Úrval - 01.07.1965, Page 13
SJÖTTl DEMANTURINN
11
„Ég skal aðstoða frk. Allan sjálf-
ur,“ sagði hann. „En tíndu bara upp
hringana.“
Ég fann fimm hringa í mesta
flýti og lét þá í sín gróp. En sjötta
hringinn fann ég ekki og hélt, að
hann hefði oltið niður um raufina
milli sýniskassans og gluggans. Ég
hljóp kringum afgreiðsluborðið og
gáði þar en sá hvergi hringinn.
Nú sá ég út undan mér, að stóri
maðurinn var að fara til dyra. Allt
i einu laust þeirri fullvissu niður
í hugskot mitt að hann væri með
hringinn. Hann hafði staðið á þeim
eina bletti, sem hringurinn gæti
hafa oltíð á. Ég náði honum um
leið og hann tók i handfangið á
hurðinni.
„Afsakið,“ sagði ég.
Hann sneri sér við og nú leið
óendanleg mínúta, án þess að
hvorugt okkar mælti orð af vörum.
Ég bað þess i huganum, að mér
auðnaðist að bjarga þeirri framtíð,
sem mér fannst allt snúast um. Það
var slæmt að velta hringaöskju um
koll, en þó afsakanlegt, en að týna
hring var óafsakanlegt. Og ef ég
gerði einhvern hávaða, og kæmi
ekki rétt fram við manninn, gat
það orðið endir allra minna vona.
„Hvers óskið þér,“ sagði hann og
ég sá vöðvana titra í kinnum hans.
Ógæfa gat dunið yfir mig vegna
þess, sem hann hafði gert. Samt
fann ég af einhverri eðlishvöt, að
hann hefði ekki komið inn í búð-
ina til að stela — ef til vill aðeins
til að hlýja sér andartak og láta
sér Iíða betur. Ég vissi, hvað það
var að leita að atvinnu árangurs-
laust og ég gat vel skilið gremju
þess manns, sem sá aðra kaupa ó-
hófsvörur meðan hann ásamt fjöl-
skyldu sinni hefði varla í sig né
á.
„Ilvers óskið þér,“ endurtók hann.
Skyndilega vissi ég, hverju svara
skyldi. Mamma sagði alltaf, að
flestir menn væru i rauninni góðir.
Ég gat ekki hugsað mér, að þennan
mann langaði til að fara illa með
mig. Ég leit út um gluggann og sá,
að allt var að sveipast i þoku. Ég
sagði: „Þetta er mitt fyrsta starf.
Það er erfitt að fá vinnu nú, er
ekki svo?“
Hann horfði á mig með ákefð,
og brosti síðan mjög góðlátlega.
„Jú, vissulega,“ sagði hann. „En ég
er viss um að þér dugið vel í yðar
starf. Má ég óska yður til ham-
ingju.“
Hann rétti fram höndina og tók
í mína. „Ég óska yður alls hins
bezta,“ hvíslaði ég um leið og hann
opnaði dyrnar og hvarf út í þokuna.
Siðan sneri ég inn í búðina og lét
sjötta dcmantinn á sinn stað.
Rétta leiðin til þess að komast áfram í lífinu er að hefjast handa nú
þegar. Ef þú hefst handa nú Þegar, muntu vita margt næsta ár, sem þú
veizt ekki núna og þú hefðir ekki vitað næsta ár, ef þú hefðir beðið.
William Feather