Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 23
Þættir úr lífi ígulkerja
Allir hafa séð eða liandleikið ígulker. Hér birtum við
rússneska grein um lífsvenjur þeirra.
Eftir K. Massajev.
GULKERIN eru oft
köllufS lifandi kaktns-
ar. YiS fyrstu athugun
virðast þau alvegmein-
laus og virðast miklu
fremur skringiieg en hættuleg.
Nokkrar ígulkerjategundir hafa
brodda, sem eru tvisvar eða þrisvar
sinum lengri en bolur þeirra, en
ekki eru þeir jafn beittir og (gadd
arnir) á kaktusunum.
Þó geta fyrstu kynni manna af
ígulkerjum orðiS býsna óþægileg-
Þau liggja oft svo vel hulin i þéttu
lagi ýmissa þangplantna, að ekki
er auðvelt að koma auga á þau.
Og ef einhver reynslulítill sund-
inaður kynni nú að reka hné i
ígulker, getur hann átt á hættu að
fá ófáa brodda í húðina. Hann
sleppur vel og má vera ánægður
með það, ef liann verður með bólg-
inn og viðkvæman fót aðeins
nokkra daga. Hitt gæti orðið öllu
lakara, ef hann liefði stungið sig
á hinum sérstöku eiturbroddum
ígulkerjanna.
Við skulum nú athuga ígulkerin
ofurlítið betur. Þau teljast til þess
hryggleysingjaflokks, er kallast
skrápdýr og þau halda sig venju-
lega i grunnum sjó.
Líkami igulkers er hulinn brynju
úr kalkplötum í reglulegum röð-
um og' á þeim eru hreyfanlegir
kalkkenndir broddar, og líkist það
því talsvert broddgelti að ytra út-
liti. Á kviði ígulkers eru ofurlitlir
fætur með sogvörtur neðan á. Þess-
ir fætur tilheyra samt hinu svo-
nefnd ambulacral- líffærakerfi, en
það eru hreyfitæki, sem hafa einn-
ig það hlutverk að losa líkamann
við úrgangsefni. í þessum „fótum“
eru pípur með vökva, sem er á-
þekkur sjó að efnasamsetningu.
Þegar ígulkerið lyftir þessum litlu
fótum sínum, fyllast þeir af þess-
um vökva og' þá lengjast þeir. Nú
festa þeir sig aftur við sjávarbotn-
inn með sogvörtunum, ígulkerið
teygir sig áfram og hefur nú geng-
ið eitt skref. Siðjan endurtekur
þetta sig koll af kolli og þannig
Vor Viden
21