Úrval - 01.07.1965, Síða 35
UM MATAREITRANIR
33
banvæn, þá er langoftast um
snöggan en skammvinnan sjúkdóm
að ræða og lyf venjulega óþörf.
En kvitli þessi er hvimleiður, veld-
ur oft miklum óþægindum, truflar
fyrirætlanir fólks og minnkar
starfsgetu um tíma, stundum hjá
stórum hópum fólks samtímis.
Aðalatriðið til lausnar þessum
vanda er þekking almennings á
hættunni ásamt varúðarráðstöfun-
um skipulögðum af því opinbera,
en hver einstaklingur þarf að vera
virkur þátttakandi i þeim vörnum
og viðliafa hreinlæti í meðferð mat-
væla og vandvirkni við matargerð,
ásamt réttum geymsluháttum, og
gera hlutaðeigandi opinberum að-
ilum aðvart, ef út af ber og grunur
leikur á um matareitrun. Náin
samvinna og gagnkvæmur skilning-
ur heilbrigðisyfirvalda og almenn-
ings er undirstaða þess að vel tak-
ist að verjast matareitrunum.
STÆRSTI ÚTVARPSBYLGJ USJÓNAUKI HEIMSINS
Stærsti útvarpsbylgjusjónauki heimsins hefur nú tekið til starfa á
eyjunni Puerto Rico. Er þar um að ræða 18 ekrur af fínriðnu virneti
(hænsnaneti), sem strengt er á jörðina, þannig að það myndar nokkurn
veginn hring. Yfir því hangir útbúnaður, sem er kallaður „mötun“
(feed). Sá útbúnaður getur tekið á móti útvarpsbylgjum úr meiri fjar-
lægð í geimnum en hingað til hefur verið hægt eða sent ratsjármerki
langt niður undir yfirborð tunglsins.
Science Digest
„BURT ÚR ÞESSUM HEIMI"
Sú iðngrein, sem miðar að því að koma mönnum „burt úr þessum
heimi“, er að verða stærsta iðngreinin í Bandaríkjunum. Er hér urp
að ræða framleiðslu flugskeyta, gervihnatta, eldflauga og ails konar
skylds útbúnaðar. Er sú iðngrein komin fram úr stáliðnaðinum þar í
landi og er að komast fram úr bifreiðaiðnaðinum sem stærsti atvinnu-
veitandi i iðnaði. Á árunum 1958—1962 jókst tala starfsmanna þessarar
iðngreinar úr 319.000 upp í 711.000. Árið 1962 var tala starfsmanna í
bifreiðaiðnaðinum 723.000.
Science Digest
STONEHENGERÚSTIRNAR
Dr. Gerald S. Hawkins frá Smithsonian-stjarneðlisfræðirannsókna-
stofnuninni leitaði á náðir rafreiknis til þess að upplýsa leyndardóma
Stonehengerústanna frægu í Englandi. Þessi 4000 ára gömlu steinabákn
voru notuð sem dagatal fyrir akuryrkju og uppskerustörf að hans á-
liti, og byggir hann þessa skoðun sína á lögun og niðurskipun stein-
báknanna.