Úrval - 01.07.1965, Síða 25
ÞÆTTIR ÚR LÍFI ÍGULKERJA
23
eigi auðveldara með að komast að
líkama þeirra til að gera „hrein-
gerningu“ á honum. Fiskarnir
„skilja“ þetta merki og framkvæma
verkið, en njóta í þess stað verndar,
óttalausir. Þeir leitast aðeins við
að komast nær verndara sínum.
Ef það heppnast að koma fiskunum
hurt frá ígulkerinu, þá syndir allur
hópurinn brott i leit að nýjum
verndara. Ef þeim heppnast ekki sú
leit, þá skeður hið undarlega, að
dökk-rauðbrúni litur fiskanna
hverfur og í staðinn verða þeir
silfurlitaðir með þrjár dökkbrún-
ar rendur á hvorri hlið. Ef þeir
seinna meir finna nýtt ígulker sér
til verndar hafa þeir aftur litaskipti.
En ígulkerin lifa einnig i samlifi
með fleiri fiskum. Kardinálafisk-
arnir eru svo litlir, að þeir hverfa
fullkomlega inn milli broddanna
á ígulkerinu. Og árangur af löngu
samlifi hnífilfisksins og ígulkers
er sá, að þeir eru farnir að synda
all-undarlega. Þeir synda sem sé
lóðrétt ineð höfuðið niður.
Nú getum við farið að halda, að
þessi mikla „trú“ fiskanna á hið
iifandi varnarvirki sitt veiti þeim
ævarandi öryggi. En ekki1 er því
að heilsa. ígulker á óteljandi ó-
vini og lifir í stöðugum ótta. Meðal
óvina þess má nefna ýmsar tegund-
ir lindj'ra, fiska, sæslöngur og
meira að segja krossfiskana, sem
eru nánustu ættingjar þess.
Við skulum rétt aðeins lita á,
hvernig stóri sæsnigillinn ,,Cassis
tuberosa“ veiðir ígulker. Hann er
oft kallaður konungshjálmur. Þeg
ar hann hefur fundið ígulker, skríð-
ur hann fast upp að því til að kom-
ast að viðkvæmasta stað þess —
maganum. fgulkerið reynir þá að
flýja, en það heppnast sjaldan.
Náskyldur konnngshjálminum er
keisarahjálmurinn og er einn af
stærstu sniglum, sem fundizt hafa.
Honum þykir ígulker hið mesta
lostæti.
En nokkrar tegundir Miðjarðar-
hafssnigla nota slóttugastar aðferð-
ir við ígulkerjaveiði. Þeir drepa
þau með vökvaklessu, sem þeir
spýta út úr sér. 1 þessum vökva
eru sterk eiturefni svo sem salt-
sýra og brennisteinssýra og þeir
spýta ca. 100 grömmum af þessu
yfir ígulkerið. Vökvinn deyfir ígul-
kerið og leysir um leið upp kalk-
brynju þess. Eftir þetta getur snig-
illinn auðveldlega „setzt að snæð-
ingi“.
Krossfiskarnir éta líka ígulker.
Þeir gleypa þau minnstu, en verði
stærri ígulker á vegi þeirra, hvolfa
þeir maganum út úr sér utan um
ígulkerið og meltist það þá utan
líkama árásaraðilans.
Það ætti að taka á móti hugmyndum sem gestum, vingjarnlega, en
samt með þeim fyrirvara, að þær eigi ekki að fá að rikja með harðri
hendi fyrir húsráðanda. Alberto Moravia