Úrval - 01.07.1965, Side 18
16
á eftirlaun. Árið 1914 var de Gaulle
orðinn liðsforingi, og gat sér mik-
ið orð fyrir hugrekki. Hann særð-
ist tvisvar árið 1914 og aftur 1915,
og var getið lofsamlega i herstjórn-
artilkynningum. Hann særðist í
þriðja sinn hjá Verdun og var tek-
inn til fanga af Þjóðverjum. Hann
var stríðsfangi til styrjahlarloka,
reyndi þrisvar sinum að flýja og
hlaut strangt varðhald fyrir flótta-
tilraunirnar.
Að striðinu loknu fór de Gaulle
með franskri hernaðarsendinefnd
til Póllands til þess að berjast gegn
bolsévikum, en frá 1922 starfaði
hann í herráðinu. Pétain marskálk-
ur var honum hliðhollur og á ár-
unum 1932—37 gegndi hann starfi
ritara Þjóðvarnarráðsins, sem var
afar þýðingarmikil staða. í þessari
stöðu kynntist hann mjög vel
gangi opinberra mála og gerði sér
ljóst, live óheppilegir hinir mörgu
stjórnmálaflokkar og tíðu stjórnar-
skipti geta verið fyrir þjóðarheild-
ina — um þessar mundir voru t. d.
fjórtán forsætisráðherrar i Frakk-
landi á fimm ára timabili.
í uphafi síðari heimsstyrjaldar-
innar var de Gaulle foringi skrið-
drekasveitar að baki Maginotlín-
unnar. Hernaðarlegur frami hans
hafði beðið nokkurn hnekki vegna
þess, að hann, ásamt Paul Reymand,
sem varð forsætisráðherra í apríl-
mánuði árið 1940, hafði barizt fyr-
ir því að franski herinn yrði vél-
væddur. Þegar árið 1932 var de
Gaulle orðið ljóst, hvert Þjóðverjar
stefndu, og liann hafði vonað að
Frakkar eignuðust skriðdrekasveit-
ir eins og Þjóðverjar. En frönsku
ÚRVAL
liernaðaryfirvöldin höfnuðu uppá-
stungum þeirra de Gaulles og Rey-
mands.
De Gaulle naut virðingar yfir-
manna sinna, enda þótt hann væri
ekki vinsæll, og hinn 15. maí, þegar
þýzku skriðdrekarnir brutust yfir
Marnefljótið og stefndu til strand-
ar, var honum falin yfirstjórn véla-
herfylkis, sem var mjög illa búið.
Hann gerði tvær gagnárásir, en
þær mistókust báðar vegna skorts
á vopnum og tækjum. Þetta voru
einu sóknarlotur franska hersins
meðan barizt var um Frakkland,
og de Gaulle fékk tækifæri til að
sýna það á vígvellinum, hvað hægt
hefði verið að gera, ef franski lier-
inn hefði verið vélvæddur i jafn
ríkum mæli og sá þýzki. Hinn 6.
júni kvaddi Reynaud de Gaulle
til Parísar og gerði hann að undir-
hermálaráðherra Frakklands.
De Gaulle var ráðherra í ellefu
daga, en á þeim ellefu dögum var
franski herinn gersigraður, ríkis-
stjórnin flúði til Bordeaux, ráðu-
neyti Reynauds sagði af sér og
Pétain marskálkur bað Þjóðverja
um vopnahlé. Á þessum ellefu dög-
um birtist de Gaulle í fyrsta skipti
á sviði alþjóðamálanna. Churc-
hill hafði þegar veitt honum af-
hygli og dáði hann sem hraustan
hermann, en þegar þeir hittust í
Tours eftir síðustu brezk-frönsku
hermálaráðstefnuna, heyrðist gamli
maðurinn muldra: „L’homme du
destin."
Hinn 16. júni flaug de Gaulle frá
Bordeaux til London og liitti
Churchill, sem sat úti í sólskininu
í garði forsætisráðherrabústaðar-