. Allan bíður. Hvað á ég að gera?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.